Segir mannréttindi fatlaðra ekki í forgangi hjá stjórnvöldum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. september 2015 07:00 Það að Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hafi hvorki verið lögfestur né innleiddur á Íslandi þýðir að erfiðara er fyrir fólk að sækja rétt sinn til dómstóla á grundvelli samningsins. Fréttablaðið/Valli Aðeins fjögur lönd í Evrópu eiga eftir að innleiða Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og er Ísland eitt af þeim ásamt Finnlandi, Írlandi og Hollandi. „Finnland er á lokametrunum og munu skila inn öllum gögnum til Sameinuðu þjóðanna í haust. Þá verður Ísland eitt af þremur löndum í Evrópu sem ekki hefur fullgilt hann,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalands Íslands, um stöðu Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á Íslandi. Nú hefur 151 land innleitt samninginn og 132 lönd fullgilt hann. Ísland tók þátt í undirritun samningsins árið 2007 en hefur ekki enn fullgilt samninginn. Öryrkjabandalagið berst nú fyrir því að Alþingi fullgildi samninginn á haustþingi sínu. „Það er alveg klárt mál að mannréttindi fatlaðs fólks eru ekki í forgangi hjá stjórnvöldum. Þessari vinnu hefði átt að vera lokið fyrir löngu síðan,“ segir Ellen. Samningurinn er leiðarvísir að því hvernig tryggja skal fötluðu fólki mannréttindi og tækifæri til jafns við aðra í lífinu. „Nú er Ísland á sama stað og Norður-Kórea hvað fullgildinu samningsins varðar. Okkur þykir það verulega einkennilegt, sérstaklega miðað við hvað við erum með umfangslitla stjórnsýslu,“ segir Ellen og bætir við að innanríkisráðuneytið beri fulla ábyrgð á töfunum. Ráðherra innanríkismála hafi umsjón með fullgildingu samningsins og virðist innleiðingarferlið taka heila eilífð. „Staðan er þannig að það er verið að vinna að endurskoðun laga um málefni fatlaðs fólks og laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Sú vinna hefur líka tekið allt of langan tíma og í raun mun lengri tíma en við gerðum ráð fyrir,“ segir Ellen og bætir við að stjórnvöld telji að það þurfi að fara fram endurskoðun á íslenskum lögum svo hægt sé að fullgilda samninginn. Ellen getur þess að fyrrverandi innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, hafi síðastliðið haust sagt að hún ætlaði að leggja fram frumvarp á vorþingi 2015 um lögfestingu samningsins. „Lögfesting er auðvitað það sem við viljum fyrst og fremst sjá en mér skilst að það sé þannig að ætlunin sé ekki sú að lögfesta hann heldur að fullgilda hann. Við skorum á stjórnvöld að gera það á haustþinginu,“ segir Ellen. Það að samningurinn hafi hvorki verið lögfestur né innleiddur þýðir að erfiðara verður fyrir fólk að sækja rétt sinn til dómstóla á grundvelli samningsins. Ellen segir að fatlað fólk finni fyrir óteljandi hindrunum í daglegu lífi sem stangist á við samninginn. „Til dæmis túlkaþjónustan. Fólk fær túlk til læknisheimsókna en ekki í félagslífi, svo sem í sinni eigin útskriftarathöfn. Einnig eru mörg dæmi um að ferðaþjónustu fatlaðra sé ábótavant, sérstaklega á landsbyggðinni,“ segir Ellen. „Það er skiljanlegt að mönnum þyki það ganga hægt en það er verið að vinna í málunum. Alþingi samþykkti breytingar á lögræðislögum í vor og var það stórt skref í rétta átt,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, aðstoðarkona innanríkisráðherra, um málið. Alþingi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Aðeins fjögur lönd í Evrópu eiga eftir að innleiða Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og er Ísland eitt af þeim ásamt Finnlandi, Írlandi og Hollandi. „Finnland er á lokametrunum og munu skila inn öllum gögnum til Sameinuðu þjóðanna í haust. Þá verður Ísland eitt af þremur löndum í Evrópu sem ekki hefur fullgilt hann,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalands Íslands, um stöðu Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á Íslandi. Nú hefur 151 land innleitt samninginn og 132 lönd fullgilt hann. Ísland tók þátt í undirritun samningsins árið 2007 en hefur ekki enn fullgilt samninginn. Öryrkjabandalagið berst nú fyrir því að Alþingi fullgildi samninginn á haustþingi sínu. „Það er alveg klárt mál að mannréttindi fatlaðs fólks eru ekki í forgangi hjá stjórnvöldum. Þessari vinnu hefði átt að vera lokið fyrir löngu síðan,“ segir Ellen. Samningurinn er leiðarvísir að því hvernig tryggja skal fötluðu fólki mannréttindi og tækifæri til jafns við aðra í lífinu. „Nú er Ísland á sama stað og Norður-Kórea hvað fullgildinu samningsins varðar. Okkur þykir það verulega einkennilegt, sérstaklega miðað við hvað við erum með umfangslitla stjórnsýslu,“ segir Ellen og bætir við að innanríkisráðuneytið beri fulla ábyrgð á töfunum. Ráðherra innanríkismála hafi umsjón með fullgildingu samningsins og virðist innleiðingarferlið taka heila eilífð. „Staðan er þannig að það er verið að vinna að endurskoðun laga um málefni fatlaðs fólks og laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Sú vinna hefur líka tekið allt of langan tíma og í raun mun lengri tíma en við gerðum ráð fyrir,“ segir Ellen og bætir við að stjórnvöld telji að það þurfi að fara fram endurskoðun á íslenskum lögum svo hægt sé að fullgilda samninginn. Ellen getur þess að fyrrverandi innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, hafi síðastliðið haust sagt að hún ætlaði að leggja fram frumvarp á vorþingi 2015 um lögfestingu samningsins. „Lögfesting er auðvitað það sem við viljum fyrst og fremst sjá en mér skilst að það sé þannig að ætlunin sé ekki sú að lögfesta hann heldur að fullgilda hann. Við skorum á stjórnvöld að gera það á haustþinginu,“ segir Ellen. Það að samningurinn hafi hvorki verið lögfestur né innleiddur þýðir að erfiðara verður fyrir fólk að sækja rétt sinn til dómstóla á grundvelli samningsins. Ellen segir að fatlað fólk finni fyrir óteljandi hindrunum í daglegu lífi sem stangist á við samninginn. „Til dæmis túlkaþjónustan. Fólk fær túlk til læknisheimsókna en ekki í félagslífi, svo sem í sinni eigin útskriftarathöfn. Einnig eru mörg dæmi um að ferðaþjónustu fatlaðra sé ábótavant, sérstaklega á landsbyggðinni,“ segir Ellen. „Það er skiljanlegt að mönnum þyki það ganga hægt en það er verið að vinna í málunum. Alþingi samþykkti breytingar á lögræðislögum í vor og var það stórt skref í rétta átt,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, aðstoðarkona innanríkisráðherra, um málið.
Alþingi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira