Sýrlenskur flóttamaður í fangelsi við komuna til Íslands Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 9. september 2015 07:00 Systkinin Lina og Yassar lýsa hversdegi sem bíður flóttamanna sem koma til landsins. Vísir/Stefán Yassar og Lina bjóða blaðamanni og ljósmyndara upp á arabískt kaffi sem angar af kardimommum. Kaffiilmurinn og fjölskyldumyndir frá fjölskyldubúgarði þeirra systkina í Aleppo í gluggakistunni eru það eina sem minnir á heimahaga þeirra í Sýrlandi í blokkaríbúðinni sem þau búa í við Kleppsveg í Reykjavík. Þótt íbúðin sé sæmilega stór er hún tómleg og í henni eru afar fáir persónulegir munir. Systkinin skýra það út fyrir blaðamanni að þau hafi tekið sáralítið með sér á flóttanum. Aðeins fáeinar myndir, muni og fatnað. Þau eru bæði afar þakklát stjórnvöldum fyrir að hafa fengið griðastað hér á landi og taka það skýrt fram að Rauði krossinn hafi reynst þeim hjálplegur. Þau séu reglulega spurð hvort þau skorti föt, fæði eða aðra aðstoð. Lina hefur dvalið á landinu í nokkra mánuði og kom hingað með aðstoð Sameinuðu þjóðanna. Ferðalag Yassars var erfiðara, hann hefur dvalið hér á landi síðan í sumar, nærri því í tvo mánuði. Hann flúði frá Sýrlandi til Tyrklands, komst þaðan á fölsuðum pappírum til Grikklands og þaðan til Íslands. Við komuna til landsins var hann handtekinn og fangelsaður. Hann sat í fangelsi í fimmtán daga.Yassar er lögfræðmenntaður og Lina er tannlæknir, með þeim búa tveir táningssynir Linu. Hún hafði beðið komu bróður síns og það var henni afar erfitt þegar hann var fangelsaður við komuna til Íslands. „Ég varð reið, mér fannst mjög erfitt að skilja hvers vegna hann var fangelsaður og fékk það í gegn að heimsækja hann.“„Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef verið í fangelsi,“ segir hann. Yassar bendir á að hann hefði ekki komist langt á sínum eigin skilríkjum. „Ég ferðaðist með litlum plastbát frá Tyrklandi til Grikklands, hann rúmaði tuttugu manns en í honum voru fjörutíu og tveir flóttamenn. Sýrlendingum er vísað frá, þeir geta ekki ferðast með flugi á sínum eigin skilríkjum. Að refsa flóttamönnum fyrir þetta er brot á Genfarsáttmálanum, það er brot á alþjóðalögum.“ Það er ekkert sjónvarp í íbúðinni. Þau fara reglulega á netið til að fylgjast með fréttum af straumi flóttamanna um heiminn og stríðsástandi í heimalandinu. „Það er erfitt að fylgjast með fréttum. Heimili okkar í Aleppo er eyðilagt, þetta hús hér,“ segir hann og bendir á mynd af föður sínum með syni Linu. „Gereyðilagt.“ Hann lenti í frekari erfiðleikum við komuna til landsins. Yassar er fráskilinn og var beðinn um að framvísa pappírum um skilnaðinn og stöðu sína. „Við getum ekki endilega framvísað öllum þeim pappírum sem við viljum, það örlar á skilningsleysi hvað þetta varðar. Þó að við höfum fengið mikla aðstoð þá vantar okkur kannski aðstoð við að vera í samskiptum við félagsyfirvöld og útlendingastofnun. Þá er lögfræðikostnaður vegna komunnar til landsins orðinn mjög hár. Ég hef ekki efni á honum, hann er meira en hundrað þúsund krónur.“ Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Fleiri fréttir Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Sjá meira
Yassar og Lina bjóða blaðamanni og ljósmyndara upp á arabískt kaffi sem angar af kardimommum. Kaffiilmurinn og fjölskyldumyndir frá fjölskyldubúgarði þeirra systkina í Aleppo í gluggakistunni eru það eina sem minnir á heimahaga þeirra í Sýrlandi í blokkaríbúðinni sem þau búa í við Kleppsveg í Reykjavík. Þótt íbúðin sé sæmilega stór er hún tómleg og í henni eru afar fáir persónulegir munir. Systkinin skýra það út fyrir blaðamanni að þau hafi tekið sáralítið með sér á flóttanum. Aðeins fáeinar myndir, muni og fatnað. Þau eru bæði afar þakklát stjórnvöldum fyrir að hafa fengið griðastað hér á landi og taka það skýrt fram að Rauði krossinn hafi reynst þeim hjálplegur. Þau séu reglulega spurð hvort þau skorti föt, fæði eða aðra aðstoð. Lina hefur dvalið á landinu í nokkra mánuði og kom hingað með aðstoð Sameinuðu þjóðanna. Ferðalag Yassars var erfiðara, hann hefur dvalið hér á landi síðan í sumar, nærri því í tvo mánuði. Hann flúði frá Sýrlandi til Tyrklands, komst þaðan á fölsuðum pappírum til Grikklands og þaðan til Íslands. Við komuna til landsins var hann handtekinn og fangelsaður. Hann sat í fangelsi í fimmtán daga.Yassar er lögfræðmenntaður og Lina er tannlæknir, með þeim búa tveir táningssynir Linu. Hún hafði beðið komu bróður síns og það var henni afar erfitt þegar hann var fangelsaður við komuna til Íslands. „Ég varð reið, mér fannst mjög erfitt að skilja hvers vegna hann var fangelsaður og fékk það í gegn að heimsækja hann.“„Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef verið í fangelsi,“ segir hann. Yassar bendir á að hann hefði ekki komist langt á sínum eigin skilríkjum. „Ég ferðaðist með litlum plastbát frá Tyrklandi til Grikklands, hann rúmaði tuttugu manns en í honum voru fjörutíu og tveir flóttamenn. Sýrlendingum er vísað frá, þeir geta ekki ferðast með flugi á sínum eigin skilríkjum. Að refsa flóttamönnum fyrir þetta er brot á Genfarsáttmálanum, það er brot á alþjóðalögum.“ Það er ekkert sjónvarp í íbúðinni. Þau fara reglulega á netið til að fylgjast með fréttum af straumi flóttamanna um heiminn og stríðsástandi í heimalandinu. „Það er erfitt að fylgjast með fréttum. Heimili okkar í Aleppo er eyðilagt, þetta hús hér,“ segir hann og bendir á mynd af föður sínum með syni Linu. „Gereyðilagt.“ Hann lenti í frekari erfiðleikum við komuna til landsins. Yassar er fráskilinn og var beðinn um að framvísa pappírum um skilnaðinn og stöðu sína. „Við getum ekki endilega framvísað öllum þeim pappírum sem við viljum, það örlar á skilningsleysi hvað þetta varðar. Þó að við höfum fengið mikla aðstoð þá vantar okkur kannski aðstoð við að vera í samskiptum við félagsyfirvöld og útlendingastofnun. Þá er lögfræðikostnaður vegna komunnar til landsins orðinn mjög hár. Ég hef ekki efni á honum, hann er meira en hundrað þúsund krónur.“
Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Fleiri fréttir Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Sjá meira