Drón á sveimi við Seðlabanka Íslands Una Sighvatsdóttir skrifar 2. október 2015 19:13 Þess eru dæmi að ómönnuð loftför séu á ferli nær opinberum stofnunum en starfsfólk þeirra kærir sig um. Þetta á meðal annars við um Seðlabanka Íslands, þar sem oftar en einu sinni hefur gerst að starfsfólk verði vart við drón á flugi óþægilega nærri gluggum, á skrifstofum þar sem sýslað er með ýmsar trúnaðarupplýsingar. Nýjasta dæmið var nú fyrir skömmu þegar starfsmaður á efri hæðum bankans sá drón í kyrrstöðu í um 4 metra fjarlægð frá glugganum. Þegar hann stóð upp til að skoða drónið nánar, þá flaug það burt í skyndingu og hvarf fyrir horn Ekki er vitað hvort stjórnandi drónsins hafði eitthvað misjafnt í huga en til að fyrirbyggja að slíkt geti gerst stendur til að setja reglugerð, þar sem meðal annars er ákvæði um að ekki sé heimilt„að fljúga loftfari innan 150 m fjarlægðar frá forsetabústað, ráðuneytum eða öðrum opinberum byggingum, þ. á m. lögreglustöðvum og fangelsum.“ Samgöngustofa skilaði drögum að reglugerðinni til innanríkisráðuneytisins í sumar en dregist hefur að drögin séu kynnt opinberlega til umsagnar. Brandur Bjarnason Karlsson, formaður Flygildafélags Íslands segir að óorðið sem drón hafi á sér stafi fyrst og fremst af hernaðardrónum í Bandaríkjunum. Flygildi séu þó fyrst og fremst spennandi tækni sem bjóði upp á mikil tækifæri og atvinnumöguleika, meðal annars fyrir fatlaða. Hann segir slæmt ef setning nýrrar reglugerðar stýrist af óttaviðbragði. „Eins og með alla nýja tækni þá á fólk það til að hafa áhyggjur svona fyrst um sinn. En við höfum áhyggjur af því að það verði setta er einhverjar reglugerðir sem útiloka alls konar tækifæri sem yrðu okkur öllum til góðs," segir Brandur. Hægt sé að misnota drón eins og alla aðra tækni, en það eitt og sér sé ekki tilefni til að banna hana. Brandur nefnir sem dæmi að í Bandaríkjunum hafi verið sett fremur ströng löggjöf um drónanotkun almennra borgara, á meðan reglur séu mun opnari í Asíu. Nú séu Bandaríkjamenn aftur að slaka á löggjöfinni þegar renni upp fyrir þeim hve mikil tækifæri séu í notkun dróna. Flygildafélag Íslands var stofnað í sumar og telur nú þegar hátt í 400 meðlimi sem ýmist eiga drón eða eru áhugasamir um að eignast slík tæki. „Flygildi er breið flóra, þetta er ekki eitthvað eitt fyrirbæria sem er hægt að setja eina reglugerð um," segir Brandur. „Við myndum vilja sjá opnað fyrir þróunina á að nota þetta, til dæmis í björgunarstörf." Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Þess eru dæmi að ómönnuð loftför séu á ferli nær opinberum stofnunum en starfsfólk þeirra kærir sig um. Þetta á meðal annars við um Seðlabanka Íslands, þar sem oftar en einu sinni hefur gerst að starfsfólk verði vart við drón á flugi óþægilega nærri gluggum, á skrifstofum þar sem sýslað er með ýmsar trúnaðarupplýsingar. Nýjasta dæmið var nú fyrir skömmu þegar starfsmaður á efri hæðum bankans sá drón í kyrrstöðu í um 4 metra fjarlægð frá glugganum. Þegar hann stóð upp til að skoða drónið nánar, þá flaug það burt í skyndingu og hvarf fyrir horn Ekki er vitað hvort stjórnandi drónsins hafði eitthvað misjafnt í huga en til að fyrirbyggja að slíkt geti gerst stendur til að setja reglugerð, þar sem meðal annars er ákvæði um að ekki sé heimilt„að fljúga loftfari innan 150 m fjarlægðar frá forsetabústað, ráðuneytum eða öðrum opinberum byggingum, þ. á m. lögreglustöðvum og fangelsum.“ Samgöngustofa skilaði drögum að reglugerðinni til innanríkisráðuneytisins í sumar en dregist hefur að drögin séu kynnt opinberlega til umsagnar. Brandur Bjarnason Karlsson, formaður Flygildafélags Íslands segir að óorðið sem drón hafi á sér stafi fyrst og fremst af hernaðardrónum í Bandaríkjunum. Flygildi séu þó fyrst og fremst spennandi tækni sem bjóði upp á mikil tækifæri og atvinnumöguleika, meðal annars fyrir fatlaða. Hann segir slæmt ef setning nýrrar reglugerðar stýrist af óttaviðbragði. „Eins og með alla nýja tækni þá á fólk það til að hafa áhyggjur svona fyrst um sinn. En við höfum áhyggjur af því að það verði setta er einhverjar reglugerðir sem útiloka alls konar tækifæri sem yrðu okkur öllum til góðs," segir Brandur. Hægt sé að misnota drón eins og alla aðra tækni, en það eitt og sér sé ekki tilefni til að banna hana. Brandur nefnir sem dæmi að í Bandaríkjunum hafi verið sett fremur ströng löggjöf um drónanotkun almennra borgara, á meðan reglur séu mun opnari í Asíu. Nú séu Bandaríkjamenn aftur að slaka á löggjöfinni þegar renni upp fyrir þeim hve mikil tækifæri séu í notkun dróna. Flygildafélag Íslands var stofnað í sumar og telur nú þegar hátt í 400 meðlimi sem ýmist eiga drón eða eru áhugasamir um að eignast slík tæki. „Flygildi er breið flóra, þetta er ekki eitthvað eitt fyrirbæria sem er hægt að setja eina reglugerð um," segir Brandur. „Við myndum vilja sjá opnað fyrir þróunina á að nota þetta, til dæmis í björgunarstörf."
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira