Innlent

Vill samtök fyrir vini Höfðans

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Lúpínan er ekki óumdeild.
Lúpínan er ekki óumdeild. vísir/pjetur
„Ég vil koma í veg fyrir að Höfðinn fari undir lúpínuna, það er ósköp einfalt mál,“ segir Steindór Haraldsson, sveitarstjórnarmaður á Skagaströnd, sem íhugar að stofna samtök vina Spákonufellshöfða.

„Höfðinn er okkar perla hérna, sjálfur fer ég mjög mikið um hann. Ég ólst nánast upp á honum og þekki þar hvern stein,“ segir Steinþór sem er ósáttur við uppgang lúpínu á staðnum.

„Mér sárnar þetta mjög. Það er verið að reyna af veikum mætti að sporna við henni en hún er skaðræði og hefur numið þarna land. Það þarf almennt átak bæjarbúa til að koma í veg fyrir að hún eyðileggi þessa náttúruperlu,“ segir Steindór.

„Lúpínan er búin að gera okkur og mörgum hrikalega skráveifu. Menn heldu að hún myndi vaxa upp og búa til góðan jarðveg og deyja svo út en annað hefur komið í ljós. Hún er bara skaðræði.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×