Fyrrverandi þingmaður fékk tæpar tólf milljónir fyrir læsisverkefnið Sveinn Arnarsson skrifar 25. september 2015 07:00 Það var ráðuneytisstjórinn, Ásta Magnúsdóttir, sem leitaði til Guðfinnu vegna lestrarverkefnisins. vísir/vilhelm Fyrirtæki í eigu Guðfinnu Bjarnadóttur, fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins, fékk samtals 11,6 milljónir króna fyrir vinnu fyrir ráðuneyti menntamála við að stýra verkefnaáætlun um þjóðarátak vegna læsis barna í grunnskólum. Staða verkefnisstjóra var ekki auglýst opinberlega. Guðfinna segir ráðgjafarsamningana ekki vera óeðlilega háa. Þeir taxtar sem settir voru upp í samningunum séu svipaðir því sem gengur og gerist í dag. Menntamálaráðherra hafi ekki ráðið Guðfinnu heldur ráðuneytisstjóri mennta- og menningarmála, Ásta Magnúsdóttir. „Ég hafði heyrt af þessari vinnu eftir að Hvítbókin kom út og ráðuneytisstjóri hafði samband við mig og spurði hvort ég væri til í að stýra þessu verkefni,“ segir Guðfinna.Guðfinna S. BjarnadóttirSamningarnir sem mennta- og menningarmálaráðuneytið gerði við fyrirtæki Guðfinnu og eiginmanns hennar, Vilhjálms Kristjánssonar, LC ráðgjöf ehf., eru tveir. Sá fyrri er dagsettur þann 26. september, sextán dögum eftir fyrsta fund verkefnahópsins, og hljóðar hann upp á átta milljónir króna til handa fyrirtækinu. Verkefni hennar var að móta aðgerðaáætlun í samræmi við markmið Hvítbókar um eflingu menntunar. Verkáætlun um aðgerðir til eflingar læsi áttu samkvæmt samningi að liggja fyrir í desember það ár. Seinni samningurinn, sem hljóðar upp á 3,6 milljónir króna, snýst um vinnu Guðfinnu við að gegna hlutverki ráðgjafa í samráði við ráðuneytisstjóra um sáttmála um læsi. Miðað var við vinnu verksala á tímabilinu frá febrúar 2015 til loka júlí. Athygli vekur að seinni samningurinn er undirritaður þann 7. apríl eða tveimur mánuðum áður en Guðfinna hóf störf við verkefnið. „Fyrst var gerður munnlegur samningur við Guðfinnu en svo náðum við bara illa saman til að klára undirritun,“ segir Ásta Magnúsdóttir ráðuneytisstjóri. Fjórir aðrir fulltrúar í verkefnahópi um læsi fengu hver um sig 300 þúsund króna þóknun fyrir vinnu sína, 1,2 milljónir samtals. Því hefur aðeins launakostnaður við verkefnastjórn um eflingu læsis og þjóðarátak menntamálaráðherra kostað 12,8 milljónir króna. Guðfinna Bjarnadóttir hefur rekið ráðgjafarfyrirtæki frá árinu 1986. Hún var rektor Háskólans í Reykjavík þar til hún settist á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2007 og sat þar í tvö ár. Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Fyrirtæki í eigu Guðfinnu Bjarnadóttur, fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins, fékk samtals 11,6 milljónir króna fyrir vinnu fyrir ráðuneyti menntamála við að stýra verkefnaáætlun um þjóðarátak vegna læsis barna í grunnskólum. Staða verkefnisstjóra var ekki auglýst opinberlega. Guðfinna segir ráðgjafarsamningana ekki vera óeðlilega háa. Þeir taxtar sem settir voru upp í samningunum séu svipaðir því sem gengur og gerist í dag. Menntamálaráðherra hafi ekki ráðið Guðfinnu heldur ráðuneytisstjóri mennta- og menningarmála, Ásta Magnúsdóttir. „Ég hafði heyrt af þessari vinnu eftir að Hvítbókin kom út og ráðuneytisstjóri hafði samband við mig og spurði hvort ég væri til í að stýra þessu verkefni,“ segir Guðfinna.Guðfinna S. BjarnadóttirSamningarnir sem mennta- og menningarmálaráðuneytið gerði við fyrirtæki Guðfinnu og eiginmanns hennar, Vilhjálms Kristjánssonar, LC ráðgjöf ehf., eru tveir. Sá fyrri er dagsettur þann 26. september, sextán dögum eftir fyrsta fund verkefnahópsins, og hljóðar hann upp á átta milljónir króna til handa fyrirtækinu. Verkefni hennar var að móta aðgerðaáætlun í samræmi við markmið Hvítbókar um eflingu menntunar. Verkáætlun um aðgerðir til eflingar læsi áttu samkvæmt samningi að liggja fyrir í desember það ár. Seinni samningurinn, sem hljóðar upp á 3,6 milljónir króna, snýst um vinnu Guðfinnu við að gegna hlutverki ráðgjafa í samráði við ráðuneytisstjóra um sáttmála um læsi. Miðað var við vinnu verksala á tímabilinu frá febrúar 2015 til loka júlí. Athygli vekur að seinni samningurinn er undirritaður þann 7. apríl eða tveimur mánuðum áður en Guðfinna hóf störf við verkefnið. „Fyrst var gerður munnlegur samningur við Guðfinnu en svo náðum við bara illa saman til að klára undirritun,“ segir Ásta Magnúsdóttir ráðuneytisstjóri. Fjórir aðrir fulltrúar í verkefnahópi um læsi fengu hver um sig 300 þúsund króna þóknun fyrir vinnu sína, 1,2 milljónir samtals. Því hefur aðeins launakostnaður við verkefnastjórn um eflingu læsis og þjóðarátak menntamálaráðherra kostað 12,8 milljónir króna. Guðfinna Bjarnadóttir hefur rekið ráðgjafarfyrirtæki frá árinu 1986. Hún var rektor Háskólans í Reykjavík þar til hún settist á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2007 og sat þar í tvö ár.
Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira