„Mátti auðvitað búast við viðbrögðum“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 18. september 2015 12:58 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. vísir/stefán Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir hörð viðbrögð við ákvörðun borgarinnar um að sniðganga vörur frá Ísrael ekki hafa komið sér á óvart. Unnið sé að því að útfæra ákvörðina eins vel og hægt sé. „Það mátti auðvitað búast við viðbrögðum við samþykkt borgarstjórnar en innkaupareglurnar okkar gera beinlínis ráð fyrir því að það sé tekið mið af umhverfis- og mannréttindarsjónarmiðum. Þannig að við erum á býsna traustum grunni í þessu,“ segir Dagur.Mikilvægt að taka afstöðu með mannréttindum„Þetta er auðvitað áratuga deilumál þar sem eru sterkar tilfinningar og ríkar skoðanir, en það breytir því ekki að borgarstjórn, eins og allir aðrir, verða að taka afstöðu með mannréttindum í hverju máli, hver sem í hlut á,“ bætir hann við. Greint var frá því í dag að Evrópska gyðingaþingið íhugi nú að sækja rétt sinn fyrir Alþjóðaviðskiptastofnuninni á grundvelli stofnunarinnar sem Ísland og Ísrael eru aðilar að. Forseti þingsins sagði á vef þess í gær að aðgerðirnar mismuni gyðingum, og að þingið hafi nú leitað ráðgjafar um hvort þær standist alþjóðalög og sáttmála.Ákvörðunin standist lögÞá velti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra því fyrir sér í Fréttablaðinu í dag hvort ákvörðunin samræmist lögum um opinber innkaup. Dagur segir það liggja fyrir að ákvörðunin standist lög og reglur, það hafi legið fyrir frá upphafi. Nú sé unnið að því að útfæra samþykkt borgarstjórnar. „Við erum á býsna traustum grunni á þessu, en útfærslan á þessu hjá okkur er líka eftir þannig að við munum vanda okkur í því eins og öðru. En ég treysti mér ekki til að tímasetja það, við skulum bara sjá hvernig þetta vinnst og munum leyfa öllum að fylgjast með því,“ segir Dagur. Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Ráðherra segir sniðgöngu áhrifalausa Utanríkisráðherra segir það hafa engin áhrif þótt borgin sniðgangi ísraelskar vörur. Hann efast um að ákvörðunin standist lög um opinber innkaup. 18. september 2015 07:00 Gyðingar vilja sækja rétt sinn vegna ákvörðunar Reykjavíkurborgar Evrópska gyðingaþingið íhugar að sækja rétt sinn fyrir Alþjóðaviðskiptastofnuninni á grundvelli sáttmála stofnunarinnar sem Ísland og Ísrael eru aðilar að 18. september 2015 07:46 Vörurnar sem koma til greina í sniðgöngu borgarinnar "Almennt er viðskiptabann þannig að þá á það við um ísraelskar vörur, svo getur vel verið að það þróist eitthvað áfram.“ 17. september 2015 08:46 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir hörð viðbrögð við ákvörðun borgarinnar um að sniðganga vörur frá Ísrael ekki hafa komið sér á óvart. Unnið sé að því að útfæra ákvörðina eins vel og hægt sé. „Það mátti auðvitað búast við viðbrögðum við samþykkt borgarstjórnar en innkaupareglurnar okkar gera beinlínis ráð fyrir því að það sé tekið mið af umhverfis- og mannréttindarsjónarmiðum. Þannig að við erum á býsna traustum grunni í þessu,“ segir Dagur.Mikilvægt að taka afstöðu með mannréttindum„Þetta er auðvitað áratuga deilumál þar sem eru sterkar tilfinningar og ríkar skoðanir, en það breytir því ekki að borgarstjórn, eins og allir aðrir, verða að taka afstöðu með mannréttindum í hverju máli, hver sem í hlut á,“ bætir hann við. Greint var frá því í dag að Evrópska gyðingaþingið íhugi nú að sækja rétt sinn fyrir Alþjóðaviðskiptastofnuninni á grundvelli stofnunarinnar sem Ísland og Ísrael eru aðilar að. Forseti þingsins sagði á vef þess í gær að aðgerðirnar mismuni gyðingum, og að þingið hafi nú leitað ráðgjafar um hvort þær standist alþjóðalög og sáttmála.Ákvörðunin standist lögÞá velti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra því fyrir sér í Fréttablaðinu í dag hvort ákvörðunin samræmist lögum um opinber innkaup. Dagur segir það liggja fyrir að ákvörðunin standist lög og reglur, það hafi legið fyrir frá upphafi. Nú sé unnið að því að útfæra samþykkt borgarstjórnar. „Við erum á býsna traustum grunni á þessu, en útfærslan á þessu hjá okkur er líka eftir þannig að við munum vanda okkur í því eins og öðru. En ég treysti mér ekki til að tímasetja það, við skulum bara sjá hvernig þetta vinnst og munum leyfa öllum að fylgjast með því,“ segir Dagur.
Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Ráðherra segir sniðgöngu áhrifalausa Utanríkisráðherra segir það hafa engin áhrif þótt borgin sniðgangi ísraelskar vörur. Hann efast um að ákvörðunin standist lög um opinber innkaup. 18. september 2015 07:00 Gyðingar vilja sækja rétt sinn vegna ákvörðunar Reykjavíkurborgar Evrópska gyðingaþingið íhugar að sækja rétt sinn fyrir Alþjóðaviðskiptastofnuninni á grundvelli sáttmála stofnunarinnar sem Ísland og Ísrael eru aðilar að 18. september 2015 07:46 Vörurnar sem koma til greina í sniðgöngu borgarinnar "Almennt er viðskiptabann þannig að þá á það við um ísraelskar vörur, svo getur vel verið að það þróist eitthvað áfram.“ 17. september 2015 08:46 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Ráðherra segir sniðgöngu áhrifalausa Utanríkisráðherra segir það hafa engin áhrif þótt borgin sniðgangi ísraelskar vörur. Hann efast um að ákvörðunin standist lög um opinber innkaup. 18. september 2015 07:00
Gyðingar vilja sækja rétt sinn vegna ákvörðunar Reykjavíkurborgar Evrópska gyðingaþingið íhugar að sækja rétt sinn fyrir Alþjóðaviðskiptastofnuninni á grundvelli sáttmála stofnunarinnar sem Ísland og Ísrael eru aðilar að 18. september 2015 07:46
Vörurnar sem koma til greina í sniðgöngu borgarinnar "Almennt er viðskiptabann þannig að þá á það við um ísraelskar vörur, svo getur vel verið að það þróist eitthvað áfram.“ 17. september 2015 08:46