Innlent

Meirihluti stjórnarandstöðunnar vill taka á móti 500 flóttamönnum til ársins 2017

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Alþingi.
Alþingi. Vísir
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt lagt fram þingsályktunartillögu um að Ísland taki á móti 500 flóttamönnum til ársins 2017. Einnig er lagt til að unnin verði áætlun um móttöku flóttamanna sem taki gildi árið 2018 þar sem tryggt verði að Ísland taki á móti flóttafólki til samræmis við íbúafjölda og efnahag landsins. Enginn stjórnarþingmaður er á lista yfir meðflutningsmenn en 22 þingmenn stjórnarandstöðunnar eru meðflutningsmenn.

„Ljóst er að íslensk stjórnvöld þurfa að taka á móti fleiri flóttamönnum en nú er gert,“ segir í þingsályktunartillögunni en gert er ráð fyrir að sérstök áhersla verði lögð á móttöku flóttafólks frá Sýrlandi og öðru flóttafólki sem sé í sambærilegri stöðu. Vilja þingmennirnir að Alþingi álykti um að taka á móti 100 flóttamönnum í ár, 200 árið 2016 og 200 árið 2017.

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingkona Samfylkingarinnar.
Í ágúst sendi Sigríður Inga Ingibjörgsdóttir, flutningsmaður tilögunnar, tölvupóst á alla þingmenn á Alþingi þar sem óskað var eftir stuðningi við þingsályktunartillögu. Enginn þingmaður stjórnarflokkanna er á lista yfir meðflutningsmenn en 22 þingmenn úr öllum flokkum stjórnarandstöðunnar, Samfylkingunni, Bjartri framtíð, Pírötum og VG eru á lista yfir meðflutningsmenn.

„Með samþykkt tilögunnar um að Ísland taki á móti að a.m.k. 100 flóttamönnum á þessu ári og 200 árlega næstu tvö árin værum við að leggja lóð á vogarskálarnar til að draga úr þeirri skelfilegu neyð, ofbeldi, nauðgunum og mansali sem flóttafólk verður fyrir.“

Jafnframt segir í tilögunni að íslensk stjórnvöld skuli undirbúa ætlun um móttöku flóttamanna í samvinnu við Flóttamannahjálpina þannig að Ísland taki á móti flóttafólki til samræmis við íbúafjölda og efnahag landsins. Áætlunin skuli taka gildi árið 2018 og þar komi fram áherslur Íslands varðandi móttöku flóttamanna.


Tengdar fréttir

Refsiaðgerðir ef ríki hunsa flóttamenn

Svíar og Þjóðverjar hvetja önnur ESB-lönd til að taka við fleiri flóttamönnum. Varakanslari Þýskalands segir Þjóðverja geta tekið við hálfri milljón manna árlega. Það væri sambærilegt við tvö þúsund manns hér á landi.

Flóttamannavandinn í Evrópu – hvað er til ráða?

Ég vil sjá íslensku þjóðkirkjuna opna "flóttamannamiðstöð“ miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu, t.d. í Hallgrímskirkju, og veita þar fyrstu hjálp fyrir 1.015 flóttamenn, einn fyrir hvert ár frá kristnitöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×