Sigmundur Davíð sáttur við femínistanafnbótina Una Sighvatsdóttir skrifar 3. október 2015 20:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir mikilvægt að karlar beiti sér af auknum krafti í jafnréttismálum. Financial Times hefur útnefnt hann einn af fremstu karlfemínistum heims, eins og Vísir greindi frá í gær. Forsætisráðherra er í hópi tíu karla sem Financial Times telur til sérstakrar fyrirmyndar sem femínistar. Sigmundur Davíð er ánægður með nafnbótina. „Hún leggst náttúrulega bara mjög vel í mig, ef við leggjum þann skilning í orðið að þetta snúist um jafnrétti," sagði Sigmundur Davíð í samtali við fréttastofu. Sigmundur segir útnefningu Financial Times þó fyrst og fremst jákvæða umsögn um stefnu íslenskra stjórnvalda, frekar en hann persónulega. „Ég geri ráð fyrir því að sú stefna sem að við erum sammála um, stjórnvöld, og höfum beitt okkur fyrir á almannavettvangi og ég hef verið talsmaður fyrir, að hún eigi nú kannski hvað stærstan þátt í þessu.“ Áfram stór hluti af utanríkisstefnu Íslands Jafnréttismál hafa verið lykilþáttur í utanríkisstefnu Íslands undanfarinn áratug og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ítrekaði að svo yrði áfram, í stefnuræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á föstudag. „Ísland mun halda áfram að vera leiðandi þegar kemr að jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna, ásamt mörgum öðrum ríkjum sem hafa skuldbundið sig þeim málstað. Í byrjun þessa árs stóð ég ásamt kollega mínum frá Súrínam fyrir vel heppnaðari barbershop ráðstefnu hér á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Markmiðið var að sameina krafta okkar til að virkja karlmenn í jafnréttisbaráttunni. Ég leit á þetta sem stuðning við HeForShe átak UN Women," sagði Gunnar Bragi í ræðu sinni. Hann bætti við að árangurinn af ráðstefnunni hefði verið slíkur að til stæði að endurtaka leikinn víðar.Vill virkja karla til femínismaForsætisráðherra segir útnefningu Financial Times hvatningu, en miklu skipti að karlleiðtogar séu áberandi í jafnréttisbaráttunni. „Það skiptir gríðarlega miklu máli og það er sú áhersla sem við höfum bætt í þetta af miklum krafti, núna síðustu 1-2 árin, að leggja áherslu á og reyna að fá karla, á Íslandi auðvitað en líka í öðrum löndum, til að beita sér af auknum krafti í jafnréttismálum. Því jafnréttismálin eru fyrir alla, þau snúast um almenn mannréttindi en ekki bara rétt kvenna eða karla," segir forsætisráðherra. Tengdar fréttir Sigmundur Davíð meðal fremstu karlfemínista heims Financial Times segir forsætisráðherra Íslands sanna fyrirmynd á sviði jafnréttismála. 2. október 2015 15:23 Bein útsending: Gunnar Bragi ávarpar allsherjarþing SÞ Utanríkisráðherra flytur ræðu sína eftir fáeinar mínútur. 2. október 2015 14:30 Mest lesið Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir mikilvægt að karlar beiti sér af auknum krafti í jafnréttismálum. Financial Times hefur útnefnt hann einn af fremstu karlfemínistum heims, eins og Vísir greindi frá í gær. Forsætisráðherra er í hópi tíu karla sem Financial Times telur til sérstakrar fyrirmyndar sem femínistar. Sigmundur Davíð er ánægður með nafnbótina. „Hún leggst náttúrulega bara mjög vel í mig, ef við leggjum þann skilning í orðið að þetta snúist um jafnrétti," sagði Sigmundur Davíð í samtali við fréttastofu. Sigmundur segir útnefningu Financial Times þó fyrst og fremst jákvæða umsögn um stefnu íslenskra stjórnvalda, frekar en hann persónulega. „Ég geri ráð fyrir því að sú stefna sem að við erum sammála um, stjórnvöld, og höfum beitt okkur fyrir á almannavettvangi og ég hef verið talsmaður fyrir, að hún eigi nú kannski hvað stærstan þátt í þessu.“ Áfram stór hluti af utanríkisstefnu Íslands Jafnréttismál hafa verið lykilþáttur í utanríkisstefnu Íslands undanfarinn áratug og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ítrekaði að svo yrði áfram, í stefnuræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á föstudag. „Ísland mun halda áfram að vera leiðandi þegar kemr að jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna, ásamt mörgum öðrum ríkjum sem hafa skuldbundið sig þeim málstað. Í byrjun þessa árs stóð ég ásamt kollega mínum frá Súrínam fyrir vel heppnaðari barbershop ráðstefnu hér á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Markmiðið var að sameina krafta okkar til að virkja karlmenn í jafnréttisbaráttunni. Ég leit á þetta sem stuðning við HeForShe átak UN Women," sagði Gunnar Bragi í ræðu sinni. Hann bætti við að árangurinn af ráðstefnunni hefði verið slíkur að til stæði að endurtaka leikinn víðar.Vill virkja karla til femínismaForsætisráðherra segir útnefningu Financial Times hvatningu, en miklu skipti að karlleiðtogar séu áberandi í jafnréttisbaráttunni. „Það skiptir gríðarlega miklu máli og það er sú áhersla sem við höfum bætt í þetta af miklum krafti, núna síðustu 1-2 árin, að leggja áherslu á og reyna að fá karla, á Íslandi auðvitað en líka í öðrum löndum, til að beita sér af auknum krafti í jafnréttismálum. Því jafnréttismálin eru fyrir alla, þau snúast um almenn mannréttindi en ekki bara rétt kvenna eða karla," segir forsætisráðherra.
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð meðal fremstu karlfemínista heims Financial Times segir forsætisráðherra Íslands sanna fyrirmynd á sviði jafnréttismála. 2. október 2015 15:23 Bein útsending: Gunnar Bragi ávarpar allsherjarþing SÞ Utanríkisráðherra flytur ræðu sína eftir fáeinar mínútur. 2. október 2015 14:30 Mest lesið Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ Sjá meira
Sigmundur Davíð meðal fremstu karlfemínista heims Financial Times segir forsætisráðherra Íslands sanna fyrirmynd á sviði jafnréttismála. 2. október 2015 15:23
Bein útsending: Gunnar Bragi ávarpar allsherjarþing SÞ Utanríkisráðherra flytur ræðu sína eftir fáeinar mínútur. 2. október 2015 14:30