Eiður Smári: Ætli EM verði ekki bara að duga Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 6. september 2015 22:00 Eiður Smári var ónotaður varamaður í kvöld. vísir/valli Eiður Smári Guðjohnsen var að vonum kampakátur eftir að Ísland tryggði sér sæti á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi sem fram fer næsta sumar þó hann hafi verið ónotaður varamaður í kvöld. „Ég held að þetta eigi eftir að síga inn aðeins. Við stigum stórt skref í Hollandi og það skipti ekki máli hvernig leikurinn myndi spilast. Við þurftum bara að klára dæmið,“ sagði Eiður Smári. „Þessi leikur fer ekki í sögubækurnar fyrir utan að við tryggðum okkur sætið. Það skiptir engu máli. Nú fáum við tíma til að átta okkur á þessu.“ Eiður Smári sagði að nú þegar liðið er búið að ná markmiði sínu og tryggja sætið á EM í Frakklandi þá þarf að setja sér nýtt markmið. „Næst á dagskrá er að tryggja okkur efsta sætið. Við þurfum að hafa okkur það sem markmið. Ég held að það sé líka eitthvað til að halda mönnum við efnið og hvetja okkur áfram í næstu leikjum.“ Eiður Smári kom ekki við sögu í leiknum í kvöld en hann hefur aldrei verið eins ánægður eftir leik sem ónotaður varamaður. „Aldrei. Í dag skipti engu máli hver gerði hvað. Á endanum þarf að líta til baka. Allir hafa gert sitt og haft sitt hlutverk, hvort sem er á æfingum eða í leikjum. Það hafa allir unnið fyrir liðið,“ sagði Eiður Smári. Eiður hefur unnið margt á löngum ferli sínum og nægir þar að nefna Meistaradeild Evrópu, spænska og enska meistaratitilinn. Hvar stendur þetta afrek með landsliðinu í samanburði við það? „Þetta er ábyggilega svipuð tilfinning. Einhvern tíman sagði ég þegar ég var 16 ára gamall hjá PSV. Þá var ég spurður hver væri draumurinn. Ég sagði reyndar að það væri að komast á HM með Íslandi en ætli EM verði ekki bara að duga,“ sagði Eiður Smári brosandi út að eyrum. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen var að vonum kampakátur eftir að Ísland tryggði sér sæti á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi sem fram fer næsta sumar þó hann hafi verið ónotaður varamaður í kvöld. „Ég held að þetta eigi eftir að síga inn aðeins. Við stigum stórt skref í Hollandi og það skipti ekki máli hvernig leikurinn myndi spilast. Við þurftum bara að klára dæmið,“ sagði Eiður Smári. „Þessi leikur fer ekki í sögubækurnar fyrir utan að við tryggðum okkur sætið. Það skiptir engu máli. Nú fáum við tíma til að átta okkur á þessu.“ Eiður Smári sagði að nú þegar liðið er búið að ná markmiði sínu og tryggja sætið á EM í Frakklandi þá þarf að setja sér nýtt markmið. „Næst á dagskrá er að tryggja okkur efsta sætið. Við þurfum að hafa okkur það sem markmið. Ég held að það sé líka eitthvað til að halda mönnum við efnið og hvetja okkur áfram í næstu leikjum.“ Eiður Smári kom ekki við sögu í leiknum í kvöld en hann hefur aldrei verið eins ánægður eftir leik sem ónotaður varamaður. „Aldrei. Í dag skipti engu máli hver gerði hvað. Á endanum þarf að líta til baka. Allir hafa gert sitt og haft sitt hlutverk, hvort sem er á æfingum eða í leikjum. Það hafa allir unnið fyrir liðið,“ sagði Eiður Smári. Eiður hefur unnið margt á löngum ferli sínum og nægir þar að nefna Meistaradeild Evrópu, spænska og enska meistaratitilinn. Hvar stendur þetta afrek með landsliðinu í samanburði við það? „Þetta er ábyggilega svipuð tilfinning. Einhvern tíman sagði ég þegar ég var 16 ára gamall hjá PSV. Þá var ég spurður hver væri draumurinn. Ég sagði reyndar að það væri að komast á HM með Íslandi en ætli EM verði ekki bara að duga,“ sagði Eiður Smári brosandi út að eyrum.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira