Sigmundur leggur til að gamla landspítalahúsinu verði breytt í hótel SUNNA karen sigurþórsdóttir skrifar 21. september 2015 18:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. vísir/ernir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að ráðast þurfi í verulegar úrbætur á húsnæði Landspítalans við Hringbraut. Hann verði þar í einhvern tíma í viðbót og að byggja gæti þurft við spítalann þannig að hann geti sinnt hlutverki sínu. Þá segir hann að gamla landspítalahúsið gæti hentað prýðilega undir hótel. Þannig væri til dæmis hægt að fjármagna nýjan spítala. Þetta kom fram í máli Sigmundar við fyrirspurn Heiðu Kristínar Helgadóttur, varaþingmanns Bjartrar framtíðar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Hún spurði meðal annars hverjar skoðanir Sigmundar væru á uppbyggingu Landspítalans við Hringbraut og hvort hann liti svo á að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin í málinu. „Nú má hvergi sjást autt hús í grennd við miðbæ Reykjavíkur, þá er því breytt í hótel. Gamla landspítalahúsið og margar byggingar þar í kring gætu hentað prýðilega sem hótel og þá má fara að leika sér að því hvað hægt væri að fá fyrir allar þessar byggingar og hugsanlega byggingar rétt þar í kring og hvort jafnvel væri hægt að fjármagna nýjan spítala annars staðar með þeim peningum,“ sagði Sigmundur.„Nú má hvergi sjást autt hús í grennd við miðbæ Reykjavíkur, þá er því breytt í hótel. Gamla landspítalahúsið og margar byggingar þar í kring gætu hentað prýðilega sem hótel.“vísir/pjetur„Menn hafa hins vegar ekki verið tilbúnir að velta því fyrir sér og þá hef ég lýst því yfir að þegar meira að segja borgin segir að hún muni stoppa verkefnið ef menn leyfi sér að skoða slíka hluti muni ég að sjálfsögðu ekki verða til þess að tefja nauðsynlegar framkvæmdir og úrbætur á Landspítalanum. Yfirleitt er þó betra að menn leyfi sér að minnsta kosti að velta hlutunum fyrir sér og ræða þá,“ bætti hann við.Að minnsta kosti 21 milljarður fyrir húsin Heiða Kristín nefndi tölur úr skýrslu KPMG þar sem fram kom að byggingarkostnaður myndi reiknast 21 milljarði hærri ef spítalinn yrði hafður á nýjum stað, í stað þess að ráðast í uppbyggingu við Hringbraut. Fasteignir verði því að seljast á um það bil 21 milljarð ef það ætti að koma út á sléttu. Sigmundur sagðist ósammála skýrslunni en fullyrti að það fengjust meira en 21 milljarður fyrir byggingarnar. „Held ég að það sé hægt að slá því föstu að það fengist 21 milljarður og raunar miklu meira en það fyrir allar þessar fasteignir og byggingarrétt á lóðunum þar í kring. Vandamálið hefur verið það að borgin hefur ekki viljað kanna þann möguleika og þá hótað því að taka bara lóðirnar og þetta allt saman í eitthvað annað. Það mundi náttúrlega setja allt í uppnám og ekki viljum við valda því,“ sagði hann. Þá sagðist Sigmundur ekki telja staðsetningu spítalans við Hringbraut hentuga. „ Ég hef lýst því yfir áður og nokkrum sinnum, ég man reyndar ekki hversu mörg ár eru síðan ég ræddi þetta fyrst, að ég teldi ýmislegt benda til þess að til lengri tíma litið, ef menn ætla raunverulega að byggja nýjan landspítala, sé skynsamlegra að gera það annars staðar en við Hringbraut, þá einhvers staðar þar sem hægt sé að byrja frá grunni með glæsilegan, nútímalegan, nýjan spítala á stað sem liggur til dæmis betur við samgönguæðum.“ Alþingi Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fleiri fréttir Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að ráðast þurfi í verulegar úrbætur á húsnæði Landspítalans við Hringbraut. Hann verði þar í einhvern tíma í viðbót og að byggja gæti þurft við spítalann þannig að hann geti sinnt hlutverki sínu. Þá segir hann að gamla landspítalahúsið gæti hentað prýðilega undir hótel. Þannig væri til dæmis hægt að fjármagna nýjan spítala. Þetta kom fram í máli Sigmundar við fyrirspurn Heiðu Kristínar Helgadóttur, varaþingmanns Bjartrar framtíðar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Hún spurði meðal annars hverjar skoðanir Sigmundar væru á uppbyggingu Landspítalans við Hringbraut og hvort hann liti svo á að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin í málinu. „Nú má hvergi sjást autt hús í grennd við miðbæ Reykjavíkur, þá er því breytt í hótel. Gamla landspítalahúsið og margar byggingar þar í kring gætu hentað prýðilega sem hótel og þá má fara að leika sér að því hvað hægt væri að fá fyrir allar þessar byggingar og hugsanlega byggingar rétt þar í kring og hvort jafnvel væri hægt að fjármagna nýjan spítala annars staðar með þeim peningum,“ sagði Sigmundur.„Nú má hvergi sjást autt hús í grennd við miðbæ Reykjavíkur, þá er því breytt í hótel. Gamla landspítalahúsið og margar byggingar þar í kring gætu hentað prýðilega sem hótel.“vísir/pjetur„Menn hafa hins vegar ekki verið tilbúnir að velta því fyrir sér og þá hef ég lýst því yfir að þegar meira að segja borgin segir að hún muni stoppa verkefnið ef menn leyfi sér að skoða slíka hluti muni ég að sjálfsögðu ekki verða til þess að tefja nauðsynlegar framkvæmdir og úrbætur á Landspítalanum. Yfirleitt er þó betra að menn leyfi sér að minnsta kosti að velta hlutunum fyrir sér og ræða þá,“ bætti hann við.Að minnsta kosti 21 milljarður fyrir húsin Heiða Kristín nefndi tölur úr skýrslu KPMG þar sem fram kom að byggingarkostnaður myndi reiknast 21 milljarði hærri ef spítalinn yrði hafður á nýjum stað, í stað þess að ráðast í uppbyggingu við Hringbraut. Fasteignir verði því að seljast á um það bil 21 milljarð ef það ætti að koma út á sléttu. Sigmundur sagðist ósammála skýrslunni en fullyrti að það fengjust meira en 21 milljarður fyrir byggingarnar. „Held ég að það sé hægt að slá því föstu að það fengist 21 milljarður og raunar miklu meira en það fyrir allar þessar fasteignir og byggingarrétt á lóðunum þar í kring. Vandamálið hefur verið það að borgin hefur ekki viljað kanna þann möguleika og þá hótað því að taka bara lóðirnar og þetta allt saman í eitthvað annað. Það mundi náttúrlega setja allt í uppnám og ekki viljum við valda því,“ sagði hann. Þá sagðist Sigmundur ekki telja staðsetningu spítalans við Hringbraut hentuga. „ Ég hef lýst því yfir áður og nokkrum sinnum, ég man reyndar ekki hversu mörg ár eru síðan ég ræddi þetta fyrst, að ég teldi ýmislegt benda til þess að til lengri tíma litið, ef menn ætla raunverulega að byggja nýjan landspítala, sé skynsamlegra að gera það annars staðar en við Hringbraut, þá einhvers staðar þar sem hægt sé að byrja frá grunni með glæsilegan, nútímalegan, nýjan spítala á stað sem liggur til dæmis betur við samgönguæðum.“
Alþingi Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fleiri fréttir Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Sjá meira