Mikilvægara að hækka þak en lengja fæðingarorlofið Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 17. september 2015 20:00 Starfshópur sem rannsakað hefur framtíðarskipan fæðingarorlofskerfisins skilar af sér skýrslu á næstunni og formaður hópsins segir mikilvægara að hækka greiðsluþak en að lengja orlofstímann. Hann segir málið brýnt og vonar að tillögur til breytinga verði lagðar fram strax á þessu þingi. Í vikunni greindum sögðum við frá nýbökuðum mæðrum sem sögðu nær ógerlegt að lifa á tekjum frá fæðingarorlofssjóði. Þurfti önnur þeirra að búa í foreldrahúsum vegna tekjuskerðingar auk þess sem fjölskyldurnar ráða ekki við að báðir foreldrar fari í orlof. Slíkar aðstæður eru nokkuð algengar og ljóst er að víða er pottur brotinn í fæðingarorlofskerfinu. Fæðingum á Íslandi hefur fækkað töluvert undanfarin ár og hafa þær aldrei verið færri. Konur eru auk þess töluvert eldri þegar þær eignast börn og feður taka síður fæðingarorlof en áður. Margir kenna fæðingarorlofskerfinu um þessa þróun. Eygló Harðardóttir, velferðarráðherra, skipaði í lok síðasta árs starfshóp um framtíðarskipan fæðingarorlofs. Hópurinn skilar af sér skýrslu á næstu vikum. Birkir Jón Jónsson er formaður hópsins. „Fyrst að fólk er ekki að nýta kerfið eins og það er þá segir það okkur þá sögu að upphæðirnar eru ekki nógu háar eins og kerfið er í dag. Þannig að mínu viti væri fyrsta skrefið að hækka greiðslurnar. Síðan kemur þá í áföngum væntanlega lenging orlofsins. Svo þarf að ræða við sveitarfélögin hvernig við samræmum tengsl fæðingarorlofsins og leikskólanna,“ segir hann. Þrátt fyrir að velferðarráðherra hafi sagt að til standi að endurreisa kerfið er ekki gert ráð fyrir auknum fjármunum í fæðingarorlofssjóð í fjárlögum næsta árs, þó að að fé til hans hafi verið skert verulega eftir hrun. Sjóðurinn hefur verið rekinn með halla undanfarið og ljóst að ekki verður hægt að hækka útborganir eða lenga orlof miðað við núverandi tekjustofn. Birkir segist þó vona að lagðar verði fram tillögur um málið strax á þessu þingi. „En það er alveg ljóst að allar breytingar sem eru gerðar gagnvart stóru kerfi útheimta mikla fjármuni,“ segir hann. Ljóst sé að gera þurfi breytingar til hækkunar á kerfinu og skoða hvort festa eigi lágmarksframfærslu. „Við heyrum það á umræðunni að þetta er mjög aðkallandi mál. Þetta skiptir ungt barnafólk mjög miklu máli. Það eru miklir erfiðleikar á mörgum heimilum eins og við þekkjum, þannig að hvað mig varðar þá er það áherslumál að við förum að sjá breytingar á þessu kerfi,“ segir Birkir Jón. Tengdar fréttir Segja ógerlegt að lifa á fæðingarorlofi Tvær nýbakaðar mæður segja nær ógerlegt að lifa á tekjum frá fæðingarorlofssjóði og þarf önnur þeirra að búa í foreldrahúsum vegna tekjuskerðingar. 15. september 2015 09:50 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira
Starfshópur sem rannsakað hefur framtíðarskipan fæðingarorlofskerfisins skilar af sér skýrslu á næstunni og formaður hópsins segir mikilvægara að hækka greiðsluþak en að lengja orlofstímann. Hann segir málið brýnt og vonar að tillögur til breytinga verði lagðar fram strax á þessu þingi. Í vikunni greindum sögðum við frá nýbökuðum mæðrum sem sögðu nær ógerlegt að lifa á tekjum frá fæðingarorlofssjóði. Þurfti önnur þeirra að búa í foreldrahúsum vegna tekjuskerðingar auk þess sem fjölskyldurnar ráða ekki við að báðir foreldrar fari í orlof. Slíkar aðstæður eru nokkuð algengar og ljóst er að víða er pottur brotinn í fæðingarorlofskerfinu. Fæðingum á Íslandi hefur fækkað töluvert undanfarin ár og hafa þær aldrei verið færri. Konur eru auk þess töluvert eldri þegar þær eignast börn og feður taka síður fæðingarorlof en áður. Margir kenna fæðingarorlofskerfinu um þessa þróun. Eygló Harðardóttir, velferðarráðherra, skipaði í lok síðasta árs starfshóp um framtíðarskipan fæðingarorlofs. Hópurinn skilar af sér skýrslu á næstu vikum. Birkir Jón Jónsson er formaður hópsins. „Fyrst að fólk er ekki að nýta kerfið eins og það er þá segir það okkur þá sögu að upphæðirnar eru ekki nógu háar eins og kerfið er í dag. Þannig að mínu viti væri fyrsta skrefið að hækka greiðslurnar. Síðan kemur þá í áföngum væntanlega lenging orlofsins. Svo þarf að ræða við sveitarfélögin hvernig við samræmum tengsl fæðingarorlofsins og leikskólanna,“ segir hann. Þrátt fyrir að velferðarráðherra hafi sagt að til standi að endurreisa kerfið er ekki gert ráð fyrir auknum fjármunum í fæðingarorlofssjóð í fjárlögum næsta árs, þó að að fé til hans hafi verið skert verulega eftir hrun. Sjóðurinn hefur verið rekinn með halla undanfarið og ljóst að ekki verður hægt að hækka útborganir eða lenga orlof miðað við núverandi tekjustofn. Birkir segist þó vona að lagðar verði fram tillögur um málið strax á þessu þingi. „En það er alveg ljóst að allar breytingar sem eru gerðar gagnvart stóru kerfi útheimta mikla fjármuni,“ segir hann. Ljóst sé að gera þurfi breytingar til hækkunar á kerfinu og skoða hvort festa eigi lágmarksframfærslu. „Við heyrum það á umræðunni að þetta er mjög aðkallandi mál. Þetta skiptir ungt barnafólk mjög miklu máli. Það eru miklir erfiðleikar á mörgum heimilum eins og við þekkjum, þannig að hvað mig varðar þá er það áherslumál að við förum að sjá breytingar á þessu kerfi,“ segir Birkir Jón.
Tengdar fréttir Segja ógerlegt að lifa á fæðingarorlofi Tvær nýbakaðar mæður segja nær ógerlegt að lifa á tekjum frá fæðingarorlofssjóði og þarf önnur þeirra að búa í foreldrahúsum vegna tekjuskerðingar. 15. september 2015 09:50 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira
Segja ógerlegt að lifa á fæðingarorlofi Tvær nýbakaðar mæður segja nær ógerlegt að lifa á tekjum frá fæðingarorlofssjóði og þarf önnur þeirra að búa í foreldrahúsum vegna tekjuskerðingar. 15. september 2015 09:50