Nefndarfundi líkt við rannsóknarrétt Svavar Hávarðsson skrifar 25. september 2015 07:00 Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis. vísir/vilhelm Ljóst er að yfirlýstur tilgangur fundar atvinnuveganefndar Alþingis í gærmorgun um að leysa ágreining og reyna að koma á sáttum vegna vinnu við Rammaáætlun snerist fullkomlega upp í andhverfu sína og endaði með hörðum orðaskiptum í upphafi þingfundar í gær. Óvægnar ásakanir gengu á víxl bæði á fundi nefndarinnar og í þingsal. Fundurinn var opinn fjölmiðlum og var til hans boðað til að ræða álitamál sem höfðu risið í fyrra frá hendi orkugeirans, en deilur stóðu vikum saman á Alþingi eftir að meirihluti nefndarinnar gerði breytingartillögu við þingsályktun umhverfisráðherra um að setja Hvammsvirkjun í Þjórsá í nýtingarflokk – en það var í samræmi við niðurstöðu verkefnisstjórnar Rammaáætlunar. Þá vildi meirihluti nefndarinnar að fleiri virkjanakostir yrðu færðir úr biðflokki í nýtingarflokk – m.a. tveir í neðri hluta Þjórsár. Til fundarins voru boðaðir fulltrúar allra orkufyrirtækjanna, að því er best varð séð, Orkustofnunar sem hefur verið mjög gagnrýnin á störf verkefnastjórnarinnar auk Stefáns Gíslasonar, formanns verkefnastjórnarinnar. Voru málin rædd á milli nefndarmanna og gesta fundarins í þessari sömu röð. „Rannsóknarréttur“ og „sakabekkur“, voru orð sem varaformaður nefndarinnar, Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, notaði yfir fundinn. Gagnrýndi hún afar hart að til hans hefðu ekki verið boðaðir fulltrúar náttúruverndarsamtaka og fleiri – eins og hún hafði óskað eftir. Sagði hún grafið undan trúverðugleika verkefnastjórnarinnar með því að fullyrða að hún starfaði ekki samkvæmt lögum sem um hana gilda – auk þess sem efast væri um hæfi þeirra sem í verkefnisstjórninni sitja, og þá sérstaklega af hálfu formannsins, Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem rakti í löngu máli á fundinum aðkomu einstakra starfsmanna verkefnisstjórnar að félagsstörfum er tengjast náttúruvernd. Eins varpaði hún fram þeirri spurningu hvað málið hefði að gera á vettvangi atvinnuveganefndar þegar með réttu ættu álitamálin sem voru undir – stjórnsýslan - heima hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þessari túlkun Lilju Rafneyjar var mótmælt hart af stjórnarþingmönnum í nefndinni og formaðurinn áréttaði góðan vilja sinn til þess að finna málinu sáttafarveg, enda væri full þörf á því að skoða málið niður í kjölinn líkt og gagnrýni hagsmunaaðila hefði sýnt á fundi nefndarinnar og nefndi að bæði fulltrúar Orkustofnunar og orkufyrirtækjanna hefðu fullyrt að verkefnastjórnin færi ekki að lögum. Í þingræðu sinni um hádegisbil sakaði Jón stjórnarandstöðuna um að setja á svið leikrit og að gagnrýni hennar væri persónulegt skítkast. Boðaði hann fleiri fundi enda hefði Alþingi vísað málinu til nefndarinnar en hún hefði ekki óskað eftir því að taka það upp. Alþingi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Ljóst er að yfirlýstur tilgangur fundar atvinnuveganefndar Alþingis í gærmorgun um að leysa ágreining og reyna að koma á sáttum vegna vinnu við Rammaáætlun snerist fullkomlega upp í andhverfu sína og endaði með hörðum orðaskiptum í upphafi þingfundar í gær. Óvægnar ásakanir gengu á víxl bæði á fundi nefndarinnar og í þingsal. Fundurinn var opinn fjölmiðlum og var til hans boðað til að ræða álitamál sem höfðu risið í fyrra frá hendi orkugeirans, en deilur stóðu vikum saman á Alþingi eftir að meirihluti nefndarinnar gerði breytingartillögu við þingsályktun umhverfisráðherra um að setja Hvammsvirkjun í Þjórsá í nýtingarflokk – en það var í samræmi við niðurstöðu verkefnisstjórnar Rammaáætlunar. Þá vildi meirihluti nefndarinnar að fleiri virkjanakostir yrðu færðir úr biðflokki í nýtingarflokk – m.a. tveir í neðri hluta Þjórsár. Til fundarins voru boðaðir fulltrúar allra orkufyrirtækjanna, að því er best varð séð, Orkustofnunar sem hefur verið mjög gagnrýnin á störf verkefnastjórnarinnar auk Stefáns Gíslasonar, formanns verkefnastjórnarinnar. Voru málin rædd á milli nefndarmanna og gesta fundarins í þessari sömu röð. „Rannsóknarréttur“ og „sakabekkur“, voru orð sem varaformaður nefndarinnar, Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, notaði yfir fundinn. Gagnrýndi hún afar hart að til hans hefðu ekki verið boðaðir fulltrúar náttúruverndarsamtaka og fleiri – eins og hún hafði óskað eftir. Sagði hún grafið undan trúverðugleika verkefnastjórnarinnar með því að fullyrða að hún starfaði ekki samkvæmt lögum sem um hana gilda – auk þess sem efast væri um hæfi þeirra sem í verkefnisstjórninni sitja, og þá sérstaklega af hálfu formannsins, Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem rakti í löngu máli á fundinum aðkomu einstakra starfsmanna verkefnisstjórnar að félagsstörfum er tengjast náttúruvernd. Eins varpaði hún fram þeirri spurningu hvað málið hefði að gera á vettvangi atvinnuveganefndar þegar með réttu ættu álitamálin sem voru undir – stjórnsýslan - heima hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þessari túlkun Lilju Rafneyjar var mótmælt hart af stjórnarþingmönnum í nefndinni og formaðurinn áréttaði góðan vilja sinn til þess að finna málinu sáttafarveg, enda væri full þörf á því að skoða málið niður í kjölinn líkt og gagnrýni hagsmunaaðila hefði sýnt á fundi nefndarinnar og nefndi að bæði fulltrúar Orkustofnunar og orkufyrirtækjanna hefðu fullyrt að verkefnastjórnin færi ekki að lögum. Í þingræðu sinni um hádegisbil sakaði Jón stjórnarandstöðuna um að setja á svið leikrit og að gagnrýni hennar væri persónulegt skítkast. Boðaði hann fleiri fundi enda hefði Alþingi vísað málinu til nefndarinnar en hún hefði ekki óskað eftir því að taka það upp.
Alþingi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira