Innlent

Mikið rennsli í ám á Suður-, Austur- og Norðurlandi

Gissur Sigurðsson skrifar
Hlýindi eru áfram í kortunum þannig að mikið rennsli verður enn um hríð.
Hlýindi eru áfram í kortunum þannig að mikið rennsli verður enn um hríð.
Óvenju mikið rennsli er í ám á Suður- Austur- og Norðurlandi miðað við árstíma, samkvæmt vatnsmælum Veðurstofunnar. Á Suðurlandi er til dæmis mjög mikið rennsli í Hvítá, Eystri Rangá, Hólmsá, Eldvatni og Skaftá.

Á austurlandi er mjög mikið í Geithellnaá og og Fossá og á Norðurlandi  er mjög mikið rennsli í Fnjóská, Laxá, Skjálfandafljóti og Svartá. Rennslið er með nokkurn veginn eðlilegum hætti í ám á Vesturlandi.

Hlýindi eru áfram í kortunum þannig að mikið rennsli verður enn um hríð. Þrátt fyrir þetta mikla rennsli hafa ár ekki flætt yfir bakka sína enda hafa hvergi myndast klakastíflur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×