Segir ríkið hafa mætt tómhent á fund Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 7. október 2015 07:00 Árni Stefán Jónsson Samningafundi SFR, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna með samninganefnd ríkisins lauk í gær án niðurstöðu. Að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR, mætti ríkið tómhent til fundarins og því ekkert að semja um. Félagsmenn SFR og sjúkraliðafélagsins stefna að öllu óbreyttu í allsherjarverkfall þann 15. október. Þá slitnaði á mánudagskvöld upp úr viðræðum svokallaðs SALEK-hóps. Í hópnum eru fulltrúar viðsemjenda á almennum og opinberum vinnumarkaði sem hafa unnið að því undanfarin þrjú ár að innleiða bætt vinnubrögð við gerð kjarasamninga á Íslandi. Eitt markmiða hópsins var að freista þess að ná samkomulagi sem stuðlaði að varanlegri kaupmáttaraukningu án þess að verðbólga fari úr böndunum.Þorsteinn Víglundsson„Þetta eru mjög mikil vonbrigði að þetta skuli fara svona,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hópur hagfræðinga sem starfa hjá vinnumarkaðssamtökum segja í minnisblaði að ef ekki verði brugðist við muni verðbólga vaxa, vextir hækka og gengi krónunnar lækka. Þorsteinn segir að ef óbreytt ástand í kjaraviðræðum fái að viðgangast blasi við grafalvarleg staða í hagkerfinu. Þorsteinn segir ástæðu þess að upp úr slitnaði, að heildarsamtök opinberra starfsmanna gátu ekki unnið á þeim grundvelli sem lagt var upp með. Hann segir umframhækkanir launa halda áfram með niðurstöðu gerðardóms og kröfugerð opinberra starfsmanna en þær taki ekki mið af efnahagsástandi. „Þetta minnir óþægilega mikið á þegar uppi voru varnaðarorð fyrir um tíu árum síðan í síðustu uppsveiflu. Þá voru varnaðarorð hunsuð eins og frægt er orðið og innan þriggja ára var hagkerfið búið að taka á sig mikinn skell,“ segir Þorsteinn. Árni Stefán, formaður SFR, segir málflutning Þorsteins óheiðarlegan hvað SALEK-hópinn varðar. „Við lítum ekki svo á að verið sé að slíta einu né neinu,“ segir hann. Árni segir það réttlætismál að félagsmenn þeirra félaga sem nú eru að semja fái álíka launahækkanir og aðrir opinberir starfsmenn. „Við höfum sagt þeim að við erum tilbúnir til að taka upp viðræður aftur um leið og búið er að klára kjarasamninga.“ Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Samningafundi SFR, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna með samninganefnd ríkisins lauk í gær án niðurstöðu. Að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR, mætti ríkið tómhent til fundarins og því ekkert að semja um. Félagsmenn SFR og sjúkraliðafélagsins stefna að öllu óbreyttu í allsherjarverkfall þann 15. október. Þá slitnaði á mánudagskvöld upp úr viðræðum svokallaðs SALEK-hóps. Í hópnum eru fulltrúar viðsemjenda á almennum og opinberum vinnumarkaði sem hafa unnið að því undanfarin þrjú ár að innleiða bætt vinnubrögð við gerð kjarasamninga á Íslandi. Eitt markmiða hópsins var að freista þess að ná samkomulagi sem stuðlaði að varanlegri kaupmáttaraukningu án þess að verðbólga fari úr böndunum.Þorsteinn Víglundsson„Þetta eru mjög mikil vonbrigði að þetta skuli fara svona,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hópur hagfræðinga sem starfa hjá vinnumarkaðssamtökum segja í minnisblaði að ef ekki verði brugðist við muni verðbólga vaxa, vextir hækka og gengi krónunnar lækka. Þorsteinn segir að ef óbreytt ástand í kjaraviðræðum fái að viðgangast blasi við grafalvarleg staða í hagkerfinu. Þorsteinn segir ástæðu þess að upp úr slitnaði, að heildarsamtök opinberra starfsmanna gátu ekki unnið á þeim grundvelli sem lagt var upp með. Hann segir umframhækkanir launa halda áfram með niðurstöðu gerðardóms og kröfugerð opinberra starfsmanna en þær taki ekki mið af efnahagsástandi. „Þetta minnir óþægilega mikið á þegar uppi voru varnaðarorð fyrir um tíu árum síðan í síðustu uppsveiflu. Þá voru varnaðarorð hunsuð eins og frægt er orðið og innan þriggja ára var hagkerfið búið að taka á sig mikinn skell,“ segir Þorsteinn. Árni Stefán, formaður SFR, segir málflutning Þorsteins óheiðarlegan hvað SALEK-hópinn varðar. „Við lítum ekki svo á að verið sé að slíta einu né neinu,“ segir hann. Árni segir það réttlætismál að félagsmenn þeirra félaga sem nú eru að semja fái álíka launahækkanir og aðrir opinberir starfsmenn. „Við höfum sagt þeim að við erum tilbúnir til að taka upp viðræður aftur um leið og búið er að klára kjarasamninga.“
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira