Birta myndband af sér hjólandi utan vega í viðkvæmri náttúru Atli Ísleifsson skrifar 24. september 2015 14:34 Magne segir að myndskeiðin af mönnunum hjólandi hafi verið tekin í Kerlingafjöllum og á Fimmvörðuhálsi. Framleiðslufyrirtækið Sherpas Cinema hefur birt myndband þar sjá má hjólreiðakappana Graham Agassiz og Matty Miles hjóla utan slóða í íslenskum fjallshlíðum og viðkvæmri náttúru. Myndbandið er brot úr myndinni Ashes to Agassiz sem tekið var upp á Íslandi á síðasta ári, en myndin var frumsýnd í lok síðasta mánaðar. Magne Kvam, framkvæmdastjóri Icebike Adventures, segir í samtali við Vísi að teymið hafi leitað til Icebike Adventures sem hafi gefið þeim upplýsingar um hvar mætti og hvar mætti ekki mynda. „Við pössum okkur að benda á að ekki megi mynda að Fjallabaki og á friðlandinu og finnum svæði sem best sé fyrir þá að mynda þar sem þeir ekki þurfa strangari leyfi.“ Magne segir að myndskeiðin af mönnunum hjólandi hafi verið tekin í Kerlingafjöllum og á Fimmvörðuhálsi, auk þess sem að sýndar eru loftmyndir af öðrum stöðum á Íslandi svo sem Fjallabaki og í Þórsmörk. „Margir sem sjá myndbandið halda að þeir séu að hjóla að Fjallabaki þar sem þetta er „landmannalaugalegt“ en þetta er í raun suðurendinn á Kerlingafjöllum og því ekki inni á friðlandinu.“Afþökkuðu leiðsögumannMagne segir að aðkoma fyrirtækisins hafi síðan snúið að því að veita kvikmyndateyminu trússþjónustu, en það hafi síðar sagst ekki vilja þiggja neinn leiðsögumann og því vera einir á svæðinu að mynda. „Við segjum þeim hins vegar hvað megi gera, að ekki megi hjóla yfir mosa, að þeir eigi að vera á slóðinni. Við skiljum eftir hrífur og fleiri verkfæri og segjum þeim að ef þeir fara af stígum við myndatökur þá eigi þeir að laga það til og skilja við svæðið eins og þeir komu að því. Ég trúi því reyndar að þeir hafi gert það.“ Hann segir starfsmenn Icebike Adventures hafa verið mjög vonsvikna þegar þeir sáu myndbandið. „Þetta er sérstaklega skotið þannig, skakkt og neðarlega, að oft sést ekki að þeir eru í raun á slóðanum. Þegar þeir hjóla þarna á Fimmvörðuhálsi er það myndað þannig að svo virðist sem þeir séu „in the middle of nowhere“.Að þínum dómi, þá er þó klárlega um utanvegaakstur að ræða í myndbandinu?„Sum skotin eru það alveg klárlega, jú.“Breytt verklagMagne segir fyrirtækið löngu hætt að taka svona verkefni að sér. „Það er algert skilyrði ef fólk kemur til okkar að það sé alltaf starfsmaður frá okkur með í för til að tryggja rétta umgengni við náttúruna “ Hann segir það öllum í hag að sýna náttúrunni virðingu og halda henni óspilltri fyrir komandi kynslóðir. Magne segir myndbandið alls ekki sýna eðli Icebike Adventures sem ferðaþjónustufyrirtækis. „Það eina sem við erum að gera í þessu tilfelli er að segja þeim hvar þeir megi ekki vera og sjá um að koma þeim á svæðið.“Bréf til UmhverfisstofnunarMagne segir að fyrirtækið hafi þegar sent Umhverfisstofnun bréf um aðkomu fyrirtækisins að þessu umrædda verkefni og hvernig þetta hafi allt gengið fyrir sig. „Þetta er gamalt, frá 2014, þó að þetta komi upp núna en við höfum verið í sambandi við Umhverfisstofnun.“Uppfært:Lokað hefur verið fyrir almennan aðgang að myndbandinu. Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Sjá meira
Framleiðslufyrirtækið Sherpas Cinema hefur birt myndband þar sjá má hjólreiðakappana Graham Agassiz og Matty Miles hjóla utan slóða í íslenskum fjallshlíðum og viðkvæmri náttúru. Myndbandið er brot úr myndinni Ashes to Agassiz sem tekið var upp á Íslandi á síðasta ári, en myndin var frumsýnd í lok síðasta mánaðar. Magne Kvam, framkvæmdastjóri Icebike Adventures, segir í samtali við Vísi að teymið hafi leitað til Icebike Adventures sem hafi gefið þeim upplýsingar um hvar mætti og hvar mætti ekki mynda. „Við pössum okkur að benda á að ekki megi mynda að Fjallabaki og á friðlandinu og finnum svæði sem best sé fyrir þá að mynda þar sem þeir ekki þurfa strangari leyfi.“ Magne segir að myndskeiðin af mönnunum hjólandi hafi verið tekin í Kerlingafjöllum og á Fimmvörðuhálsi, auk þess sem að sýndar eru loftmyndir af öðrum stöðum á Íslandi svo sem Fjallabaki og í Þórsmörk. „Margir sem sjá myndbandið halda að þeir séu að hjóla að Fjallabaki þar sem þetta er „landmannalaugalegt“ en þetta er í raun suðurendinn á Kerlingafjöllum og því ekki inni á friðlandinu.“Afþökkuðu leiðsögumannMagne segir að aðkoma fyrirtækisins hafi síðan snúið að því að veita kvikmyndateyminu trússþjónustu, en það hafi síðar sagst ekki vilja þiggja neinn leiðsögumann og því vera einir á svæðinu að mynda. „Við segjum þeim hins vegar hvað megi gera, að ekki megi hjóla yfir mosa, að þeir eigi að vera á slóðinni. Við skiljum eftir hrífur og fleiri verkfæri og segjum þeim að ef þeir fara af stígum við myndatökur þá eigi þeir að laga það til og skilja við svæðið eins og þeir komu að því. Ég trúi því reyndar að þeir hafi gert það.“ Hann segir starfsmenn Icebike Adventures hafa verið mjög vonsvikna þegar þeir sáu myndbandið. „Þetta er sérstaklega skotið þannig, skakkt og neðarlega, að oft sést ekki að þeir eru í raun á slóðanum. Þegar þeir hjóla þarna á Fimmvörðuhálsi er það myndað þannig að svo virðist sem þeir séu „in the middle of nowhere“.Að þínum dómi, þá er þó klárlega um utanvegaakstur að ræða í myndbandinu?„Sum skotin eru það alveg klárlega, jú.“Breytt verklagMagne segir fyrirtækið löngu hætt að taka svona verkefni að sér. „Það er algert skilyrði ef fólk kemur til okkar að það sé alltaf starfsmaður frá okkur með í för til að tryggja rétta umgengni við náttúruna “ Hann segir það öllum í hag að sýna náttúrunni virðingu og halda henni óspilltri fyrir komandi kynslóðir. Magne segir myndbandið alls ekki sýna eðli Icebike Adventures sem ferðaþjónustufyrirtækis. „Það eina sem við erum að gera í þessu tilfelli er að segja þeim hvar þeir megi ekki vera og sjá um að koma þeim á svæðið.“Bréf til UmhverfisstofnunarMagne segir að fyrirtækið hafi þegar sent Umhverfisstofnun bréf um aðkomu fyrirtækisins að þessu umrædda verkefni og hvernig þetta hafi allt gengið fyrir sig. „Þetta er gamalt, frá 2014, þó að þetta komi upp núna en við höfum verið í sambandi við Umhverfisstofnun.“Uppfært:Lokað hefur verið fyrir almennan aðgang að myndbandinu.
Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent