Draumaferð Illuga þar sem hann fylgdi eftir íslensku afreksfólki Birgir Olgeirsson skrifar 8. september 2015 09:00 Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarráðherra, í Berlín ásamt Dorrit Moussaieff forsetafrú og Hannesi Jónssyni formanni Körfuknattleikssambands Íslands. Vísir/Valli Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmála, hefur haft í nógu að snúast undanfarna daga við að fylgja eftir íslensku afreksfólki. Fyrirhuguð var ferð Illuga til Berlínar í Þýskalandi þar sem hann ætlaði að fylgjast með íslenska karlalandsliðinu leika sinn fyrsta leik á Evrópumótinu í körfubolta síðastliðinn laugardag. Illugi náði hins vegar að nýta ferðina til að fara víðar um Evrópu og var til að mynda viðstaddur frumsýningu kvikmyndar Baltasars Kormáks, Everest, sem var opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum á Ítalíu. Þaðan lá leiðin til Amsterdam í Hollandi þar sem hann fylgdist með karlalandsliði Íslands í knattspyrnu leggja Hollendinga að velli í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu á fimmtudag. Á laugardag var hann síðan mættur til Berlínar og flaug síðan heim til Íslands á sunnudag þar sem hann sá íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggja sér farseðilinn á Evrópumótið í knattspyrnu sem fer fram í Frakklandi á næsta ári.Hluti af störfum ráðherra Það er því ljóst að þetta var sannkölluð draumaferð sem margir hefðu viljað fara og tekur Illugi undir það en segir þetta tilheyra hans ráðuneyti, menningin annars vegar og íþróttirnar hins vegar. „Þegar það eru íþróttaviðburðir, sem segja má að séu sögulegir fyrir þjóðina eins og þessi leikur var í Hollandi og á sunnudag þá er mjög eðlilegt að ráðherra sé viðstaddur þá og óeðlilegt ef svo væri ekki. Eins opnunarleikur íslenska körfuboltalandsliðsins í Berlín. Það sem gerir það að verkum að þetta er hægt er að þetta var allt í sömu ferðinni,“ segir Illugi í samtali við Vísi um málið.Lilja Pálmadóttir og Baltasar Kormákur í Feneyjum.Vísir/AFPVelgengni Balta hefur jákvæð áhrif á íslenska kvikmyndagerð Hann segir dvölina í Feneyjum hafa verið merkilega en stutta. Hann var mættur á hátíðina 20 mínútum áður en sýning myndarinnar hófst. „Það var mjög eftirminnilegt og það var alveg glæsilegt að sjá þá stöðu sem Baltasar Kormákur er búinn að vinna sér inn á þessum alþjóðlega vettvangi, það er alveg ótrúlegt. Við Íslendingar njótum góðs af því. Þegar það gerist þá hjálpar það kvikmyndageiranum hér heima um leið, vekur athygli á Íslandi og íslenskri kvikmyndagerð,“ segir Illugi sem segir myndin mjög góða. „Viðtökurnar í salnum voru í takt við það og við sjáum það á gagnrýninni sem hún hefur fengið að hún er mjög góð.“Strákarnir ganga hér frá varamannabekknum eftir leikhlé.Vísir/valliHollenska knattspyrnuforystan kurteis Í Amsterdam-Arena sat hann í stúku með mörgum af forystumönnum Hollendinga í knattspyrnunni og átti hann samtöl við þá í hálfleik og eftir leik. Hann segir þá hafa tekið úrslitunum vel, þó að þau hafi verið þeim óhagstæð. „Og óskuðu okkur til hamingju með árangur liðsins. Þeir voru mjög kurteisir og velviljaðir gagnvart okkur.“Íslenska körfuboltalandsliðið ekki bara þátttakenndur Hann segir fyrsta leikinn sem íslenska karlalandsliðið lék á Evrópumótinu í körfubolta á laugardag hafa verið einstakan viðburð í íþróttasögu Íslendinga. „Menn hafa séð það í fjölmiðlum núna að stuðningsmennirnir hafa vakið athygli í Berlín fyrir sína framgöngu og stemningin í kringum liðið er mjög jákvæð og mikil. Það er líka ljóst eftir fyrstu leikina að strákarnir hafa sýnt að þeir eru ekki mættir á þetta mót sem áhorfendur, þeir voru vel inni í báðum þessum leikjum og áttu möguleika á að vinna þá. Það er líka gaman að sjá allan þann undirbúning sem forysta körfuknattleikssambandsins hefur lagt í. Það eru gríðarlega mörg handtök sem þarf að vinna til að þetta gangi allt vel fyrir sig.“ Tengdar fréttir „Ég held að mörgum myndi finnast það erfitt að kyngja ef Íslendingar yrðu að spila heimaleiki erlendis“ Illugi Gunnarsson, ráðherra íþróttamála, segir breytingar á mótafyrirkomulagi knattspyrnulandsliðanna kalla á breytingar þegar kemur að þjóðarleikvangi Íslendinga. 7. september 2015 20:09 Dorrit stal senunni í stuðningsmannapartýinu í gær | Myndir Dorrit Moussaieff, eiginkona forseta Íslands, Herra Ólafs Ragnars Grímssonar, var hrókur alls fagnaðar í Berlín í gær þegar íslenska stuðningsfólkið hittist á Urban Spree fyrir leikinn. 6. september 2015 11:52 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmála, hefur haft í nógu að snúast undanfarna daga við að fylgja eftir íslensku afreksfólki. Fyrirhuguð var ferð Illuga til Berlínar í Þýskalandi þar sem hann ætlaði að fylgjast með íslenska karlalandsliðinu leika sinn fyrsta leik á Evrópumótinu í körfubolta síðastliðinn laugardag. Illugi náði hins vegar að nýta ferðina til að fara víðar um Evrópu og var til að mynda viðstaddur frumsýningu kvikmyndar Baltasars Kormáks, Everest, sem var opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum á Ítalíu. Þaðan lá leiðin til Amsterdam í Hollandi þar sem hann fylgdist með karlalandsliði Íslands í knattspyrnu leggja Hollendinga að velli í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu á fimmtudag. Á laugardag var hann síðan mættur til Berlínar og flaug síðan heim til Íslands á sunnudag þar sem hann sá íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggja sér farseðilinn á Evrópumótið í knattspyrnu sem fer fram í Frakklandi á næsta ári.Hluti af störfum ráðherra Það er því ljóst að þetta var sannkölluð draumaferð sem margir hefðu viljað fara og tekur Illugi undir það en segir þetta tilheyra hans ráðuneyti, menningin annars vegar og íþróttirnar hins vegar. „Þegar það eru íþróttaviðburðir, sem segja má að séu sögulegir fyrir þjóðina eins og þessi leikur var í Hollandi og á sunnudag þá er mjög eðlilegt að ráðherra sé viðstaddur þá og óeðlilegt ef svo væri ekki. Eins opnunarleikur íslenska körfuboltalandsliðsins í Berlín. Það sem gerir það að verkum að þetta er hægt er að þetta var allt í sömu ferðinni,“ segir Illugi í samtali við Vísi um málið.Lilja Pálmadóttir og Baltasar Kormákur í Feneyjum.Vísir/AFPVelgengni Balta hefur jákvæð áhrif á íslenska kvikmyndagerð Hann segir dvölina í Feneyjum hafa verið merkilega en stutta. Hann var mættur á hátíðina 20 mínútum áður en sýning myndarinnar hófst. „Það var mjög eftirminnilegt og það var alveg glæsilegt að sjá þá stöðu sem Baltasar Kormákur er búinn að vinna sér inn á þessum alþjóðlega vettvangi, það er alveg ótrúlegt. Við Íslendingar njótum góðs af því. Þegar það gerist þá hjálpar það kvikmyndageiranum hér heima um leið, vekur athygli á Íslandi og íslenskri kvikmyndagerð,“ segir Illugi sem segir myndin mjög góða. „Viðtökurnar í salnum voru í takt við það og við sjáum það á gagnrýninni sem hún hefur fengið að hún er mjög góð.“Strákarnir ganga hér frá varamannabekknum eftir leikhlé.Vísir/valliHollenska knattspyrnuforystan kurteis Í Amsterdam-Arena sat hann í stúku með mörgum af forystumönnum Hollendinga í knattspyrnunni og átti hann samtöl við þá í hálfleik og eftir leik. Hann segir þá hafa tekið úrslitunum vel, þó að þau hafi verið þeim óhagstæð. „Og óskuðu okkur til hamingju með árangur liðsins. Þeir voru mjög kurteisir og velviljaðir gagnvart okkur.“Íslenska körfuboltalandsliðið ekki bara þátttakenndur Hann segir fyrsta leikinn sem íslenska karlalandsliðið lék á Evrópumótinu í körfubolta á laugardag hafa verið einstakan viðburð í íþróttasögu Íslendinga. „Menn hafa séð það í fjölmiðlum núna að stuðningsmennirnir hafa vakið athygli í Berlín fyrir sína framgöngu og stemningin í kringum liðið er mjög jákvæð og mikil. Það er líka ljóst eftir fyrstu leikina að strákarnir hafa sýnt að þeir eru ekki mættir á þetta mót sem áhorfendur, þeir voru vel inni í báðum þessum leikjum og áttu möguleika á að vinna þá. Það er líka gaman að sjá allan þann undirbúning sem forysta körfuknattleikssambandsins hefur lagt í. Það eru gríðarlega mörg handtök sem þarf að vinna til að þetta gangi allt vel fyrir sig.“
Tengdar fréttir „Ég held að mörgum myndi finnast það erfitt að kyngja ef Íslendingar yrðu að spila heimaleiki erlendis“ Illugi Gunnarsson, ráðherra íþróttamála, segir breytingar á mótafyrirkomulagi knattspyrnulandsliðanna kalla á breytingar þegar kemur að þjóðarleikvangi Íslendinga. 7. september 2015 20:09 Dorrit stal senunni í stuðningsmannapartýinu í gær | Myndir Dorrit Moussaieff, eiginkona forseta Íslands, Herra Ólafs Ragnars Grímssonar, var hrókur alls fagnaðar í Berlín í gær þegar íslenska stuðningsfólkið hittist á Urban Spree fyrir leikinn. 6. september 2015 11:52 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
„Ég held að mörgum myndi finnast það erfitt að kyngja ef Íslendingar yrðu að spila heimaleiki erlendis“ Illugi Gunnarsson, ráðherra íþróttamála, segir breytingar á mótafyrirkomulagi knattspyrnulandsliðanna kalla á breytingar þegar kemur að þjóðarleikvangi Íslendinga. 7. september 2015 20:09
Dorrit stal senunni í stuðningsmannapartýinu í gær | Myndir Dorrit Moussaieff, eiginkona forseta Íslands, Herra Ólafs Ragnars Grímssonar, var hrókur alls fagnaðar í Berlín í gær þegar íslenska stuðningsfólkið hittist á Urban Spree fyrir leikinn. 6. september 2015 11:52