Lögreglan fylgdist með hollenska bílnum í nokkra daga Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. október 2015 07:00 Tveir Hollendingar komu með bifreiðina hingað til lands með Norrænu þann 22. september síðastliðinn. vísir/gva Fólksbíll sem lögreglan lagði hald á síðastliðinn mánudag vegna gruns um að fíkniefni væru í honum var vaktaður af fíkniefnalögreglunni í nokkra daga þar sem hann stóð óhreyfður á bílaplani. Fréttablaðið greindi frá því í gær að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði lagt hald á tugi kílóa af sterkum fíkniefnum sem fundust í bílnum. Fjórir einstaklingar sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Tveir þeirra eru Íslendingar og tveir Hollendingar. Þeir eru á þrítugs- og fertugsaldri. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru efnin sem um ræðir kókaín og amfetamín og hleypur götuverð efnanna á hundruðum milljóna. Tveir Hollendingar komu með bifreiðina hingað til lands með Norrænu þann 22. september síðastliðinn. Tollverðir á Seyðisfirði leituðu í bifreiðinni eftir að fíkniefnahundur tollgæslunnar sýndi bílnum athygli. Engin efni fundust þó í bílnum við leitina og hélt fólkið sína leið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gerði tollgæslan lögreglu þó viðvart um að grunur léki á að fíkniefni væru í bifreiðinni. Í kjölfarið vaktaði lögregla bílinn. Hollendingarnir yfirgáfu bílinn í nokkra daga og stóð hann óhreyfður á bílaplani. Einstaklingarnir fjórir voru handteknir eftir að Hollendingarnir fóru af stað á bílnum og hittu annan móttakanda efnanna. Við leit lögreglu í bílnum fundust fíkniefnin. Það má því gefa sér að efnin hafi verið vel falin þar sem efnin fundust ekki við fyrstu leit. Lögreglan vill ekki veita upplýsingar um málið að svo stöddu vegna rannsóknarhagsmuna. Aldís Hilmarsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að um væri að ræða mjög stórt mál á íslenskan mælikvarða. Þetta er þriðja stóra fíkniefnamálið sem komið hefur upp á Íslandi á stuttum tíma. Tollverðir á Seyðisfirði fundu 80 kílógrömm af MDMA í húsbíl sem kom einnig með Norrænu til Seyðisfjarðar í byrjun september síðastliðins. Hollenskt par situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Bæði málin eru með stærstu fíkniefnamálum sem komið hafa upp hér á landi. Þá voru hollenskar mæðgur stöðvaðar með tæplega tuttugu kíló af fíkniefnum í Leifsstöð um páskana.Hólmgeir Elías Flosasonmynd/versuslögmenn„Skjólstæðingur minn lýsir yfir sakleysi sínu. Hann hefur aldrei komist í kast við lögin og veit ekkert hverjir hinir einstaklingarnir eru,“ segir Hólmgeir Elías Flosason, verjandi eins þeirra grunuðu sem ekki voru á staðnum við móttöku efnanna. Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Fólksbíll sem lögreglan lagði hald á síðastliðinn mánudag vegna gruns um að fíkniefni væru í honum var vaktaður af fíkniefnalögreglunni í nokkra daga þar sem hann stóð óhreyfður á bílaplani. Fréttablaðið greindi frá því í gær að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði lagt hald á tugi kílóa af sterkum fíkniefnum sem fundust í bílnum. Fjórir einstaklingar sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Tveir þeirra eru Íslendingar og tveir Hollendingar. Þeir eru á þrítugs- og fertugsaldri. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru efnin sem um ræðir kókaín og amfetamín og hleypur götuverð efnanna á hundruðum milljóna. Tveir Hollendingar komu með bifreiðina hingað til lands með Norrænu þann 22. september síðastliðinn. Tollverðir á Seyðisfirði leituðu í bifreiðinni eftir að fíkniefnahundur tollgæslunnar sýndi bílnum athygli. Engin efni fundust þó í bílnum við leitina og hélt fólkið sína leið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gerði tollgæslan lögreglu þó viðvart um að grunur léki á að fíkniefni væru í bifreiðinni. Í kjölfarið vaktaði lögregla bílinn. Hollendingarnir yfirgáfu bílinn í nokkra daga og stóð hann óhreyfður á bílaplani. Einstaklingarnir fjórir voru handteknir eftir að Hollendingarnir fóru af stað á bílnum og hittu annan móttakanda efnanna. Við leit lögreglu í bílnum fundust fíkniefnin. Það má því gefa sér að efnin hafi verið vel falin þar sem efnin fundust ekki við fyrstu leit. Lögreglan vill ekki veita upplýsingar um málið að svo stöddu vegna rannsóknarhagsmuna. Aldís Hilmarsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að um væri að ræða mjög stórt mál á íslenskan mælikvarða. Þetta er þriðja stóra fíkniefnamálið sem komið hefur upp á Íslandi á stuttum tíma. Tollverðir á Seyðisfirði fundu 80 kílógrömm af MDMA í húsbíl sem kom einnig með Norrænu til Seyðisfjarðar í byrjun september síðastliðins. Hollenskt par situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Bæði málin eru með stærstu fíkniefnamálum sem komið hafa upp hér á landi. Þá voru hollenskar mæðgur stöðvaðar með tæplega tuttugu kíló af fíkniefnum í Leifsstöð um páskana.Hólmgeir Elías Flosasonmynd/versuslögmenn„Skjólstæðingur minn lýsir yfir sakleysi sínu. Hann hefur aldrei komist í kast við lögin og veit ekkert hverjir hinir einstaklingarnir eru,“ segir Hólmgeir Elías Flosason, verjandi eins þeirra grunuðu sem ekki voru á staðnum við móttöku efnanna.
Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira