Innlent

Vakta hringveginn í nótt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Notast hefur verið við gröfur í dag til að búa til varnargarð ofan við Þjóðveg 1 rétt ofan við Kirkjubæjarklaustur.
Notast hefur verið við gröfur í dag til að búa til varnargarð ofan við Þjóðveg 1 rétt ofan við Kirkjubæjarklaustur. Vísir/Friðrik Þór

„Það hafa myndast töluvert stórar ár sem renna bæði til austurs og vesturs meðfram veginum.“ segir Víðir Reynisson, lögreglufulltrúi á Suðurlandi. Víðir var viðmælandi Kristjáns Más Unnarssonar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

„Við höfum gripið til ráðstafana og undirbúið lokun á veginum þegar að dimmir. Munum gera það ef þörf krefur.“

Minni bílar fá að aka sem leið liggur á þjóðveginum en Víðir og félagar munu fylgja stærri flutningabílum í gegnum svæðið. Talið er að rennsli hafi náð hámarki.

„Mér skilst á vatnamælingamönnum að toppurinn sé kominn hingað niður. Enda sjáum við hér að það skiptir metrum hvað vatnið hefur lækkað,“ segir Víðir. Hins vegar taki lengri tíma fyrir vatnið að komast í gegnum hraunið og þar eigi því enn eftir að koma toppurinn hvað varði straum vatns úr hrauninu.

Viðtal Kristjáns Más við Víði má sjá í spilaranum hér að neðan.
 


Tengdar fréttir

Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af

Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.