Hámarks orlofsgreiðsla helmingi lægri en 2008 Sæunn Gísladóttir skrifar 24. september 2015 07:00 Að raunvirði hefur hámarksupphæð hjá fæðingarorlofssjóði lækkað um helming eftir hrun. Árið 2008 var hámarksupphæðin 536 þúsund krónur (823 þúsund krónur á núvirði), en árið 2015 var hún 370 þúsund krónur, eða 450 þúsund krónum lægri. Samhliða þessari lækkun hefur feðrum sem fara í fæðingarorlof farið fækkandi úr 90,9 prósentum 2008 í 78,3 prósent 2014. Þeir feður sem taka orlof taka einnig færri daga. Ekki stendur til að hækka fjárveitingar til fæðingarorlofssjóðs í nýjum fjárlögum. Formaður velferðarnefndar segir þetta hneyksli og hyggst Samfylkingin leggja fram frumvarp um hækkun hámarksins að nýju.Birkir Jón JónssonÍ fjárlögum fyrir árið 2016 er gert ráð fyrir að útgjöld fæðingarorlofssjóðs verði 9,28 milljarðar króna, sem jafngildir 221 milljónar króna raunlækkun frá fjárlögum þessa árs. Lækkunin skýrist þó af niðurfellingu fjárheimildar, því má segja að útgjöld sjóðsins standi í stað milli ára. Gert er ráð fyrir að hámarksgreiðslur nemi áfram 370 þúsund krónum árið 2016. Rætt hefur verið um að lengja orlofið, en ekki hefur orðið af þeim áformum. Birkir Jón Jónsson, formaður starfshópsins sem móta á tillögu að framtíðarstefnu í fæðingarorlofsmálum hér á landi, telur að það sé til lítils að lengja fæðingarorlofið ef foreldrar nýta það ekki að fullu í dag. „Greiðslurnar eru einfaldlega of lágar í dag. Það þarf fyrst að hækka greiðslur til foreldra og í framhaldi af því væri rétt að horfa til lengingar orlofsins. Við vorum með mjög gott kerfi fyrir hrun, sérstaklega þegar horft var til þátttöku feðra og nú þarf að endurreisa það,“ segir Birkir Jón.Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir það pólitíska ákvörðun ráðherra að leggja ekki áherslu á fæðingarorlofið og að það sé gríðarlega alvarlegt. „Þetta þýðir í raun og veru að feðrum sem taka fæðingarorlof muni fækka enn frekar,“ segir Sigríður Ingibjörg. Hún telur að bæði þurfi að hækka þakið og lengja orlofið. Mikill niðurskurður átti sér stað eftir hrun, þakið var síðan hækkað úr 300 í 350 þúsund krónur árið 2013. „En það hefur í raun og veru ekki hækkað síðan.“ Sigríður Ingibjörg segir það vera „skandal“ að halda hámarksgreiðslum óbreyttum. „Þetta er bara algjör hneisa,“ segir hún og kveður Samfylkinguna munu leggja fram frumvarp þar sem lagt er til að hækka hámarksupphæðina í 500 þúsund krónur frá og með fyrsta janúar 2016. Haldið verði áfram með hækkunina markvisst og orlofið lengt 2017 og 2018. „Sveitarfélögin eru í auknum mæli að reyna að finna leiðir til þess að brúa bilið og við teljum að þetta sé sameiginlegt verkefni ríkis og sveitarfélaga,“ segir Sigríður Ingibjörg. Ekki náðist í Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra við vinnslu þessarar fréttar. Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Að raunvirði hefur hámarksupphæð hjá fæðingarorlofssjóði lækkað um helming eftir hrun. Árið 2008 var hámarksupphæðin 536 þúsund krónur (823 þúsund krónur á núvirði), en árið 2015 var hún 370 þúsund krónur, eða 450 þúsund krónum lægri. Samhliða þessari lækkun hefur feðrum sem fara í fæðingarorlof farið fækkandi úr 90,9 prósentum 2008 í 78,3 prósent 2014. Þeir feður sem taka orlof taka einnig færri daga. Ekki stendur til að hækka fjárveitingar til fæðingarorlofssjóðs í nýjum fjárlögum. Formaður velferðarnefndar segir þetta hneyksli og hyggst Samfylkingin leggja fram frumvarp um hækkun hámarksins að nýju.Birkir Jón JónssonÍ fjárlögum fyrir árið 2016 er gert ráð fyrir að útgjöld fæðingarorlofssjóðs verði 9,28 milljarðar króna, sem jafngildir 221 milljónar króna raunlækkun frá fjárlögum þessa árs. Lækkunin skýrist þó af niðurfellingu fjárheimildar, því má segja að útgjöld sjóðsins standi í stað milli ára. Gert er ráð fyrir að hámarksgreiðslur nemi áfram 370 þúsund krónum árið 2016. Rætt hefur verið um að lengja orlofið, en ekki hefur orðið af þeim áformum. Birkir Jón Jónsson, formaður starfshópsins sem móta á tillögu að framtíðarstefnu í fæðingarorlofsmálum hér á landi, telur að það sé til lítils að lengja fæðingarorlofið ef foreldrar nýta það ekki að fullu í dag. „Greiðslurnar eru einfaldlega of lágar í dag. Það þarf fyrst að hækka greiðslur til foreldra og í framhaldi af því væri rétt að horfa til lengingar orlofsins. Við vorum með mjög gott kerfi fyrir hrun, sérstaklega þegar horft var til þátttöku feðra og nú þarf að endurreisa það,“ segir Birkir Jón.Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir það pólitíska ákvörðun ráðherra að leggja ekki áherslu á fæðingarorlofið og að það sé gríðarlega alvarlegt. „Þetta þýðir í raun og veru að feðrum sem taka fæðingarorlof muni fækka enn frekar,“ segir Sigríður Ingibjörg. Hún telur að bæði þurfi að hækka þakið og lengja orlofið. Mikill niðurskurður átti sér stað eftir hrun, þakið var síðan hækkað úr 300 í 350 þúsund krónur árið 2013. „En það hefur í raun og veru ekki hækkað síðan.“ Sigríður Ingibjörg segir það vera „skandal“ að halda hámarksgreiðslum óbreyttum. „Þetta er bara algjör hneisa,“ segir hún og kveður Samfylkinguna munu leggja fram frumvarp þar sem lagt er til að hækka hámarksupphæðina í 500 þúsund krónur frá og með fyrsta janúar 2016. Haldið verði áfram með hækkunina markvisst og orlofið lengt 2017 og 2018. „Sveitarfélögin eru í auknum mæli að reyna að finna leiðir til þess að brúa bilið og við teljum að þetta sé sameiginlegt verkefni ríkis og sveitarfélaga,“ segir Sigríður Ingibjörg. Ekki náðist í Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra við vinnslu þessarar fréttar.
Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira