Grunaður um morð á Akranesi: Yfirgaf vettvang meðan lögreglan var á staðnum Birgir Olgeirsson skrifar 9. október 2015 15:25 Hinn grunaði var handtekinn á strætóbiðstöð eftir að hafa yfirgefið vettvanginn með lögregla var þar. Vísir/GVA Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið karlmanni að bana á Akranesi síðastliðinn föstudag yfirgaf vettvang árásarinnar á meðan lögregla og sjúkraflutningamenn beittu endurlífgunartilraunum á fórnarlambinu. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Vesturlands yfir manninum sem birtur er á vef Hæstaréttar. Hinn grunaði var handtekinn við strætóbiðstöð á Akranesi skömmu eftir að fórnarlambið hafði verið flutt á sjúkrahús. Var maðurinn áberandi ölvaður og með rúmlega hálfa stóra flösku af Jägermeister áfengi á sér.Vitni beitti hjartahnoði Í greinargerð lögreglustjórans á Vesturlandi kemur fram að lögreglu barst skilaboð frá Neyðarlínunni klukkan 17:21 föstudaginn 2. október síðastliðinn um meðvitundarleysi í íbúð á Akranesi. Lögreglumenn fóru strax á vettvang og á leiðinni bárust þeim upplýsingar um að hugsanlega væri um hengingu að ræða. Þegar lögregla kom á staðinn voru þar hinn grunaði og vitni að árásinni sem beitti hjartahnoði á fórnarlambið. Lögreglan segir manninn sem lést ekki hafa verið með púls og ekki andað, verið blóðugur í andliti og byrjaður að blána. Lögreglumenn tóku yfir endurlífgunartilraunir á þessu stigi.Komst aldrei til meðvitundar Skömmu á eftir lögreglu mættu sjúkraflutningsmenn á vettvang ásamt vaktlækni og hjúkrunarfræðingi. Fórnarlambið var flutt með sjúkrabifreið á sjúkrahús á Akranesi en þar var strax tekin ákvörðun um að flytja hann á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Maðurinn komst aldrei til meðvitundar og lést á miðvikudag. Í greinargerð lögreglustjórans er haft eftir vitni á vettvangi að það hefði fyrr um daginn heyrt hinn grunaða og hinn látna rífast. Þegar vitnið heyrði að hinn grunaði hefði farið út úr íbúðinni hefði það farið út úr herbergi sínu. Sagðist vitnið hafa heyrt í kærða vera að moka úti og þá farið að kanna með brotaþola og séð hann á grúfu í stofu íbúðarinnar. Var fórnarlambið þá búið að missa þvag og verið orðinn blár í framan. Vitnið hefði sagt að reim hefði verið utan um hálsinn á brotaþola og belti við hlið hans og að blóð hefði verið á beltinu.Stoppaði þegar hann heyrði í sírenum Reim hefði verið bundin utan um háls brotaþola en ekki fest nein staðar. Vitnið greindi frá því að það hefði hringt í 112 og kallað eftir aðstoð sjúkraflutningamanna og lögreglu. Á meðan símtalinu stóð hefði hinn grunaði komið inn aftur, tekið reimina sem áður hafði verið um háls brotaþola, brugðið henni um háls brotaþola og hert að. Vitnið hefði reynt að stöðva hinn grunaða, sem stoppaði þegar hann heyrði í sírenum lögreglubifreiðar nálgast húsið.Höfðu afskipti af hinum grunaða fyrr um daginn Lögreglumenn, auk rannsóknarlögreglumanna frá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, fundu reim og belti í frystikistu í eldhúsi. Fyrr þennan sama dag hafði lögregla afskipti af hinum grunaða vegna ölvunaróláta hans. Hann var klæddur í sömu föt og við handtökuna, utan þess sem að þá hafi hvítleit reim verið í peysu hans. Þegar reimin fannst í frystikistunni vantaði málmhólk á annan enda hennar. Sambærilegur málmhólkur fannst í fötum brotaþola þegar hann hafi verið afklæddur á sjúkrahúsi.Neitaði sök Hinn grunaði tjáði sig ekki mikið við skýrslutöku en neitaði sök og taldi sig hafa verið að reyna að bjarga lífi brotaþola. Lögregla segir hinn grunaða hafa ítrekað við handtökuna að fórnarlambið hefði tekið inn morfíntöflur sem hinn grunaði átti og að fórnarlambið hefði dáið. Að mati Héraðsdóms Vesturlands er fyrir hendi rökstuddur grunur um að hinn grunaði hefði framið verknað sem fangelsisrefsing liggi við með því að hafa brugðið ól um háls brotaþola og hert að. Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést eftir árás á Akranesi Var 58 ára gamall. 9. október 2015 13:49 Mannslát rannsakað sem morð Alvarleg árás í heimahúsi á Vitateig á Akranesi sem leiddi til andláts karlmanns er nú rannsakað sem morð. Einn er grunaður um verknaðinn og er í gæsluvarðhaldi. 8. október 2015 10:00 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið karlmanni að bana á Akranesi síðastliðinn föstudag yfirgaf vettvang árásarinnar á meðan lögregla og sjúkraflutningamenn beittu endurlífgunartilraunum á fórnarlambinu. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Vesturlands yfir manninum sem birtur er á vef Hæstaréttar. Hinn grunaði var handtekinn við strætóbiðstöð á Akranesi skömmu eftir að fórnarlambið hafði verið flutt á sjúkrahús. Var maðurinn áberandi ölvaður og með rúmlega hálfa stóra flösku af Jägermeister áfengi á sér.Vitni beitti hjartahnoði Í greinargerð lögreglustjórans á Vesturlandi kemur fram að lögreglu barst skilaboð frá Neyðarlínunni klukkan 17:21 föstudaginn 2. október síðastliðinn um meðvitundarleysi í íbúð á Akranesi. Lögreglumenn fóru strax á vettvang og á leiðinni bárust þeim upplýsingar um að hugsanlega væri um hengingu að ræða. Þegar lögregla kom á staðinn voru þar hinn grunaði og vitni að árásinni sem beitti hjartahnoði á fórnarlambið. Lögreglan segir manninn sem lést ekki hafa verið með púls og ekki andað, verið blóðugur í andliti og byrjaður að blána. Lögreglumenn tóku yfir endurlífgunartilraunir á þessu stigi.Komst aldrei til meðvitundar Skömmu á eftir lögreglu mættu sjúkraflutningsmenn á vettvang ásamt vaktlækni og hjúkrunarfræðingi. Fórnarlambið var flutt með sjúkrabifreið á sjúkrahús á Akranesi en þar var strax tekin ákvörðun um að flytja hann á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Maðurinn komst aldrei til meðvitundar og lést á miðvikudag. Í greinargerð lögreglustjórans er haft eftir vitni á vettvangi að það hefði fyrr um daginn heyrt hinn grunaða og hinn látna rífast. Þegar vitnið heyrði að hinn grunaði hefði farið út úr íbúðinni hefði það farið út úr herbergi sínu. Sagðist vitnið hafa heyrt í kærða vera að moka úti og þá farið að kanna með brotaþola og séð hann á grúfu í stofu íbúðarinnar. Var fórnarlambið þá búið að missa þvag og verið orðinn blár í framan. Vitnið hefði sagt að reim hefði verið utan um hálsinn á brotaþola og belti við hlið hans og að blóð hefði verið á beltinu.Stoppaði þegar hann heyrði í sírenum Reim hefði verið bundin utan um háls brotaþola en ekki fest nein staðar. Vitnið greindi frá því að það hefði hringt í 112 og kallað eftir aðstoð sjúkraflutningamanna og lögreglu. Á meðan símtalinu stóð hefði hinn grunaði komið inn aftur, tekið reimina sem áður hafði verið um háls brotaþola, brugðið henni um háls brotaþola og hert að. Vitnið hefði reynt að stöðva hinn grunaða, sem stoppaði þegar hann heyrði í sírenum lögreglubifreiðar nálgast húsið.Höfðu afskipti af hinum grunaða fyrr um daginn Lögreglumenn, auk rannsóknarlögreglumanna frá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, fundu reim og belti í frystikistu í eldhúsi. Fyrr þennan sama dag hafði lögregla afskipti af hinum grunaða vegna ölvunaróláta hans. Hann var klæddur í sömu föt og við handtökuna, utan þess sem að þá hafi hvítleit reim verið í peysu hans. Þegar reimin fannst í frystikistunni vantaði málmhólk á annan enda hennar. Sambærilegur málmhólkur fannst í fötum brotaþola þegar hann hafi verið afklæddur á sjúkrahúsi.Neitaði sök Hinn grunaði tjáði sig ekki mikið við skýrslutöku en neitaði sök og taldi sig hafa verið að reyna að bjarga lífi brotaþola. Lögregla segir hinn grunaða hafa ítrekað við handtökuna að fórnarlambið hefði tekið inn morfíntöflur sem hinn grunaði átti og að fórnarlambið hefði dáið. Að mati Héraðsdóms Vesturlands er fyrir hendi rökstuddur grunur um að hinn grunaði hefði framið verknað sem fangelsisrefsing liggi við með því að hafa brugðið ól um háls brotaþola og hert að.
Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést eftir árás á Akranesi Var 58 ára gamall. 9. október 2015 13:49 Mannslát rannsakað sem morð Alvarleg árás í heimahúsi á Vitateig á Akranesi sem leiddi til andláts karlmanns er nú rannsakað sem morð. Einn er grunaður um verknaðinn og er í gæsluvarðhaldi. 8. október 2015 10:00 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Mannslát rannsakað sem morð Alvarleg árás í heimahúsi á Vitateig á Akranesi sem leiddi til andláts karlmanns er nú rannsakað sem morð. Einn er grunaður um verknaðinn og er í gæsluvarðhaldi. 8. október 2015 10:00