Mikilvægara að hækka þak en lengja fæðingarorlofið Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 17. september 2015 20:00 Starfshópur sem rannsakað hefur framtíðarskipan fæðingarorlofskerfisins skilar af sér skýrslu á næstunni og formaður hópsins segir mikilvægara að hækka greiðsluþak en að lengja orlofstímann. Hann segir málið brýnt og vonar að tillögur til breytinga verði lagðar fram strax á þessu þingi. Í vikunni greindum sögðum við frá nýbökuðum mæðrum sem sögðu nær ógerlegt að lifa á tekjum frá fæðingarorlofssjóði. Þurfti önnur þeirra að búa í foreldrahúsum vegna tekjuskerðingar auk þess sem fjölskyldurnar ráða ekki við að báðir foreldrar fari í orlof. Slíkar aðstæður eru nokkuð algengar og ljóst er að víða er pottur brotinn í fæðingarorlofskerfinu. Fæðingum á Íslandi hefur fækkað töluvert undanfarin ár og hafa þær aldrei verið færri. Konur eru auk þess töluvert eldri þegar þær eignast börn og feður taka síður fæðingarorlof en áður. Margir kenna fæðingarorlofskerfinu um þessa þróun. Eygló Harðardóttir, velferðarráðherra, skipaði í lok síðasta árs starfshóp um framtíðarskipan fæðingarorlofs. Hópurinn skilar af sér skýrslu á næstu vikum. Birkir Jón Jónsson er formaður hópsins. „Fyrst að fólk er ekki að nýta kerfið eins og það er þá segir það okkur þá sögu að upphæðirnar eru ekki nógu háar eins og kerfið er í dag. Þannig að mínu viti væri fyrsta skrefið að hækka greiðslurnar. Síðan kemur þá í áföngum væntanlega lenging orlofsins. Svo þarf að ræða við sveitarfélögin hvernig við samræmum tengsl fæðingarorlofsins og leikskólanna,“ segir hann. Þrátt fyrir að velferðarráðherra hafi sagt að til standi að endurreisa kerfið er ekki gert ráð fyrir auknum fjármunum í fæðingarorlofssjóð í fjárlögum næsta árs, þó að að fé til hans hafi verið skert verulega eftir hrun. Sjóðurinn hefur verið rekinn með halla undanfarið og ljóst að ekki verður hægt að hækka útborganir eða lenga orlof miðað við núverandi tekjustofn. Birkir segist þó vona að lagðar verði fram tillögur um málið strax á þessu þingi. „En það er alveg ljóst að allar breytingar sem eru gerðar gagnvart stóru kerfi útheimta mikla fjármuni,“ segir hann. Ljóst sé að gera þurfi breytingar til hækkunar á kerfinu og skoða hvort festa eigi lágmarksframfærslu. „Við heyrum það á umræðunni að þetta er mjög aðkallandi mál. Þetta skiptir ungt barnafólk mjög miklu máli. Það eru miklir erfiðleikar á mörgum heimilum eins og við þekkjum, þannig að hvað mig varðar þá er það áherslumál að við förum að sjá breytingar á þessu kerfi,“ segir Birkir Jón. Tengdar fréttir Segja ógerlegt að lifa á fæðingarorlofi Tvær nýbakaðar mæður segja nær ógerlegt að lifa á tekjum frá fæðingarorlofssjóði og þarf önnur þeirra að búa í foreldrahúsum vegna tekjuskerðingar. 15. september 2015 09:50 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Starfshópur sem rannsakað hefur framtíðarskipan fæðingarorlofskerfisins skilar af sér skýrslu á næstunni og formaður hópsins segir mikilvægara að hækka greiðsluþak en að lengja orlofstímann. Hann segir málið brýnt og vonar að tillögur til breytinga verði lagðar fram strax á þessu þingi. Í vikunni greindum sögðum við frá nýbökuðum mæðrum sem sögðu nær ógerlegt að lifa á tekjum frá fæðingarorlofssjóði. Þurfti önnur þeirra að búa í foreldrahúsum vegna tekjuskerðingar auk þess sem fjölskyldurnar ráða ekki við að báðir foreldrar fari í orlof. Slíkar aðstæður eru nokkuð algengar og ljóst er að víða er pottur brotinn í fæðingarorlofskerfinu. Fæðingum á Íslandi hefur fækkað töluvert undanfarin ár og hafa þær aldrei verið færri. Konur eru auk þess töluvert eldri þegar þær eignast börn og feður taka síður fæðingarorlof en áður. Margir kenna fæðingarorlofskerfinu um þessa þróun. Eygló Harðardóttir, velferðarráðherra, skipaði í lok síðasta árs starfshóp um framtíðarskipan fæðingarorlofs. Hópurinn skilar af sér skýrslu á næstu vikum. Birkir Jón Jónsson er formaður hópsins. „Fyrst að fólk er ekki að nýta kerfið eins og það er þá segir það okkur þá sögu að upphæðirnar eru ekki nógu háar eins og kerfið er í dag. Þannig að mínu viti væri fyrsta skrefið að hækka greiðslurnar. Síðan kemur þá í áföngum væntanlega lenging orlofsins. Svo þarf að ræða við sveitarfélögin hvernig við samræmum tengsl fæðingarorlofsins og leikskólanna,“ segir hann. Þrátt fyrir að velferðarráðherra hafi sagt að til standi að endurreisa kerfið er ekki gert ráð fyrir auknum fjármunum í fæðingarorlofssjóð í fjárlögum næsta árs, þó að að fé til hans hafi verið skert verulega eftir hrun. Sjóðurinn hefur verið rekinn með halla undanfarið og ljóst að ekki verður hægt að hækka útborganir eða lenga orlof miðað við núverandi tekjustofn. Birkir segist þó vona að lagðar verði fram tillögur um málið strax á þessu þingi. „En það er alveg ljóst að allar breytingar sem eru gerðar gagnvart stóru kerfi útheimta mikla fjármuni,“ segir hann. Ljóst sé að gera þurfi breytingar til hækkunar á kerfinu og skoða hvort festa eigi lágmarksframfærslu. „Við heyrum það á umræðunni að þetta er mjög aðkallandi mál. Þetta skiptir ungt barnafólk mjög miklu máli. Það eru miklir erfiðleikar á mörgum heimilum eins og við þekkjum, þannig að hvað mig varðar þá er það áherslumál að við förum að sjá breytingar á þessu kerfi,“ segir Birkir Jón.
Tengdar fréttir Segja ógerlegt að lifa á fæðingarorlofi Tvær nýbakaðar mæður segja nær ógerlegt að lifa á tekjum frá fæðingarorlofssjóði og þarf önnur þeirra að búa í foreldrahúsum vegna tekjuskerðingar. 15. september 2015 09:50 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Segja ógerlegt að lifa á fæðingarorlofi Tvær nýbakaðar mæður segja nær ógerlegt að lifa á tekjum frá fæðingarorlofssjóði og þarf önnur þeirra að búa í foreldrahúsum vegna tekjuskerðingar. 15. september 2015 09:50