Ekki þörf á sérstökum drónalögum Una Sighvatsdóttir skrifar 5. október 2015 19:30 Ólöf Nordal innanríkisráðherra. Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði innanríkisráðherra á Alþingi í dag hvort hún hyggðist beita sér fyrir almennri löggjöf um notkun dróna. Tilefnið er meðal annars aukin drónanotkun almennings. „Við höfum séð dróna til dæmis sveimandi yfir á menningarnótt. Ég ræddi við aðila í morgun sem sagði mér að fjórir slíkir hefðu verið á ferð á toppi Esjunnar þar sem hann var á gangi um helgina,“ sagði Katrín. Sömuleiðis væru dæmi þess að drónar svífi yfir fólki þar sem það liggi í sólbaði á svölunum heima hjá sér. „Svo bárust af því fregnir að drónar hafi verið á flugi fyrir utan gluggann í seðlabankanum. Þetta hljómar allt eins og einhvers konar vísindaskáldskapur en þetta er nú svona samt,“ bætti Katrín við og vísaði þar í fréttir Stöðvar 2 á föstudag þar sem sagði frá því að starfsfólk Seðlabanka Íslands hafi séð drón á flugi óþægilega nærri gluggum, á skrifstofum þar sem sýslað er með ýmsar trúnaðarupplýsingar. Katrín tók fram að tæknin væri spennandi og myndi án efa hafa ýmis tækifæri í för með sér. Hún sagðist hinsvegar telja að skýrari reglur muni frekar verða til þess að auka notkun dróna í atvinnulífinu, enda væru fordæmi þess í Frakklandi sem riðið hefði á vaðið með reglusetningum um dróna.Spurning hversu langt eigi að gangaÓlöf Nordal innanríkisráðherra svaraði því til að hún telji ekki þörf á sérstökum lögum um dróna. Hún boðaði hinsvegar að drög að reglugerð um notkun þeirra verði birt á vef ráðuneytisins í þessari viku til umsagnar fyrir almenning. Tæknin væri að þróast mjög hratt og rétt að velta fyrir sér hve langt eigi að ganga, enda hafi spurningar vaknað vegna víðtækari notkun slíkra tækja, bæði um öryggi fólks í loftrými og á jörðu niðri, sem og spurningar um einkalíf fólks. Sjálf sagðist Ólöf hafa skoðað reglugerðardrögin en hún treysti sér ekki sjálf til að kveða upp um hvaða ákvæði ættu þar heima og hver ekki, en hún sæi enga ástæðu til að bíða lengur með að birta drögin. „Mér finnst að við eigum að gæta þess í þessu að stilla kannski regluþörfum okkar í einhvers konar hóf en þó hafa ákveðin friðhelgissjónarmið til grundvallar og að sjálfsögðu öryggissjónarmið líka, þegar við lítum til þessara farartækja, ég veit ekki hvað maður á að segja, flygildi,“ sagði Ólöf.Hræðsla við nýja tækni skiljanlegHelgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók undir með Ólöfu og sagði notkun dróna víðsvegar í þjóðfélaginu kalla á að sest verði yfir málið og búið vel að reglugerðum með persónuverndar- og öryggissjónarmið í huga. „Þó vil ég segja það að þegar kemur að nýrri tækni hefur fólk líka tilhneigingu til að vera pínulítið hrætt, eðlilega. En ég legg samt til að við setjum ekki reglur nema við sjáum til þess ástæðu, vegna þess að tækifæri leynast þar sem við síst búumst við því.“ Tengdar fréttir Drón á sveimi við Seðlabanka Íslands Þess eru dæmi að drónum sé flogið óþægilega nærri gluggum opinberra bygginga. Drög að reglugerð um notkun ómannaðra loftfara hafa beðið í innanríkisráðuneytinu síðan í sumar. 2. október 2015 19:13 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði innanríkisráðherra á Alþingi í dag hvort hún hyggðist beita sér fyrir almennri löggjöf um notkun dróna. Tilefnið er meðal annars aukin drónanotkun almennings. „Við höfum séð dróna til dæmis sveimandi yfir á menningarnótt. Ég ræddi við aðila í morgun sem sagði mér að fjórir slíkir hefðu verið á ferð á toppi Esjunnar þar sem hann var á gangi um helgina,“ sagði Katrín. Sömuleiðis væru dæmi þess að drónar svífi yfir fólki þar sem það liggi í sólbaði á svölunum heima hjá sér. „Svo bárust af því fregnir að drónar hafi verið á flugi fyrir utan gluggann í seðlabankanum. Þetta hljómar allt eins og einhvers konar vísindaskáldskapur en þetta er nú svona samt,“ bætti Katrín við og vísaði þar í fréttir Stöðvar 2 á föstudag þar sem sagði frá því að starfsfólk Seðlabanka Íslands hafi séð drón á flugi óþægilega nærri gluggum, á skrifstofum þar sem sýslað er með ýmsar trúnaðarupplýsingar. Katrín tók fram að tæknin væri spennandi og myndi án efa hafa ýmis tækifæri í för með sér. Hún sagðist hinsvegar telja að skýrari reglur muni frekar verða til þess að auka notkun dróna í atvinnulífinu, enda væru fordæmi þess í Frakklandi sem riðið hefði á vaðið með reglusetningum um dróna.Spurning hversu langt eigi að gangaÓlöf Nordal innanríkisráðherra svaraði því til að hún telji ekki þörf á sérstökum lögum um dróna. Hún boðaði hinsvegar að drög að reglugerð um notkun þeirra verði birt á vef ráðuneytisins í þessari viku til umsagnar fyrir almenning. Tæknin væri að þróast mjög hratt og rétt að velta fyrir sér hve langt eigi að ganga, enda hafi spurningar vaknað vegna víðtækari notkun slíkra tækja, bæði um öryggi fólks í loftrými og á jörðu niðri, sem og spurningar um einkalíf fólks. Sjálf sagðist Ólöf hafa skoðað reglugerðardrögin en hún treysti sér ekki sjálf til að kveða upp um hvaða ákvæði ættu þar heima og hver ekki, en hún sæi enga ástæðu til að bíða lengur með að birta drögin. „Mér finnst að við eigum að gæta þess í þessu að stilla kannski regluþörfum okkar í einhvers konar hóf en þó hafa ákveðin friðhelgissjónarmið til grundvallar og að sjálfsögðu öryggissjónarmið líka, þegar við lítum til þessara farartækja, ég veit ekki hvað maður á að segja, flygildi,“ sagði Ólöf.Hræðsla við nýja tækni skiljanlegHelgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók undir með Ólöfu og sagði notkun dróna víðsvegar í þjóðfélaginu kalla á að sest verði yfir málið og búið vel að reglugerðum með persónuverndar- og öryggissjónarmið í huga. „Þó vil ég segja það að þegar kemur að nýrri tækni hefur fólk líka tilhneigingu til að vera pínulítið hrætt, eðlilega. En ég legg samt til að við setjum ekki reglur nema við sjáum til þess ástæðu, vegna þess að tækifæri leynast þar sem við síst búumst við því.“
Tengdar fréttir Drón á sveimi við Seðlabanka Íslands Þess eru dæmi að drónum sé flogið óþægilega nærri gluggum opinberra bygginga. Drög að reglugerð um notkun ómannaðra loftfara hafa beðið í innanríkisráðuneytinu síðan í sumar. 2. október 2015 19:13 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Drón á sveimi við Seðlabanka Íslands Þess eru dæmi að drónum sé flogið óþægilega nærri gluggum opinberra bygginga. Drög að reglugerð um notkun ómannaðra loftfara hafa beðið í innanríkisráðuneytinu síðan í sumar. 2. október 2015 19:13