Innlent

Helgi Hrafn nýr kafteinn Pírata

Atli Ísleifsson skrifar
Helgi Hrafn Gunnarsson gegndi áður embætti þingflokksformanns Pírata.
Helgi Hrafn Gunnarsson gegndi áður embætti þingflokksformanns Pírata. Vísir/Vilhelm
Helgi Hrafn Gunnarsson hefur tekið við stöðu formanns eða kafteins Pírata af Birgittu Jónsdóttur. Birgitta tekur við stöðu þingflokksformanns.

Helgi Hrafn segir að honum sé í raun mjög illa við titla sem þessa, en að störf á þinginu kalli á þá.

Í tilkynningu frá þingflokknum segir í aðdraganda þingsins fari nú fram „hin hefðbundna rótering“ hlutverka.

„Formennska í Pírötum er þó eingöngu formlegs eðlis vegna þinglegra prótócolla og hefur ekki í för með sér nein sérstök valdsvið eða ábyrgð. Þess vegna hefur formaður flokksins ávallt hafnað sérstöku launaálagi frá Alþingi fyrir formennskuna og mun Helgi Hrafn einnig hafna álaginu nú.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×