Innlent

Framlög til Fiskistofu lækka um tæpar 150 milljónir

Sæunn Gísladóttir skrifar
Fiskistofa hlaut flutningastyrki fyrir 130 milljónir króna á síðast ári.
Fiskistofa hlaut flutningastyrki fyrir 130 milljónir króna á síðast ári. Vísir/Gíslason
Framlög til Fiskistofu á næsta ári samkvæmt nýjum Fjárlögum munu nema 892,5 milljónum króna og jafngildir það um 144,6 milljón króna lækkun að raungildi frá fjárlögum þessa árs.

Ástæða lækkunarinnar er í fyrsta lagi að tímabundin 70 milljón króna millifærsla til liðarins, vegna flutnings höfuðstöðva Fiskistofu til Akureyrar, gengur til baka. Í öðru lagi fellur niður tímabundið 60 milljón króna framlag vegna flutnings höfuðstöðva Fiskistofu til Akureyrar. Í þriðja lagi er gert ráð fyrir 14,6 milljón króna lækkun til að mæta markmiðum um aðhald í útgjaldaramma ráðuneytisins.

Launa- og verðlagshækkanir nema 49 milljónum

Aðrar breytingar á fjárheimild liðarins skýrast af launa- og verðlagshækkunum sem nema alls 49 milljónum króna til viðbótar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×