Lífið

Söfnuðu tæpri milljón á styrktarsýningu Everest

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gestirnir voru sáttur á sýningunni á miðvikudaginn.
Gestirnir voru sáttur á sýningunni á miðvikudaginn. vísir/anton
Uppselt var á styrktarsýningu Everest á miðvikudagskvöldið og safnaðist  samtals 885.000kr. Peningurinn kemur til með að fara allur til PHASE Worldwide.

Haldin var sérstök styrktarsýning á nýjustu kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest, á miðvikudagskvöldið og fór hún fram í Laugarásbíó.

PHASE Worldwide-sjóðurinn er ætlaður til enduruppbyggingar í landinu eftir jarðskjálftann sem þar reið yfir á árinu en Everest er að hluta til tekin í Nepal. Allir gestir sýningarinnar fengu gefins Surtsey húfu frá 66° Norður.


Tengdar fréttir

Uppselt á góðgerðarsýningu Everest

Uppselt er á góðgerðarsýninguna á stórmyndinni Everest sem haldin verður næsta miðvikudag 16. september í Laugarásbíói, en um er að ræða fyrstu sýningu á myndinni hérlendis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×