Segir ríkið hafa mætt tómhent á fund Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 7. október 2015 07:00 Árni Stefán Jónsson Samningafundi SFR, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna með samninganefnd ríkisins lauk í gær án niðurstöðu. Að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR, mætti ríkið tómhent til fundarins og því ekkert að semja um. Félagsmenn SFR og sjúkraliðafélagsins stefna að öllu óbreyttu í allsherjarverkfall þann 15. október. Þá slitnaði á mánudagskvöld upp úr viðræðum svokallaðs SALEK-hóps. Í hópnum eru fulltrúar viðsemjenda á almennum og opinberum vinnumarkaði sem hafa unnið að því undanfarin þrjú ár að innleiða bætt vinnubrögð við gerð kjarasamninga á Íslandi. Eitt markmiða hópsins var að freista þess að ná samkomulagi sem stuðlaði að varanlegri kaupmáttaraukningu án þess að verðbólga fari úr böndunum.Þorsteinn Víglundsson„Þetta eru mjög mikil vonbrigði að þetta skuli fara svona,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hópur hagfræðinga sem starfa hjá vinnumarkaðssamtökum segja í minnisblaði að ef ekki verði brugðist við muni verðbólga vaxa, vextir hækka og gengi krónunnar lækka. Þorsteinn segir að ef óbreytt ástand í kjaraviðræðum fái að viðgangast blasi við grafalvarleg staða í hagkerfinu. Þorsteinn segir ástæðu þess að upp úr slitnaði, að heildarsamtök opinberra starfsmanna gátu ekki unnið á þeim grundvelli sem lagt var upp með. Hann segir umframhækkanir launa halda áfram með niðurstöðu gerðardóms og kröfugerð opinberra starfsmanna en þær taki ekki mið af efnahagsástandi. „Þetta minnir óþægilega mikið á þegar uppi voru varnaðarorð fyrir um tíu árum síðan í síðustu uppsveiflu. Þá voru varnaðarorð hunsuð eins og frægt er orðið og innan þriggja ára var hagkerfið búið að taka á sig mikinn skell,“ segir Þorsteinn. Árni Stefán, formaður SFR, segir málflutning Þorsteins óheiðarlegan hvað SALEK-hópinn varðar. „Við lítum ekki svo á að verið sé að slíta einu né neinu,“ segir hann. Árni segir það réttlætismál að félagsmenn þeirra félaga sem nú eru að semja fái álíka launahækkanir og aðrir opinberir starfsmenn. „Við höfum sagt þeim að við erum tilbúnir til að taka upp viðræður aftur um leið og búið er að klára kjarasamninga.“ Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Sjá meira
Samningafundi SFR, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna með samninganefnd ríkisins lauk í gær án niðurstöðu. Að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR, mætti ríkið tómhent til fundarins og því ekkert að semja um. Félagsmenn SFR og sjúkraliðafélagsins stefna að öllu óbreyttu í allsherjarverkfall þann 15. október. Þá slitnaði á mánudagskvöld upp úr viðræðum svokallaðs SALEK-hóps. Í hópnum eru fulltrúar viðsemjenda á almennum og opinberum vinnumarkaði sem hafa unnið að því undanfarin þrjú ár að innleiða bætt vinnubrögð við gerð kjarasamninga á Íslandi. Eitt markmiða hópsins var að freista þess að ná samkomulagi sem stuðlaði að varanlegri kaupmáttaraukningu án þess að verðbólga fari úr böndunum.Þorsteinn Víglundsson„Þetta eru mjög mikil vonbrigði að þetta skuli fara svona,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hópur hagfræðinga sem starfa hjá vinnumarkaðssamtökum segja í minnisblaði að ef ekki verði brugðist við muni verðbólga vaxa, vextir hækka og gengi krónunnar lækka. Þorsteinn segir að ef óbreytt ástand í kjaraviðræðum fái að viðgangast blasi við grafalvarleg staða í hagkerfinu. Þorsteinn segir ástæðu þess að upp úr slitnaði, að heildarsamtök opinberra starfsmanna gátu ekki unnið á þeim grundvelli sem lagt var upp með. Hann segir umframhækkanir launa halda áfram með niðurstöðu gerðardóms og kröfugerð opinberra starfsmanna en þær taki ekki mið af efnahagsástandi. „Þetta minnir óþægilega mikið á þegar uppi voru varnaðarorð fyrir um tíu árum síðan í síðustu uppsveiflu. Þá voru varnaðarorð hunsuð eins og frægt er orðið og innan þriggja ára var hagkerfið búið að taka á sig mikinn skell,“ segir Þorsteinn. Árni Stefán, formaður SFR, segir málflutning Þorsteins óheiðarlegan hvað SALEK-hópinn varðar. „Við lítum ekki svo á að verið sé að slíta einu né neinu,“ segir hann. Árni segir það réttlætismál að félagsmenn þeirra félaga sem nú eru að semja fái álíka launahækkanir og aðrir opinberir starfsmenn. „Við höfum sagt þeim að við erum tilbúnir til að taka upp viðræður aftur um leið og búið er að klára kjarasamninga.“
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Sjá meira