Sigmundur Davíð sáttur við femínistanafnbótina Una Sighvatsdóttir skrifar 3. október 2015 20:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir mikilvægt að karlar beiti sér af auknum krafti í jafnréttismálum. Financial Times hefur útnefnt hann einn af fremstu karlfemínistum heims, eins og Vísir greindi frá í gær. Forsætisráðherra er í hópi tíu karla sem Financial Times telur til sérstakrar fyrirmyndar sem femínistar. Sigmundur Davíð er ánægður með nafnbótina. „Hún leggst náttúrulega bara mjög vel í mig, ef við leggjum þann skilning í orðið að þetta snúist um jafnrétti," sagði Sigmundur Davíð í samtali við fréttastofu. Sigmundur segir útnefningu Financial Times þó fyrst og fremst jákvæða umsögn um stefnu íslenskra stjórnvalda, frekar en hann persónulega. „Ég geri ráð fyrir því að sú stefna sem að við erum sammála um, stjórnvöld, og höfum beitt okkur fyrir á almannavettvangi og ég hef verið talsmaður fyrir, að hún eigi nú kannski hvað stærstan þátt í þessu.“ Áfram stór hluti af utanríkisstefnu Íslands Jafnréttismál hafa verið lykilþáttur í utanríkisstefnu Íslands undanfarinn áratug og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ítrekaði að svo yrði áfram, í stefnuræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á föstudag. „Ísland mun halda áfram að vera leiðandi þegar kemr að jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna, ásamt mörgum öðrum ríkjum sem hafa skuldbundið sig þeim málstað. Í byrjun þessa árs stóð ég ásamt kollega mínum frá Súrínam fyrir vel heppnaðari barbershop ráðstefnu hér á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Markmiðið var að sameina krafta okkar til að virkja karlmenn í jafnréttisbaráttunni. Ég leit á þetta sem stuðning við HeForShe átak UN Women," sagði Gunnar Bragi í ræðu sinni. Hann bætti við að árangurinn af ráðstefnunni hefði verið slíkur að til stæði að endurtaka leikinn víðar.Vill virkja karla til femínismaForsætisráðherra segir útnefningu Financial Times hvatningu, en miklu skipti að karlleiðtogar séu áberandi í jafnréttisbaráttunni. „Það skiptir gríðarlega miklu máli og það er sú áhersla sem við höfum bætt í þetta af miklum krafti, núna síðustu 1-2 árin, að leggja áherslu á og reyna að fá karla, á Íslandi auðvitað en líka í öðrum löndum, til að beita sér af auknum krafti í jafnréttismálum. Því jafnréttismálin eru fyrir alla, þau snúast um almenn mannréttindi en ekki bara rétt kvenna eða karla," segir forsætisráðherra. Tengdar fréttir Sigmundur Davíð meðal fremstu karlfemínista heims Financial Times segir forsætisráðherra Íslands sanna fyrirmynd á sviði jafnréttismála. 2. október 2015 15:23 Bein útsending: Gunnar Bragi ávarpar allsherjarþing SÞ Utanríkisráðherra flytur ræðu sína eftir fáeinar mínútur. 2. október 2015 14:30 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir mikilvægt að karlar beiti sér af auknum krafti í jafnréttismálum. Financial Times hefur útnefnt hann einn af fremstu karlfemínistum heims, eins og Vísir greindi frá í gær. Forsætisráðherra er í hópi tíu karla sem Financial Times telur til sérstakrar fyrirmyndar sem femínistar. Sigmundur Davíð er ánægður með nafnbótina. „Hún leggst náttúrulega bara mjög vel í mig, ef við leggjum þann skilning í orðið að þetta snúist um jafnrétti," sagði Sigmundur Davíð í samtali við fréttastofu. Sigmundur segir útnefningu Financial Times þó fyrst og fremst jákvæða umsögn um stefnu íslenskra stjórnvalda, frekar en hann persónulega. „Ég geri ráð fyrir því að sú stefna sem að við erum sammála um, stjórnvöld, og höfum beitt okkur fyrir á almannavettvangi og ég hef verið talsmaður fyrir, að hún eigi nú kannski hvað stærstan þátt í þessu.“ Áfram stór hluti af utanríkisstefnu Íslands Jafnréttismál hafa verið lykilþáttur í utanríkisstefnu Íslands undanfarinn áratug og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ítrekaði að svo yrði áfram, í stefnuræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á föstudag. „Ísland mun halda áfram að vera leiðandi þegar kemr að jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna, ásamt mörgum öðrum ríkjum sem hafa skuldbundið sig þeim málstað. Í byrjun þessa árs stóð ég ásamt kollega mínum frá Súrínam fyrir vel heppnaðari barbershop ráðstefnu hér á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Markmiðið var að sameina krafta okkar til að virkja karlmenn í jafnréttisbaráttunni. Ég leit á þetta sem stuðning við HeForShe átak UN Women," sagði Gunnar Bragi í ræðu sinni. Hann bætti við að árangurinn af ráðstefnunni hefði verið slíkur að til stæði að endurtaka leikinn víðar.Vill virkja karla til femínismaForsætisráðherra segir útnefningu Financial Times hvatningu, en miklu skipti að karlleiðtogar séu áberandi í jafnréttisbaráttunni. „Það skiptir gríðarlega miklu máli og það er sú áhersla sem við höfum bætt í þetta af miklum krafti, núna síðustu 1-2 árin, að leggja áherslu á og reyna að fá karla, á Íslandi auðvitað en líka í öðrum löndum, til að beita sér af auknum krafti í jafnréttismálum. Því jafnréttismálin eru fyrir alla, þau snúast um almenn mannréttindi en ekki bara rétt kvenna eða karla," segir forsætisráðherra.
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð meðal fremstu karlfemínista heims Financial Times segir forsætisráðherra Íslands sanna fyrirmynd á sviði jafnréttismála. 2. október 2015 15:23 Bein útsending: Gunnar Bragi ávarpar allsherjarþing SÞ Utanríkisráðherra flytur ræðu sína eftir fáeinar mínútur. 2. október 2015 14:30 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira
Sigmundur Davíð meðal fremstu karlfemínista heims Financial Times segir forsætisráðherra Íslands sanna fyrirmynd á sviði jafnréttismála. 2. október 2015 15:23
Bein útsending: Gunnar Bragi ávarpar allsherjarþing SÞ Utanríkisráðherra flytur ræðu sína eftir fáeinar mínútur. 2. október 2015 14:30