Innlent

„Við töldum þetta vera vað og ætluðum að keyra yfir það“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Við Hunkubakka í morgun. Hér er vanalega lítil spræna en nú flæðir áin fram af miklum krafti.
Við Hunkubakka í morgun. Hér er vanalega lítil spræna en nú flæðir áin fram af miklum krafti. vísir/friðrik þór
Bretarnir þrír sem þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, sótti um tvöleytið í dag eftir það þeir festu bíl sinn á veginum á milli Hólaskjóls og Álftavatnskróks töldu sig vera að keyra yfir vað.

„Við vorum að keyra eftir því sem virtist venjulegur vegur. Það virtist ekkert vera að en svo þegar við komum við að vatni. Við töldum þetta vera vað og ætluðum að keyra yfir það,“ sagði einn ferðalanganna í spjalli við Kristján Má Unnarsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

„Það varð verra og verra og við festumst.“

Bretarnir þrír hringdu í lögreglu til að fá ráðleggingar og úr varð að þyrlan, sem var skammt frá, náði í þau. Þau segjast ekki hafa gert sér grein fyrir hættunni. Ekki fyrr en þau flugu í þyrlunni yfir svæðið og sáu vatnsmagnið.

Viðtal Kristjáns Más við Bretana má sjá í spilaranum hér að neðan. 

 


Tengdar fréttir

Vakta hringveginn í nótt

"Það hafa myndast töluvert stórar ár sem renna bæði til austurs og vesturs meðfram veginum.“ segir Víðir Reynisson, lögreglufulltrúi á Suðurlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×