Hámarks orlofsgreiðsla helmingi lægri en 2008 Sæunn Gísladóttir skrifar 24. september 2015 07:00 Að raunvirði hefur hámarksupphæð hjá fæðingarorlofssjóði lækkað um helming eftir hrun. Árið 2008 var hámarksupphæðin 536 þúsund krónur (823 þúsund krónur á núvirði), en árið 2015 var hún 370 þúsund krónur, eða 450 þúsund krónum lægri. Samhliða þessari lækkun hefur feðrum sem fara í fæðingarorlof farið fækkandi úr 90,9 prósentum 2008 í 78,3 prósent 2014. Þeir feður sem taka orlof taka einnig færri daga. Ekki stendur til að hækka fjárveitingar til fæðingarorlofssjóðs í nýjum fjárlögum. Formaður velferðarnefndar segir þetta hneyksli og hyggst Samfylkingin leggja fram frumvarp um hækkun hámarksins að nýju.Birkir Jón JónssonÍ fjárlögum fyrir árið 2016 er gert ráð fyrir að útgjöld fæðingarorlofssjóðs verði 9,28 milljarðar króna, sem jafngildir 221 milljónar króna raunlækkun frá fjárlögum þessa árs. Lækkunin skýrist þó af niðurfellingu fjárheimildar, því má segja að útgjöld sjóðsins standi í stað milli ára. Gert er ráð fyrir að hámarksgreiðslur nemi áfram 370 þúsund krónum árið 2016. Rætt hefur verið um að lengja orlofið, en ekki hefur orðið af þeim áformum. Birkir Jón Jónsson, formaður starfshópsins sem móta á tillögu að framtíðarstefnu í fæðingarorlofsmálum hér á landi, telur að það sé til lítils að lengja fæðingarorlofið ef foreldrar nýta það ekki að fullu í dag. „Greiðslurnar eru einfaldlega of lágar í dag. Það þarf fyrst að hækka greiðslur til foreldra og í framhaldi af því væri rétt að horfa til lengingar orlofsins. Við vorum með mjög gott kerfi fyrir hrun, sérstaklega þegar horft var til þátttöku feðra og nú þarf að endurreisa það,“ segir Birkir Jón.Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir það pólitíska ákvörðun ráðherra að leggja ekki áherslu á fæðingarorlofið og að það sé gríðarlega alvarlegt. „Þetta þýðir í raun og veru að feðrum sem taka fæðingarorlof muni fækka enn frekar,“ segir Sigríður Ingibjörg. Hún telur að bæði þurfi að hækka þakið og lengja orlofið. Mikill niðurskurður átti sér stað eftir hrun, þakið var síðan hækkað úr 300 í 350 þúsund krónur árið 2013. „En það hefur í raun og veru ekki hækkað síðan.“ Sigríður Ingibjörg segir það vera „skandal“ að halda hámarksgreiðslum óbreyttum. „Þetta er bara algjör hneisa,“ segir hún og kveður Samfylkinguna munu leggja fram frumvarp þar sem lagt er til að hækka hámarksupphæðina í 500 þúsund krónur frá og með fyrsta janúar 2016. Haldið verði áfram með hækkunina markvisst og orlofið lengt 2017 og 2018. „Sveitarfélögin eru í auknum mæli að reyna að finna leiðir til þess að brúa bilið og við teljum að þetta sé sameiginlegt verkefni ríkis og sveitarfélaga,“ segir Sigríður Ingibjörg. Ekki náðist í Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra við vinnslu þessarar fréttar. Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira
Að raunvirði hefur hámarksupphæð hjá fæðingarorlofssjóði lækkað um helming eftir hrun. Árið 2008 var hámarksupphæðin 536 þúsund krónur (823 þúsund krónur á núvirði), en árið 2015 var hún 370 þúsund krónur, eða 450 þúsund krónum lægri. Samhliða þessari lækkun hefur feðrum sem fara í fæðingarorlof farið fækkandi úr 90,9 prósentum 2008 í 78,3 prósent 2014. Þeir feður sem taka orlof taka einnig færri daga. Ekki stendur til að hækka fjárveitingar til fæðingarorlofssjóðs í nýjum fjárlögum. Formaður velferðarnefndar segir þetta hneyksli og hyggst Samfylkingin leggja fram frumvarp um hækkun hámarksins að nýju.Birkir Jón JónssonÍ fjárlögum fyrir árið 2016 er gert ráð fyrir að útgjöld fæðingarorlofssjóðs verði 9,28 milljarðar króna, sem jafngildir 221 milljónar króna raunlækkun frá fjárlögum þessa árs. Lækkunin skýrist þó af niðurfellingu fjárheimildar, því má segja að útgjöld sjóðsins standi í stað milli ára. Gert er ráð fyrir að hámarksgreiðslur nemi áfram 370 þúsund krónum árið 2016. Rætt hefur verið um að lengja orlofið, en ekki hefur orðið af þeim áformum. Birkir Jón Jónsson, formaður starfshópsins sem móta á tillögu að framtíðarstefnu í fæðingarorlofsmálum hér á landi, telur að það sé til lítils að lengja fæðingarorlofið ef foreldrar nýta það ekki að fullu í dag. „Greiðslurnar eru einfaldlega of lágar í dag. Það þarf fyrst að hækka greiðslur til foreldra og í framhaldi af því væri rétt að horfa til lengingar orlofsins. Við vorum með mjög gott kerfi fyrir hrun, sérstaklega þegar horft var til þátttöku feðra og nú þarf að endurreisa það,“ segir Birkir Jón.Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir það pólitíska ákvörðun ráðherra að leggja ekki áherslu á fæðingarorlofið og að það sé gríðarlega alvarlegt. „Þetta þýðir í raun og veru að feðrum sem taka fæðingarorlof muni fækka enn frekar,“ segir Sigríður Ingibjörg. Hún telur að bæði þurfi að hækka þakið og lengja orlofið. Mikill niðurskurður átti sér stað eftir hrun, þakið var síðan hækkað úr 300 í 350 þúsund krónur árið 2013. „En það hefur í raun og veru ekki hækkað síðan.“ Sigríður Ingibjörg segir það vera „skandal“ að halda hámarksgreiðslum óbreyttum. „Þetta er bara algjör hneisa,“ segir hún og kveður Samfylkinguna munu leggja fram frumvarp þar sem lagt er til að hækka hámarksupphæðina í 500 þúsund krónur frá og með fyrsta janúar 2016. Haldið verði áfram með hækkunina markvisst og orlofið lengt 2017 og 2018. „Sveitarfélögin eru í auknum mæli að reyna að finna leiðir til þess að brúa bilið og við teljum að þetta sé sameiginlegt verkefni ríkis og sveitarfélaga,“ segir Sigríður Ingibjörg. Ekki náðist í Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra við vinnslu þessarar fréttar.
Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira