Mikilvægara að hækka þak en lengja fæðingarorlofið Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 17. september 2015 20:00 Starfshópur sem rannsakað hefur framtíðarskipan fæðingarorlofskerfisins skilar af sér skýrslu á næstunni og formaður hópsins segir mikilvægara að hækka greiðsluþak en að lengja orlofstímann. Hann segir málið brýnt og vonar að tillögur til breytinga verði lagðar fram strax á þessu þingi. Í vikunni greindum sögðum við frá nýbökuðum mæðrum sem sögðu nær ógerlegt að lifa á tekjum frá fæðingarorlofssjóði. Þurfti önnur þeirra að búa í foreldrahúsum vegna tekjuskerðingar auk þess sem fjölskyldurnar ráða ekki við að báðir foreldrar fari í orlof. Slíkar aðstæður eru nokkuð algengar og ljóst er að víða er pottur brotinn í fæðingarorlofskerfinu. Fæðingum á Íslandi hefur fækkað töluvert undanfarin ár og hafa þær aldrei verið færri. Konur eru auk þess töluvert eldri þegar þær eignast börn og feður taka síður fæðingarorlof en áður. Margir kenna fæðingarorlofskerfinu um þessa þróun. Eygló Harðardóttir, velferðarráðherra, skipaði í lok síðasta árs starfshóp um framtíðarskipan fæðingarorlofs. Hópurinn skilar af sér skýrslu á næstu vikum. Birkir Jón Jónsson er formaður hópsins. „Fyrst að fólk er ekki að nýta kerfið eins og það er þá segir það okkur þá sögu að upphæðirnar eru ekki nógu háar eins og kerfið er í dag. Þannig að mínu viti væri fyrsta skrefið að hækka greiðslurnar. Síðan kemur þá í áföngum væntanlega lenging orlofsins. Svo þarf að ræða við sveitarfélögin hvernig við samræmum tengsl fæðingarorlofsins og leikskólanna,“ segir hann. Þrátt fyrir að velferðarráðherra hafi sagt að til standi að endurreisa kerfið er ekki gert ráð fyrir auknum fjármunum í fæðingarorlofssjóð í fjárlögum næsta árs, þó að að fé til hans hafi verið skert verulega eftir hrun. Sjóðurinn hefur verið rekinn með halla undanfarið og ljóst að ekki verður hægt að hækka útborganir eða lenga orlof miðað við núverandi tekjustofn. Birkir segist þó vona að lagðar verði fram tillögur um málið strax á þessu þingi. „En það er alveg ljóst að allar breytingar sem eru gerðar gagnvart stóru kerfi útheimta mikla fjármuni,“ segir hann. Ljóst sé að gera þurfi breytingar til hækkunar á kerfinu og skoða hvort festa eigi lágmarksframfærslu. „Við heyrum það á umræðunni að þetta er mjög aðkallandi mál. Þetta skiptir ungt barnafólk mjög miklu máli. Það eru miklir erfiðleikar á mörgum heimilum eins og við þekkjum, þannig að hvað mig varðar þá er það áherslumál að við förum að sjá breytingar á þessu kerfi,“ segir Birkir Jón. Tengdar fréttir Segja ógerlegt að lifa á fæðingarorlofi Tvær nýbakaðar mæður segja nær ógerlegt að lifa á tekjum frá fæðingarorlofssjóði og þarf önnur þeirra að búa í foreldrahúsum vegna tekjuskerðingar. 15. september 2015 09:50 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Starfshópur sem rannsakað hefur framtíðarskipan fæðingarorlofskerfisins skilar af sér skýrslu á næstunni og formaður hópsins segir mikilvægara að hækka greiðsluþak en að lengja orlofstímann. Hann segir málið brýnt og vonar að tillögur til breytinga verði lagðar fram strax á þessu þingi. Í vikunni greindum sögðum við frá nýbökuðum mæðrum sem sögðu nær ógerlegt að lifa á tekjum frá fæðingarorlofssjóði. Þurfti önnur þeirra að búa í foreldrahúsum vegna tekjuskerðingar auk þess sem fjölskyldurnar ráða ekki við að báðir foreldrar fari í orlof. Slíkar aðstæður eru nokkuð algengar og ljóst er að víða er pottur brotinn í fæðingarorlofskerfinu. Fæðingum á Íslandi hefur fækkað töluvert undanfarin ár og hafa þær aldrei verið færri. Konur eru auk þess töluvert eldri þegar þær eignast börn og feður taka síður fæðingarorlof en áður. Margir kenna fæðingarorlofskerfinu um þessa þróun. Eygló Harðardóttir, velferðarráðherra, skipaði í lok síðasta árs starfshóp um framtíðarskipan fæðingarorlofs. Hópurinn skilar af sér skýrslu á næstu vikum. Birkir Jón Jónsson er formaður hópsins. „Fyrst að fólk er ekki að nýta kerfið eins og það er þá segir það okkur þá sögu að upphæðirnar eru ekki nógu háar eins og kerfið er í dag. Þannig að mínu viti væri fyrsta skrefið að hækka greiðslurnar. Síðan kemur þá í áföngum væntanlega lenging orlofsins. Svo þarf að ræða við sveitarfélögin hvernig við samræmum tengsl fæðingarorlofsins og leikskólanna,“ segir hann. Þrátt fyrir að velferðarráðherra hafi sagt að til standi að endurreisa kerfið er ekki gert ráð fyrir auknum fjármunum í fæðingarorlofssjóð í fjárlögum næsta árs, þó að að fé til hans hafi verið skert verulega eftir hrun. Sjóðurinn hefur verið rekinn með halla undanfarið og ljóst að ekki verður hægt að hækka útborganir eða lenga orlof miðað við núverandi tekjustofn. Birkir segist þó vona að lagðar verði fram tillögur um málið strax á þessu þingi. „En það er alveg ljóst að allar breytingar sem eru gerðar gagnvart stóru kerfi útheimta mikla fjármuni,“ segir hann. Ljóst sé að gera þurfi breytingar til hækkunar á kerfinu og skoða hvort festa eigi lágmarksframfærslu. „Við heyrum það á umræðunni að þetta er mjög aðkallandi mál. Þetta skiptir ungt barnafólk mjög miklu máli. Það eru miklir erfiðleikar á mörgum heimilum eins og við þekkjum, þannig að hvað mig varðar þá er það áherslumál að við förum að sjá breytingar á þessu kerfi,“ segir Birkir Jón.
Tengdar fréttir Segja ógerlegt að lifa á fæðingarorlofi Tvær nýbakaðar mæður segja nær ógerlegt að lifa á tekjum frá fæðingarorlofssjóði og þarf önnur þeirra að búa í foreldrahúsum vegna tekjuskerðingar. 15. september 2015 09:50 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Segja ógerlegt að lifa á fæðingarorlofi Tvær nýbakaðar mæður segja nær ógerlegt að lifa á tekjum frá fæðingarorlofssjóði og þarf önnur þeirra að búa í foreldrahúsum vegna tekjuskerðingar. 15. september 2015 09:50