Segir ríkið hafa mætt tómhent á fund Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 7. október 2015 07:00 Árni Stefán Jónsson Samningafundi SFR, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna með samninganefnd ríkisins lauk í gær án niðurstöðu. Að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR, mætti ríkið tómhent til fundarins og því ekkert að semja um. Félagsmenn SFR og sjúkraliðafélagsins stefna að öllu óbreyttu í allsherjarverkfall þann 15. október. Þá slitnaði á mánudagskvöld upp úr viðræðum svokallaðs SALEK-hóps. Í hópnum eru fulltrúar viðsemjenda á almennum og opinberum vinnumarkaði sem hafa unnið að því undanfarin þrjú ár að innleiða bætt vinnubrögð við gerð kjarasamninga á Íslandi. Eitt markmiða hópsins var að freista þess að ná samkomulagi sem stuðlaði að varanlegri kaupmáttaraukningu án þess að verðbólga fari úr böndunum.Þorsteinn Víglundsson„Þetta eru mjög mikil vonbrigði að þetta skuli fara svona,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hópur hagfræðinga sem starfa hjá vinnumarkaðssamtökum segja í minnisblaði að ef ekki verði brugðist við muni verðbólga vaxa, vextir hækka og gengi krónunnar lækka. Þorsteinn segir að ef óbreytt ástand í kjaraviðræðum fái að viðgangast blasi við grafalvarleg staða í hagkerfinu. Þorsteinn segir ástæðu þess að upp úr slitnaði, að heildarsamtök opinberra starfsmanna gátu ekki unnið á þeim grundvelli sem lagt var upp með. Hann segir umframhækkanir launa halda áfram með niðurstöðu gerðardóms og kröfugerð opinberra starfsmanna en þær taki ekki mið af efnahagsástandi. „Þetta minnir óþægilega mikið á þegar uppi voru varnaðarorð fyrir um tíu árum síðan í síðustu uppsveiflu. Þá voru varnaðarorð hunsuð eins og frægt er orðið og innan þriggja ára var hagkerfið búið að taka á sig mikinn skell,“ segir Þorsteinn. Árni Stefán, formaður SFR, segir málflutning Þorsteins óheiðarlegan hvað SALEK-hópinn varðar. „Við lítum ekki svo á að verið sé að slíta einu né neinu,“ segir hann. Árni segir það réttlætismál að félagsmenn þeirra félaga sem nú eru að semja fái álíka launahækkanir og aðrir opinberir starfsmenn. „Við höfum sagt þeim að við erum tilbúnir til að taka upp viðræður aftur um leið og búið er að klára kjarasamninga.“ Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Tekist á um tillögur að breyttri gjaldskrá leikskóla Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Samningafundi SFR, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna með samninganefnd ríkisins lauk í gær án niðurstöðu. Að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR, mætti ríkið tómhent til fundarins og því ekkert að semja um. Félagsmenn SFR og sjúkraliðafélagsins stefna að öllu óbreyttu í allsherjarverkfall þann 15. október. Þá slitnaði á mánudagskvöld upp úr viðræðum svokallaðs SALEK-hóps. Í hópnum eru fulltrúar viðsemjenda á almennum og opinberum vinnumarkaði sem hafa unnið að því undanfarin þrjú ár að innleiða bætt vinnubrögð við gerð kjarasamninga á Íslandi. Eitt markmiða hópsins var að freista þess að ná samkomulagi sem stuðlaði að varanlegri kaupmáttaraukningu án þess að verðbólga fari úr böndunum.Þorsteinn Víglundsson„Þetta eru mjög mikil vonbrigði að þetta skuli fara svona,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hópur hagfræðinga sem starfa hjá vinnumarkaðssamtökum segja í minnisblaði að ef ekki verði brugðist við muni verðbólga vaxa, vextir hækka og gengi krónunnar lækka. Þorsteinn segir að ef óbreytt ástand í kjaraviðræðum fái að viðgangast blasi við grafalvarleg staða í hagkerfinu. Þorsteinn segir ástæðu þess að upp úr slitnaði, að heildarsamtök opinberra starfsmanna gátu ekki unnið á þeim grundvelli sem lagt var upp með. Hann segir umframhækkanir launa halda áfram með niðurstöðu gerðardóms og kröfugerð opinberra starfsmanna en þær taki ekki mið af efnahagsástandi. „Þetta minnir óþægilega mikið á þegar uppi voru varnaðarorð fyrir um tíu árum síðan í síðustu uppsveiflu. Þá voru varnaðarorð hunsuð eins og frægt er orðið og innan þriggja ára var hagkerfið búið að taka á sig mikinn skell,“ segir Þorsteinn. Árni Stefán, formaður SFR, segir málflutning Þorsteins óheiðarlegan hvað SALEK-hópinn varðar. „Við lítum ekki svo á að verið sé að slíta einu né neinu,“ segir hann. Árni segir það réttlætismál að félagsmenn þeirra félaga sem nú eru að semja fái álíka launahækkanir og aðrir opinberir starfsmenn. „Við höfum sagt þeim að við erum tilbúnir til að taka upp viðræður aftur um leið og búið er að klára kjarasamninga.“
Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Tekist á um tillögur að breyttri gjaldskrá leikskóla Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum