Flóttafólki vísað aftur til Ítalíu þó aðstæður þar séu óviðunandi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. október 2015 20:31 Flóttamaður fær sér matarbita í flóttamannabúðum skammt frá Róm. vísir/epa Hæstiréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að tveimur hælisleitendum skuli vísað úr landi. Verða þeir sendir aftur til Ítalíu, þaðan sem þeir komu, á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. „Ég er náttúrulega hvorki sáttur með niðurstöðuna né röksemd Hæstaréttar fyrir henni,“ segir Ragnar Aðalsteinsson en hann flutti málin fyrir hönd fólksins. Hann sagði að málin væru að hluta til tæknilegs eðlis en einnig hefði hann byggt á breyttum aðstæðum á Ítalíu.Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaðurHæstiréttur skautaði fram hjá röksemdunum Tæknilegi þáttur málsins snýr að því hvort stjórnvöld hafi gætt að svokölluðum sex mánaða fresti er ákvörðun var tekin um að endursenda fólkið. Almenna reglan er sú að ef ekki er ákveðið að fresta réttaráhrifunum þá renni fresturinn út og ekki sé hægt að senda fólkið aftur til þess lands sem það kom frá. Á Íslandi eru engin klár lagaákvæði þessa efnis en þó er að finna ákvæði í stjórnsýslulögum sem segja að ef sótt er um slíka frestun beri stjórnvöldum að svara því eins fljótt og unnt er. „Hæstiréttur tekur hins vegar þá afstöðu að það að sækja um slíka frestun jafngildi því að fá frestinn þó að slíka heimild sé hvergi að sjá í lögunum. Dómurinn sniðgekk það að svara þessu álitaefni en afleiðingarnar af því eru að þeir sem sækja um slíka frestun, og fá ekkert svar, geta búist við því að vera sóttir hvern morgun og sendir til baka,“ segir Ragnar. Annar maðurinn sem vísað var úr landi í dag er Ganverji en hinn er samkynhneigður Nígeríumaður. Verði sá síðari sendur aftur til heimalandsins getur hann búist við því að vera refsað fyrir kynhneigð sína en refsingar geta verið fangelsisvist eða í versta falli dauðarefsing. Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi, birti fyrr á þessu ári grein þar sem hann hvetur stjórnvöld til að senda mennina ekki úr landi á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar.Stjórnvöld ákveði að vísa mönnunum ekki á brott „Hin ástæðan er auðvitað sú að Hæstiréttur byggir niðurstöðu sína á því að fólkið fái réttláta málsmeðferð á Ítalíu en aðstæður þar hafa einfaldlega snarbreyst á síðustu vikum,“ segir Ragnar. „Evrópusambandið ákvað fyrir skemmstu að fjarlæga hátt í hundraðþúsund flóttamenn frá Ítalíu vegna þess að aðstæður þar eru einfaldlega óviðunandi. Hæstiréttur byggir hins vegar á sínum gögnum en þau eru frá því í janúar.“ Mennirnir tveir geta búist við því að vera sendir úr landi hvenær sem er á næstu dögum. Annar þeirra hefur náð að festa rætur hér, að sögn Ragnars, og er í starfi hér á landi. „Það virðist engin áhrif hafa á dómstólinn.“ „Mér finnst að stjórnvöld ættu að taka þá prinsipp afstöðu að senda mennina ekki úr landi aftur til Ítalíu enda er ljóst að aðstæður þar eru óboðlegar. Það er það eina rétta í stöðunni,“ segir Ragnar að lokum. Flóttamenn Tengdar fréttir Kerfi sem étur manneskjur á flótta Dyflinnarreglugerðin byggist ekki á mannréttindum. Hún byggist á pólitík og hentugleika Evrópuríkjanna. 27. apríl 2015 12:12 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að tveimur hælisleitendum skuli vísað úr landi. Verða þeir sendir aftur til Ítalíu, þaðan sem þeir komu, á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. „Ég er náttúrulega hvorki sáttur með niðurstöðuna né röksemd Hæstaréttar fyrir henni,“ segir Ragnar Aðalsteinsson en hann flutti málin fyrir hönd fólksins. Hann sagði að málin væru að hluta til tæknilegs eðlis en einnig hefði hann byggt á breyttum aðstæðum á Ítalíu.Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaðurHæstiréttur skautaði fram hjá röksemdunum Tæknilegi þáttur málsins snýr að því hvort stjórnvöld hafi gætt að svokölluðum sex mánaða fresti er ákvörðun var tekin um að endursenda fólkið. Almenna reglan er sú að ef ekki er ákveðið að fresta réttaráhrifunum þá renni fresturinn út og ekki sé hægt að senda fólkið aftur til þess lands sem það kom frá. Á Íslandi eru engin klár lagaákvæði þessa efnis en þó er að finna ákvæði í stjórnsýslulögum sem segja að ef sótt er um slíka frestun beri stjórnvöldum að svara því eins fljótt og unnt er. „Hæstiréttur tekur hins vegar þá afstöðu að það að sækja um slíka frestun jafngildi því að fá frestinn þó að slíka heimild sé hvergi að sjá í lögunum. Dómurinn sniðgekk það að svara þessu álitaefni en afleiðingarnar af því eru að þeir sem sækja um slíka frestun, og fá ekkert svar, geta búist við því að vera sóttir hvern morgun og sendir til baka,“ segir Ragnar. Annar maðurinn sem vísað var úr landi í dag er Ganverji en hinn er samkynhneigður Nígeríumaður. Verði sá síðari sendur aftur til heimalandsins getur hann búist við því að vera refsað fyrir kynhneigð sína en refsingar geta verið fangelsisvist eða í versta falli dauðarefsing. Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi, birti fyrr á þessu ári grein þar sem hann hvetur stjórnvöld til að senda mennina ekki úr landi á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar.Stjórnvöld ákveði að vísa mönnunum ekki á brott „Hin ástæðan er auðvitað sú að Hæstiréttur byggir niðurstöðu sína á því að fólkið fái réttláta málsmeðferð á Ítalíu en aðstæður þar hafa einfaldlega snarbreyst á síðustu vikum,“ segir Ragnar. „Evrópusambandið ákvað fyrir skemmstu að fjarlæga hátt í hundraðþúsund flóttamenn frá Ítalíu vegna þess að aðstæður þar eru einfaldlega óviðunandi. Hæstiréttur byggir hins vegar á sínum gögnum en þau eru frá því í janúar.“ Mennirnir tveir geta búist við því að vera sendir úr landi hvenær sem er á næstu dögum. Annar þeirra hefur náð að festa rætur hér, að sögn Ragnars, og er í starfi hér á landi. „Það virðist engin áhrif hafa á dómstólinn.“ „Mér finnst að stjórnvöld ættu að taka þá prinsipp afstöðu að senda mennina ekki úr landi aftur til Ítalíu enda er ljóst að aðstæður þar eru óboðlegar. Það er það eina rétta í stöðunni,“ segir Ragnar að lokum.
Flóttamenn Tengdar fréttir Kerfi sem étur manneskjur á flótta Dyflinnarreglugerðin byggist ekki á mannréttindum. Hún byggist á pólitík og hentugleika Evrópuríkjanna. 27. apríl 2015 12:12 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Sjá meira
Kerfi sem étur manneskjur á flótta Dyflinnarreglugerðin byggist ekki á mannréttindum. Hún byggist á pólitík og hentugleika Evrópuríkjanna. 27. apríl 2015 12:12