Eiður Smári: Ætli EM verði ekki bara að duga Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 6. september 2015 22:00 Eiður Smári var ónotaður varamaður í kvöld. vísir/valli Eiður Smári Guðjohnsen var að vonum kampakátur eftir að Ísland tryggði sér sæti á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi sem fram fer næsta sumar þó hann hafi verið ónotaður varamaður í kvöld. „Ég held að þetta eigi eftir að síga inn aðeins. Við stigum stórt skref í Hollandi og það skipti ekki máli hvernig leikurinn myndi spilast. Við þurftum bara að klára dæmið,“ sagði Eiður Smári. „Þessi leikur fer ekki í sögubækurnar fyrir utan að við tryggðum okkur sætið. Það skiptir engu máli. Nú fáum við tíma til að átta okkur á þessu.“ Eiður Smári sagði að nú þegar liðið er búið að ná markmiði sínu og tryggja sætið á EM í Frakklandi þá þarf að setja sér nýtt markmið. „Næst á dagskrá er að tryggja okkur efsta sætið. Við þurfum að hafa okkur það sem markmið. Ég held að það sé líka eitthvað til að halda mönnum við efnið og hvetja okkur áfram í næstu leikjum.“ Eiður Smári kom ekki við sögu í leiknum í kvöld en hann hefur aldrei verið eins ánægður eftir leik sem ónotaður varamaður. „Aldrei. Í dag skipti engu máli hver gerði hvað. Á endanum þarf að líta til baka. Allir hafa gert sitt og haft sitt hlutverk, hvort sem er á æfingum eða í leikjum. Það hafa allir unnið fyrir liðið,“ sagði Eiður Smári. Eiður hefur unnið margt á löngum ferli sínum og nægir þar að nefna Meistaradeild Evrópu, spænska og enska meistaratitilinn. Hvar stendur þetta afrek með landsliðinu í samanburði við það? „Þetta er ábyggilega svipuð tilfinning. Einhvern tíman sagði ég þegar ég var 16 ára gamall hjá PSV. Þá var ég spurður hver væri draumurinn. Ég sagði reyndar að það væri að komast á HM með Íslandi en ætli EM verði ekki bara að duga,“ sagði Eiður Smári brosandi út að eyrum. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen var að vonum kampakátur eftir að Ísland tryggði sér sæti á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi sem fram fer næsta sumar þó hann hafi verið ónotaður varamaður í kvöld. „Ég held að þetta eigi eftir að síga inn aðeins. Við stigum stórt skref í Hollandi og það skipti ekki máli hvernig leikurinn myndi spilast. Við þurftum bara að klára dæmið,“ sagði Eiður Smári. „Þessi leikur fer ekki í sögubækurnar fyrir utan að við tryggðum okkur sætið. Það skiptir engu máli. Nú fáum við tíma til að átta okkur á þessu.“ Eiður Smári sagði að nú þegar liðið er búið að ná markmiði sínu og tryggja sætið á EM í Frakklandi þá þarf að setja sér nýtt markmið. „Næst á dagskrá er að tryggja okkur efsta sætið. Við þurfum að hafa okkur það sem markmið. Ég held að það sé líka eitthvað til að halda mönnum við efnið og hvetja okkur áfram í næstu leikjum.“ Eiður Smári kom ekki við sögu í leiknum í kvöld en hann hefur aldrei verið eins ánægður eftir leik sem ónotaður varamaður. „Aldrei. Í dag skipti engu máli hver gerði hvað. Á endanum þarf að líta til baka. Allir hafa gert sitt og haft sitt hlutverk, hvort sem er á æfingum eða í leikjum. Það hafa allir unnið fyrir liðið,“ sagði Eiður Smári. Eiður hefur unnið margt á löngum ferli sínum og nægir þar að nefna Meistaradeild Evrópu, spænska og enska meistaratitilinn. Hvar stendur þetta afrek með landsliðinu í samanburði við það? „Þetta er ábyggilega svipuð tilfinning. Einhvern tíman sagði ég þegar ég var 16 ára gamall hjá PSV. Þá var ég spurður hver væri draumurinn. Ég sagði reyndar að það væri að komast á HM með Íslandi en ætli EM verði ekki bara að duga,“ sagði Eiður Smári brosandi út að eyrum.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Sjá meira