Athugasemd frá Reykjavíkurborg vegna fréttar um listsýningu 18. september 2015 17:18 Ráðhús Reykjavíkur. Vísir/Stefán Eftirfarandi athugasemd hefur borist frá Reykjavíkurborg vegna fréttarinnar Ráðvilltir feminískir listfrömuðir í ráðhúsinu: „Meðfylgjandi er leiðrétting við frétt sem birtist á Vísi í dag undir fyrirsögninni Ráðvilltir feminískir listfrömuðir í ráðhúsinu : Gerðar eru alvarlegar athugasemdir við fréttaflutning Vísis um Afrekasýningu kvenna og óskar Reykjavíkurborg eftir að koma eftirfarandi leiðréttingum á framfæri. Á hátíðarfundi kvenna í Borgarstjórn Reykjavíkur sem haldinn var 30. mars sl. var samþykkt samhljóma að fela forsætisnefnd að standa fyrir Afrekasýningu kvenna á Íslandi í Ráðhúsi Reykjavíkur. Forsætisnefnd undirbjó sýninguna og tók ákvörðun um að ráða sýningarstjórann Rakel Sævarsdóttur. Í forsætisnefnd eiga sæti forsetar borgarstjórnar, þau Sóley Tómasdóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Halldór Auðar Svansson auk Halldórs Halldórssonar, Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur og Skúla Helgasonar. Afrekasýningin samanstendur af mörgum ólíkum sýningum sem var ýmist safnað saman eða gerðar sérstaklega fyrir þetta tilefni. Kynleikar eru ein af fjölmörgum sýningum undir hatti Afrekasýningarinnar. Yfirlýst markmið Kynleika er að kanna mörk líkamans og sjálfið í samfélagi sem mótar stöðugt kynin. Hún var sett upp í mötuneyti Ráðhússins, samkvæmt ákvörðun sýningarstjóra Afrekasýningarinnar í samráði við sýningarstjóra Kynleika. Þegar kvartanir tóku að berast frá starfsfólki sem taldi sýninguna þess eðlis að hún ætti ekki erindi við gesti mötuneytisins, var tekin ákvörðun um að breyta opnunartímanum og koma til móts við óskir starfsfólks. Sú ákvörðun var tekin í samráði við listamennina og hefur reynst vel. Undirbúningur sýningarinnar gekk vel. Starfsfólk Reykjavíkurborgar tók að sér að setja saman texta um margs konar birtingarmyndir kvennasamstöðu í gegnum tíðina. Óvænt og alvarleg veikindi eins starfsmanns, Söru Hrundar Einarsdóttur, settu strik í reikninginn og á lokasprettinum vantaði aðstoð við að fullgera texta. Þá var ákveðið að leita liðsinnis tveggja reyndra blaðamanna sem þykja hafa góða innsýn í íslenska kvennabaráttu. María Lilja Þrastardóttir og Ingimar Karl Helgason sömdu hvort um sig 1200 orð því rangt að textar Maríu Lilju og Ingimars hafi byggt á linkasafni og auk þess er rangt að Afrekasýning kvenna á Íslandi byggi að verulegu leyti á úrklippum. Það er einnig rangt að sýningarstjórn sé í höndum Heiðrúnar Grétu Viktorsdóttur og Sigríðar Þóru Óðinsdóttur. Þær eru sýningarstjórar Kynleika en ekki Afrekasýningarinnar, en eins og áður hefur fram komið er Rakel Sævarsdóttir sýningarstjóri hennar. Sóley Tómasdóttir er forseti borgarstjórnar og hefur það hlutverk að hafa eftirlit með framkvæmdinni og gæta þess að unnið sé í samræmi við samþykktir borgarstjórnar og forsætisnefndar. Skrifstofa borgarstjórnar hefur m.a. það hlutverk að þjónusta forsætisnefnd. Einn starfsmaður skrifstofu borgarstjórnar er Hildur Lilliendahl Viggósdóttir sem vann að praktískum hlutum varðandi undirbúning sýningarinnar í samræmi við verksvið sitt. Hún sker sig á engan hátt úr öllum þeim fjölmörgu borgarstarfsmanna sem þátt tóku í uppsetningunni. Að lokum má benda á að á Afrekasýningunni sem nú stendur sem hæst í Ráðhúsi Reykjavíkur eru m.a farandsýningarnar Vér heilsum glaðar framtíðinni, Veggir úr sögu kvenna og Konur í sögu bæjarins. Sýningin Ásýnd kvenna sem var áður uppi í Borgarskjalasafni hefur verið enduruppsett þar sem kaffihúsið var. Bókahorn frá Konubókastofu, krakkahorn, yfir 150 handgerð blóm, handgerð hálsmen frá leikskólum borgarinnar og afrekssögur af konum sem hefur verið safnað saman á heimasíðunni www.afrekskonur.is. Eins og sjá má af ofangreindu má margt leiðrétta í fréttinni og fyrirsögn hennar og er þess krafist að svo verði gert.“ Athugasemd ritstjórnarVísi er umhugað um að upplýsingar sem fjölmiðillinn birtir séu réttar. Vísir tekur fagnandi á móti öllum ábendingum og athugasemdum og leiðréttir rangfærslur umsvifa- og undanbragðlaust. Eftir að hafa farið vandlega yfir þessar athugasemdir er erfitt að festa fingur á því sem flokkast undir rangfærslur, heldur er meira vísað til þess að eitthvað í fréttinni geti hugsanlega valdið misskilningi. Vísi þykir leitt er svo er. Tvö atriði: a) „Undirbúningur sýningarinnar gekk vel. Starfsfólk Reykjavíkurborgar tók að sér að setja saman texta um margs konar birtingarmyndir kvennasamstöðu í gegnum tíðina. Óvænt og alvarleg veikindi eins starfsmanns, Söru Hrundar Einarsdóttur, settu strik í reikninginn og á lokasprettinum vantaði aðstoð við að fullgera texta. Þá var ákveðið að leita liðsinnis tveggja reyndra blaðamanna sem þykja hafa góða innsýn í íslenska kvennabaráttu. María Lilja Þrastardóttir og Ingimar Karl Helgason sömdu hvort um sig 1200 orð því rangt að textar Maríu Lilju og Ingimars hafi byggt á linkasafni og auk þess er rangt að Afrekasýning kvenna á Íslandi byggi að verulegu leyti á úrklippum.“ Í fréttinni er vísað til þess, og það stendur, að María Lilja Þrastardóttir og Ingimar Karl Helgason voru kölluð til með skömmum fyrirvara til að semja sýningartexta. Það eitt, útaf fyrir sig, þýðir að undirbúningur hafi ekki gengið vel. Vísir leggur ekkert mat á verk Söru Hrundar, gæði hennar verka né aðstæður hennar, en fyrir liggur að sá texti kom ekki að gagni við uppsetningu sýningarinnar. Það þýðir, enn og aftur, að sýningarstjórnin hefur ekki verið vandræðalaus. b) „Það er einnig rangt að sýningarstjórn sé í höndum Heiðrúnar Grétu Viktorsdóttur og Sigríðar Þóru Óðinsdóttur. Þær eru sýningarstjórar Kynleika en ekki Afrekasýningarinnar, en eins og áður hefur fram komið er Rakel Sævarsdóttir sýningarstjóri hennar. Sóley Tómasdóttir er forseti borgarstjórnar og hefur það hlutverk að hafa eftirlit með framkvæmdinni og gæta þess að unnið sé í samræmi við samþykktir borgarstjórnar og forsætisnefndar. Skrifstofa borgarstjórnar hefur m.a. það hlutverk að þjónusta forsætisnefnd. Einn starfsmaður skrifstofu borgarstjórnar er Hildur Lilliendahl Viggósdóttir sem vann að praktískum hlutum varðandi undirbúning sýningarinnar í samræmi við verksvið sitt. Hún sker sig á engan hátt úr öllum þeim fjölmörgu borgarstarfsmanna sem þátt tóku í uppsetningunni.“ Í fréttinni er hvergi fullyrt að Heiðrún Gréta og Sigríður Þóra séu sýningarstjórar Afrekssýningarinnar allrar, en hugsanlega hefði mátt kveða skýrar að orði um að þær séu aðeins sýningarstjórar Kynleika. Það hefur verið „lagfært“ í fréttinni. Beðist er velvirðingar á því ef þetta atriði er til þess fallið að valda misskilningi. Þá er gerð athugasemd við fyrirsögn fréttarinnar og þess krafist að hún verði „leiðrétt“. Öll fréttin gengur í raun út á að útskýra vandræði sem einkenndu undirbúning sýningarinnar og því vandséð hvernig hún má heita svo ónákvæm að réttlætanlegt sé að krefjast leiðréttingar. Eitt og annað sem fram kemur í yfirlýsingunni, sem Hulda Gunnarsdóttir skrifar undir, er með þeim hætti að erfitt er að svara með beinum hætti, en Vísir hefur vitaskuld heimildir fyrir því sem segir í fréttinni og stendur við hana. Tengdar fréttir Ítrekað slökkt á femínísku listaverki í ráðhúsinu Femínískt listaverk særir blygðunarkennd starfsfólks sem neitar að hafa það fyrir augunum 16. september 2015 13:10 Sýningarstjórar Kynleika biðja starfsfólk ráðhússins afsökunar „Þessi harkalega umræða kemur okkur í opna skjöldu, sér í lagi þar sem einstök verk eru túlkuð sem kynferðisleg áreitni.“ 18. september 2015 13:47 Ráðvilltir feminískir listfrömuðir í ráðhúsinu Tæplega sjö milljóna króna listsýning í ráðhúsinu einkenndist af þekkingarleysi, stefnuleysi og svo óðagoti. 18. september 2015 11:18 Leyfa starfsmönnum borgarinnar að klára hádegismatinn Listsýningin Kynleikar í Ráðhúsi Reykjavíkur verður framvegis opin frá klukkan 13 til 19. 17. september 2015 13:35 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Eftirfarandi athugasemd hefur borist frá Reykjavíkurborg vegna fréttarinnar Ráðvilltir feminískir listfrömuðir í ráðhúsinu: „Meðfylgjandi er leiðrétting við frétt sem birtist á Vísi í dag undir fyrirsögninni Ráðvilltir feminískir listfrömuðir í ráðhúsinu : Gerðar eru alvarlegar athugasemdir við fréttaflutning Vísis um Afrekasýningu kvenna og óskar Reykjavíkurborg eftir að koma eftirfarandi leiðréttingum á framfæri. Á hátíðarfundi kvenna í Borgarstjórn Reykjavíkur sem haldinn var 30. mars sl. var samþykkt samhljóma að fela forsætisnefnd að standa fyrir Afrekasýningu kvenna á Íslandi í Ráðhúsi Reykjavíkur. Forsætisnefnd undirbjó sýninguna og tók ákvörðun um að ráða sýningarstjórann Rakel Sævarsdóttur. Í forsætisnefnd eiga sæti forsetar borgarstjórnar, þau Sóley Tómasdóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Halldór Auðar Svansson auk Halldórs Halldórssonar, Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur og Skúla Helgasonar. Afrekasýningin samanstendur af mörgum ólíkum sýningum sem var ýmist safnað saman eða gerðar sérstaklega fyrir þetta tilefni. Kynleikar eru ein af fjölmörgum sýningum undir hatti Afrekasýningarinnar. Yfirlýst markmið Kynleika er að kanna mörk líkamans og sjálfið í samfélagi sem mótar stöðugt kynin. Hún var sett upp í mötuneyti Ráðhússins, samkvæmt ákvörðun sýningarstjóra Afrekasýningarinnar í samráði við sýningarstjóra Kynleika. Þegar kvartanir tóku að berast frá starfsfólki sem taldi sýninguna þess eðlis að hún ætti ekki erindi við gesti mötuneytisins, var tekin ákvörðun um að breyta opnunartímanum og koma til móts við óskir starfsfólks. Sú ákvörðun var tekin í samráði við listamennina og hefur reynst vel. Undirbúningur sýningarinnar gekk vel. Starfsfólk Reykjavíkurborgar tók að sér að setja saman texta um margs konar birtingarmyndir kvennasamstöðu í gegnum tíðina. Óvænt og alvarleg veikindi eins starfsmanns, Söru Hrundar Einarsdóttur, settu strik í reikninginn og á lokasprettinum vantaði aðstoð við að fullgera texta. Þá var ákveðið að leita liðsinnis tveggja reyndra blaðamanna sem þykja hafa góða innsýn í íslenska kvennabaráttu. María Lilja Þrastardóttir og Ingimar Karl Helgason sömdu hvort um sig 1200 orð því rangt að textar Maríu Lilju og Ingimars hafi byggt á linkasafni og auk þess er rangt að Afrekasýning kvenna á Íslandi byggi að verulegu leyti á úrklippum. Það er einnig rangt að sýningarstjórn sé í höndum Heiðrúnar Grétu Viktorsdóttur og Sigríðar Þóru Óðinsdóttur. Þær eru sýningarstjórar Kynleika en ekki Afrekasýningarinnar, en eins og áður hefur fram komið er Rakel Sævarsdóttir sýningarstjóri hennar. Sóley Tómasdóttir er forseti borgarstjórnar og hefur það hlutverk að hafa eftirlit með framkvæmdinni og gæta þess að unnið sé í samræmi við samþykktir borgarstjórnar og forsætisnefndar. Skrifstofa borgarstjórnar hefur m.a. það hlutverk að þjónusta forsætisnefnd. Einn starfsmaður skrifstofu borgarstjórnar er Hildur Lilliendahl Viggósdóttir sem vann að praktískum hlutum varðandi undirbúning sýningarinnar í samræmi við verksvið sitt. Hún sker sig á engan hátt úr öllum þeim fjölmörgu borgarstarfsmanna sem þátt tóku í uppsetningunni. Að lokum má benda á að á Afrekasýningunni sem nú stendur sem hæst í Ráðhúsi Reykjavíkur eru m.a farandsýningarnar Vér heilsum glaðar framtíðinni, Veggir úr sögu kvenna og Konur í sögu bæjarins. Sýningin Ásýnd kvenna sem var áður uppi í Borgarskjalasafni hefur verið enduruppsett þar sem kaffihúsið var. Bókahorn frá Konubókastofu, krakkahorn, yfir 150 handgerð blóm, handgerð hálsmen frá leikskólum borgarinnar og afrekssögur af konum sem hefur verið safnað saman á heimasíðunni www.afrekskonur.is. Eins og sjá má af ofangreindu má margt leiðrétta í fréttinni og fyrirsögn hennar og er þess krafist að svo verði gert.“ Athugasemd ritstjórnarVísi er umhugað um að upplýsingar sem fjölmiðillinn birtir séu réttar. Vísir tekur fagnandi á móti öllum ábendingum og athugasemdum og leiðréttir rangfærslur umsvifa- og undanbragðlaust. Eftir að hafa farið vandlega yfir þessar athugasemdir er erfitt að festa fingur á því sem flokkast undir rangfærslur, heldur er meira vísað til þess að eitthvað í fréttinni geti hugsanlega valdið misskilningi. Vísi þykir leitt er svo er. Tvö atriði: a) „Undirbúningur sýningarinnar gekk vel. Starfsfólk Reykjavíkurborgar tók að sér að setja saman texta um margs konar birtingarmyndir kvennasamstöðu í gegnum tíðina. Óvænt og alvarleg veikindi eins starfsmanns, Söru Hrundar Einarsdóttur, settu strik í reikninginn og á lokasprettinum vantaði aðstoð við að fullgera texta. Þá var ákveðið að leita liðsinnis tveggja reyndra blaðamanna sem þykja hafa góða innsýn í íslenska kvennabaráttu. María Lilja Þrastardóttir og Ingimar Karl Helgason sömdu hvort um sig 1200 orð því rangt að textar Maríu Lilju og Ingimars hafi byggt á linkasafni og auk þess er rangt að Afrekasýning kvenna á Íslandi byggi að verulegu leyti á úrklippum.“ Í fréttinni er vísað til þess, og það stendur, að María Lilja Þrastardóttir og Ingimar Karl Helgason voru kölluð til með skömmum fyrirvara til að semja sýningartexta. Það eitt, útaf fyrir sig, þýðir að undirbúningur hafi ekki gengið vel. Vísir leggur ekkert mat á verk Söru Hrundar, gæði hennar verka né aðstæður hennar, en fyrir liggur að sá texti kom ekki að gagni við uppsetningu sýningarinnar. Það þýðir, enn og aftur, að sýningarstjórnin hefur ekki verið vandræðalaus. b) „Það er einnig rangt að sýningarstjórn sé í höndum Heiðrúnar Grétu Viktorsdóttur og Sigríðar Þóru Óðinsdóttur. Þær eru sýningarstjórar Kynleika en ekki Afrekasýningarinnar, en eins og áður hefur fram komið er Rakel Sævarsdóttir sýningarstjóri hennar. Sóley Tómasdóttir er forseti borgarstjórnar og hefur það hlutverk að hafa eftirlit með framkvæmdinni og gæta þess að unnið sé í samræmi við samþykktir borgarstjórnar og forsætisnefndar. Skrifstofa borgarstjórnar hefur m.a. það hlutverk að þjónusta forsætisnefnd. Einn starfsmaður skrifstofu borgarstjórnar er Hildur Lilliendahl Viggósdóttir sem vann að praktískum hlutum varðandi undirbúning sýningarinnar í samræmi við verksvið sitt. Hún sker sig á engan hátt úr öllum þeim fjölmörgu borgarstarfsmanna sem þátt tóku í uppsetningunni.“ Í fréttinni er hvergi fullyrt að Heiðrún Gréta og Sigríður Þóra séu sýningarstjórar Afrekssýningarinnar allrar, en hugsanlega hefði mátt kveða skýrar að orði um að þær séu aðeins sýningarstjórar Kynleika. Það hefur verið „lagfært“ í fréttinni. Beðist er velvirðingar á því ef þetta atriði er til þess fallið að valda misskilningi. Þá er gerð athugasemd við fyrirsögn fréttarinnar og þess krafist að hún verði „leiðrétt“. Öll fréttin gengur í raun út á að útskýra vandræði sem einkenndu undirbúning sýningarinnar og því vandséð hvernig hún má heita svo ónákvæm að réttlætanlegt sé að krefjast leiðréttingar. Eitt og annað sem fram kemur í yfirlýsingunni, sem Hulda Gunnarsdóttir skrifar undir, er með þeim hætti að erfitt er að svara með beinum hætti, en Vísir hefur vitaskuld heimildir fyrir því sem segir í fréttinni og stendur við hana.
Tengdar fréttir Ítrekað slökkt á femínísku listaverki í ráðhúsinu Femínískt listaverk særir blygðunarkennd starfsfólks sem neitar að hafa það fyrir augunum 16. september 2015 13:10 Sýningarstjórar Kynleika biðja starfsfólk ráðhússins afsökunar „Þessi harkalega umræða kemur okkur í opna skjöldu, sér í lagi þar sem einstök verk eru túlkuð sem kynferðisleg áreitni.“ 18. september 2015 13:47 Ráðvilltir feminískir listfrömuðir í ráðhúsinu Tæplega sjö milljóna króna listsýning í ráðhúsinu einkenndist af þekkingarleysi, stefnuleysi og svo óðagoti. 18. september 2015 11:18 Leyfa starfsmönnum borgarinnar að klára hádegismatinn Listsýningin Kynleikar í Ráðhúsi Reykjavíkur verður framvegis opin frá klukkan 13 til 19. 17. september 2015 13:35 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Ítrekað slökkt á femínísku listaverki í ráðhúsinu Femínískt listaverk særir blygðunarkennd starfsfólks sem neitar að hafa það fyrir augunum 16. september 2015 13:10
Sýningarstjórar Kynleika biðja starfsfólk ráðhússins afsökunar „Þessi harkalega umræða kemur okkur í opna skjöldu, sér í lagi þar sem einstök verk eru túlkuð sem kynferðisleg áreitni.“ 18. september 2015 13:47
Ráðvilltir feminískir listfrömuðir í ráðhúsinu Tæplega sjö milljóna króna listsýning í ráðhúsinu einkenndist af þekkingarleysi, stefnuleysi og svo óðagoti. 18. september 2015 11:18
Leyfa starfsmönnum borgarinnar að klára hádegismatinn Listsýningin Kynleikar í Ráðhúsi Reykjavíkur verður framvegis opin frá klukkan 13 til 19. 17. september 2015 13:35