Þorgerður Katrín: Flokkurinn hefur alltaf látið sér nægja eina konu sem fjarvistarsönnun Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 4. október 2015 16:26 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu, en viðtalið má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Í viðtalinu ræddi Þorgerður pólítíkina, mikilvægi iðnnáms og flokkinn sinn sem hún segir að þurfi að breytast.Verður kona einhverntíma formaður Sjálfstæðisflokksins? „Já. Ég held að sú manneskja sem tekur við af Bjarna Ben verði kona. Ef ég verð áfram í flokknum mun ég líka berjast fyrir því. Flokkurinn má ekki fletja sína sýn og stefnu í jafnréttismálum og ekki gera þá stefnu að einhverju þynnildi vegna þess að það eru nokkrir í flokknum sem finnst óþægilegt að tala um jafnréttismál. Massinn í flokknum vill tala um jafnréttismál.“ Aðspurð segir hún þó enn eima eftir af gömlum viðhorfum. „Já, ég verð nú bara að vera hreinskilin með það. Maður fær enn að heyra athugasemdir eins og, hvað eru þið stelpurnar nú að vasast? Það er svosem ekkert bara innan flokksins, það er víða. En nú finn ég að það er að koma inn mjög sterkt fólk í gegnum ungliðahreyfingarnar, sem hefur án efa mikið að segja um þessi mál. Ég ætla að fá að biðja flokkinn minn að hlusta á það fólk, ekki bara fylla einhvern kvóta af konum og ungu fólki. Ekki vera að þykjast eitthvað.“Fyrir okkur sem stöndum utan við flokkinn þá finnst manni konur einhvern veginn aldrei vera aðal í Sjálfstæðisflokknum? „Flokkurinn, í ljósi sögunnar, hefur alltaf látið sér nægja að hafa einhverja eina konu einhverstaðar sem ákveðna fjarvistarsönnun fyrir því að það sé bara allt í lagi. Það er það sem mér fannst svo mikilvægt þegar Bjarni Ben lýsti því yfir að ef flokkurinn kæmist í ríkisstjórn yrðu jöfn hlutfall karla og kvenna í ráðherrastólum. Nú er það svo að það er eins nálægt því og við komumst, fimm ráðherrar, þar af tvær konur. Það er gríðarlega mikilvægt. Ég hef sagt frá því að ég var eina konan í ríkisstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn og síðan kom Sigríður Anna inn. Það breytti miklu og var allt annað. Við Sigríður Anna vorum ekkert endilega sammála um um alla aðferðarfræði, en það var allt annað að vera ekki eina stelpan, eina konan, því það er bara þannig að strákarnir tala alltaf meira saman. Svo þegar hún fór, og ég varð aftur eina konan í ráðherrastól fann ég fyrir því. Konur mega ekki vera einar í flokknum. Það er svo mikilvægt að láta konur finna fyrir því að þær hafi breiðan stuðning, karla en ekki síst kvenna innan flokksins, að það sé staðið með þeim og þeim klappað á bakið. En þetta er líka það sem karlarnir þurfa að vita. Bakland kvenna er mjög sterkt, og það verður alltaf sterkara og þeir þurfa einfaldlega að fara að vara sig.“ Tengdar fréttir Föstudagsviðtalið: Sjálfstæðisflokkurinn þarf að breytast Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ræðir þörfina á aukinni iðnmenntun, Sjálfstæðisflokkinn og flöt fyrir nýju stjórnmálaafli. 2. október 2015 07:00 Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Dónatal í desember Erlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu, en viðtalið má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Í viðtalinu ræddi Þorgerður pólítíkina, mikilvægi iðnnáms og flokkinn sinn sem hún segir að þurfi að breytast.Verður kona einhverntíma formaður Sjálfstæðisflokksins? „Já. Ég held að sú manneskja sem tekur við af Bjarna Ben verði kona. Ef ég verð áfram í flokknum mun ég líka berjast fyrir því. Flokkurinn má ekki fletja sína sýn og stefnu í jafnréttismálum og ekki gera þá stefnu að einhverju þynnildi vegna þess að það eru nokkrir í flokknum sem finnst óþægilegt að tala um jafnréttismál. Massinn í flokknum vill tala um jafnréttismál.“ Aðspurð segir hún þó enn eima eftir af gömlum viðhorfum. „Já, ég verð nú bara að vera hreinskilin með það. Maður fær enn að heyra athugasemdir eins og, hvað eru þið stelpurnar nú að vasast? Það er svosem ekkert bara innan flokksins, það er víða. En nú finn ég að það er að koma inn mjög sterkt fólk í gegnum ungliðahreyfingarnar, sem hefur án efa mikið að segja um þessi mál. Ég ætla að fá að biðja flokkinn minn að hlusta á það fólk, ekki bara fylla einhvern kvóta af konum og ungu fólki. Ekki vera að þykjast eitthvað.“Fyrir okkur sem stöndum utan við flokkinn þá finnst manni konur einhvern veginn aldrei vera aðal í Sjálfstæðisflokknum? „Flokkurinn, í ljósi sögunnar, hefur alltaf látið sér nægja að hafa einhverja eina konu einhverstaðar sem ákveðna fjarvistarsönnun fyrir því að það sé bara allt í lagi. Það er það sem mér fannst svo mikilvægt þegar Bjarni Ben lýsti því yfir að ef flokkurinn kæmist í ríkisstjórn yrðu jöfn hlutfall karla og kvenna í ráðherrastólum. Nú er það svo að það er eins nálægt því og við komumst, fimm ráðherrar, þar af tvær konur. Það er gríðarlega mikilvægt. Ég hef sagt frá því að ég var eina konan í ríkisstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn og síðan kom Sigríður Anna inn. Það breytti miklu og var allt annað. Við Sigríður Anna vorum ekkert endilega sammála um um alla aðferðarfræði, en það var allt annað að vera ekki eina stelpan, eina konan, því það er bara þannig að strákarnir tala alltaf meira saman. Svo þegar hún fór, og ég varð aftur eina konan í ráðherrastól fann ég fyrir því. Konur mega ekki vera einar í flokknum. Það er svo mikilvægt að láta konur finna fyrir því að þær hafi breiðan stuðning, karla en ekki síst kvenna innan flokksins, að það sé staðið með þeim og þeim klappað á bakið. En þetta er líka það sem karlarnir þurfa að vita. Bakland kvenna er mjög sterkt, og það verður alltaf sterkara og þeir þurfa einfaldlega að fara að vara sig.“
Tengdar fréttir Föstudagsviðtalið: Sjálfstæðisflokkurinn þarf að breytast Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ræðir þörfina á aukinni iðnmenntun, Sjálfstæðisflokkinn og flöt fyrir nýju stjórnmálaafli. 2. október 2015 07:00 Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Dónatal í desember Erlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira
Föstudagsviðtalið: Sjálfstæðisflokkurinn þarf að breytast Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ræðir þörfina á aukinni iðnmenntun, Sjálfstæðisflokkinn og flöt fyrir nýju stjórnmálaafli. 2. október 2015 07:00