Innlent

Óttarr Proppé BF: Freistnivandi blasir við

Jakob Bjarnar skrifar
Óttarr: Innviðir þurfa innspýtingu og við eigum eftir að sjá hvernig það lítur út.
Óttarr: Innviðir þurfa innspýtingu og við eigum eftir að sjá hvernig það lítur út.
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir erfitt að segja til um hvað honum sýnist um ný fjárlög, svo nýkominn er hann með þau í hendur.

„Í fljótu bragði virðist þetta vera nokkuð hefðbundið. Það eru góðar fréttir, lítur út fyrir að það sé aðeins að rofa til í tekjum enda í raun og veru kominn heilmikill uppgangur eftir dýfuna og mörg mögur ár. Þá er nú mikilvægt að það sé horft fram á við og festa í ríkisfjármálunum; opnar fyrir freistnivanda sem ekki hefur verið beint að plaga okkur síðustu árin. Sagan kennir okkur Íslendingum að við höfum oft gert mest hagstjórnarmistökin þegar er uppsveifla. En við eigum eftir að rýna betur í það hvernig forgangsröðunin er. Þar er náttúrlega mikilvægar stoðir í ríkisrekstrinum, heilbrigðismál og menntamál til dæmis, sem hafa verið fjársvelt í miklum niðurskurði og þurfa innspýtingu. Innviðir þurfa innspýtingu og við eigum eftir að sjá hvernig það lítur út.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×