Segja ógerlegt að lifa á fæðingarorlofi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 15. september 2015 09:50 Tvær nýbakaðar mæður segja nær ógerlegt að lifa á tekjum frá fæðingarorlofssjóði og þarf önnur þeirra að búa í foreldrahúsum vegna tekjuskerðingar. Þá ráða fjölskyldurnar ekki við að báðir foreldrar fari í fæðingarorlof. Þær Bergljót Klara og Elen eignuðust báðar sitt fyrsta barn í júlí. Bergljót Klara var í fullu starfi áður en hún fór í orlof en var áður í hlutastarfi með skóla. Hún fær því um 85 þúsund krónur útborgaðar frá fæðingarorlofssjóði. Það dugir ekki til að vera á leigumarkaði. „Ég er bara heppin að geta búið heima hjá foreldrum mínum og borgað þeim sem sagt heim í staðinn fyrir að leigja íbúð,“ segir Bergljót Klara. Elen var í 80 prósent vinnu áður en hún eignaðist dóttur sína og fær 123 þúsund á mánuði frá fæðingarorlofssjóði. Báðar segja konurnar að fjölskyldurnar ráði ekki við að báðir foreldrar fari í fæðingarorlof en tölur frá fæðingarorlofssjóði sýna að feður taki síður fæðingarorlof nú en fyrir hrun. Bergljót segist vita til þess að konur fari á bakvið kerfið til tekjuöflunar á orlofstímanum og til að vera lengur með barninu. „Mér var bent á af hverju ég ætti ekki frekar bara að skrá mig á atvinnuleysisbætur í staðinn fyrir að vera í fæðingarorlofi. Það eru lágmarkstekjur, 180 þúsund, sem er um 100 þúsund meira en maður fær frá fæðingarorlofssjóði. Það er sorglegt að maður þurfi að hugsa svona þegar maður á að vera að njóta tímans með nýja einstaklingnum.“ Ekki er gert ráð fyrir aukum fjármunum í fæðingarorlofssjóð í fjárlögum næsta árs en hann var í fyrra rekinn með halla og stefnir í að svo verði einnig í ár. Fæðingarorlof er töluvert styttra hér á landi en á hinum norðurlöndunum, þar sem það er að minnsta kosti 12 mánuðir. „Ég hefði viljað vera flutt áður en hún kom,“ segir Elen og bætir við að það standi til að flytja úr landi. Þá segir Bergljót Klara það ekkert sérstaklega hvetjandi að eignast barn hér á landi. Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Skotárás á Times Square Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Tvær nýbakaðar mæður segja nær ógerlegt að lifa á tekjum frá fæðingarorlofssjóði og þarf önnur þeirra að búa í foreldrahúsum vegna tekjuskerðingar. Þá ráða fjölskyldurnar ekki við að báðir foreldrar fari í fæðingarorlof. Þær Bergljót Klara og Elen eignuðust báðar sitt fyrsta barn í júlí. Bergljót Klara var í fullu starfi áður en hún fór í orlof en var áður í hlutastarfi með skóla. Hún fær því um 85 þúsund krónur útborgaðar frá fæðingarorlofssjóði. Það dugir ekki til að vera á leigumarkaði. „Ég er bara heppin að geta búið heima hjá foreldrum mínum og borgað þeim sem sagt heim í staðinn fyrir að leigja íbúð,“ segir Bergljót Klara. Elen var í 80 prósent vinnu áður en hún eignaðist dóttur sína og fær 123 þúsund á mánuði frá fæðingarorlofssjóði. Báðar segja konurnar að fjölskyldurnar ráði ekki við að báðir foreldrar fari í fæðingarorlof en tölur frá fæðingarorlofssjóði sýna að feður taki síður fæðingarorlof nú en fyrir hrun. Bergljót segist vita til þess að konur fari á bakvið kerfið til tekjuöflunar á orlofstímanum og til að vera lengur með barninu. „Mér var bent á af hverju ég ætti ekki frekar bara að skrá mig á atvinnuleysisbætur í staðinn fyrir að vera í fæðingarorlofi. Það eru lágmarkstekjur, 180 þúsund, sem er um 100 þúsund meira en maður fær frá fæðingarorlofssjóði. Það er sorglegt að maður þurfi að hugsa svona þegar maður á að vera að njóta tímans með nýja einstaklingnum.“ Ekki er gert ráð fyrir aukum fjármunum í fæðingarorlofssjóð í fjárlögum næsta árs en hann var í fyrra rekinn með halla og stefnir í að svo verði einnig í ár. Fæðingarorlof er töluvert styttra hér á landi en á hinum norðurlöndunum, þar sem það er að minnsta kosti 12 mánuðir. „Ég hefði viljað vera flutt áður en hún kom,“ segir Elen og bætir við að það standi til að flytja úr landi. Þá segir Bergljót Klara það ekkert sérstaklega hvetjandi að eignast barn hér á landi.
Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Skotárás á Times Square Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira