Staðráðin í að redda nýju tjaldi fyrir Októberfest Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. september 2015 10:38 Tjaldið liggur nú niðri en SHÍ ætlar sér að finna annað tjald svo halda megi Októberfest í ár. vísir/vilhelm Októberfest Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) hefst á morgun en babb kom í bátinn í nótt þegar risatjald sem sett hafði verið upp á þriðjudagskvöld tókst á loft í storminum sem geisaði á höfuðborgarsvæðinu. Tjaldið var á grasfleti skammt frá Norræna húsinu en þetta er ekki í fyrsta sinn sem það verður fyrir barðinu á óveðri. Það gerðist seinast í fyrra en nú brotnaði miðjusúla tjaldsins í tvennt og það liggur niðri. Ungmennafélag Íslands á tjaldið. „Við vorum með þrjá stúdentaráðsfulltrúa á vakt í nótt að gæta að tjaldinu. Það var verið að reyna að halda hælunum niðri og leggja bílum fyrir vindinn til að dreifa álaginu en það gekk ekki nógu vel. Svo sáu þeir sem voru þarna á staðnum fram á að tjaldið færi bara af stað þannig að það var hringt á björgunarsveitina um þrjúleytið og það kom hellingur af fólki til að hjálpa þeim,“ segir Tryggvi Másson, hagsmuna-og lánasjóðsfulltrúi SHÍ. Það fór þá ekki betur en svo að tjaldið fauk á bíl björgunarsveitarinnar sem kom á vettvang og skemmdist bíllinn töluvert. Slysavarnarfélagið Landsbjörg deilir myndum af bílnum á Facebook-síðu sinni en á þeim sést að framrúða bílsins brotnaði. Landsbjörg veltir því svo upp á hver haldi Októberfest í september. Upphaflega var hátíðin reyndar haldin í október en ákveðið var að færa hana fram í september, meðal annars vegna þess að óveður í október settu ítrekað strik í reikninginn. Það virðist þó ekki hlaupið að því yfir höfuð að halda svona hátíð að hausti til í Reykjavík. Stúdentaráð lætur það þó ekki á sig fá. „Við ætlum okkur að halda Októberfest um helgina, það er engin spurning með það. Nú erum við bara á fullu í því að græja nýtt tjald svo hátíðin geti hafist á morgun,“ segir Tryggvi að lokum.Bíll Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík mikið skemmdur eftir að Októberfesttjald HÍ fauk á hann. Vekur upp ýmsar spurningar, eins og t.d: Hver heldur Októberfest í september?Posted by Slysavarnafélagið Landsbjörg on Wednesday, 9 September 2015 Tengdar fréttir Um 50 tóku þátt í aðgerðum björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu í nótt Fjöldi trampólína fuku og fundu sér stað upp í trjám, á bílum, ljósastaurum og húsþökum. 9. september 2015 08:05 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Októberfest Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) hefst á morgun en babb kom í bátinn í nótt þegar risatjald sem sett hafði verið upp á þriðjudagskvöld tókst á loft í storminum sem geisaði á höfuðborgarsvæðinu. Tjaldið var á grasfleti skammt frá Norræna húsinu en þetta er ekki í fyrsta sinn sem það verður fyrir barðinu á óveðri. Það gerðist seinast í fyrra en nú brotnaði miðjusúla tjaldsins í tvennt og það liggur niðri. Ungmennafélag Íslands á tjaldið. „Við vorum með þrjá stúdentaráðsfulltrúa á vakt í nótt að gæta að tjaldinu. Það var verið að reyna að halda hælunum niðri og leggja bílum fyrir vindinn til að dreifa álaginu en það gekk ekki nógu vel. Svo sáu þeir sem voru þarna á staðnum fram á að tjaldið færi bara af stað þannig að það var hringt á björgunarsveitina um þrjúleytið og það kom hellingur af fólki til að hjálpa þeim,“ segir Tryggvi Másson, hagsmuna-og lánasjóðsfulltrúi SHÍ. Það fór þá ekki betur en svo að tjaldið fauk á bíl björgunarsveitarinnar sem kom á vettvang og skemmdist bíllinn töluvert. Slysavarnarfélagið Landsbjörg deilir myndum af bílnum á Facebook-síðu sinni en á þeim sést að framrúða bílsins brotnaði. Landsbjörg veltir því svo upp á hver haldi Októberfest í september. Upphaflega var hátíðin reyndar haldin í október en ákveðið var að færa hana fram í september, meðal annars vegna þess að óveður í október settu ítrekað strik í reikninginn. Það virðist þó ekki hlaupið að því yfir höfuð að halda svona hátíð að hausti til í Reykjavík. Stúdentaráð lætur það þó ekki á sig fá. „Við ætlum okkur að halda Októberfest um helgina, það er engin spurning með það. Nú erum við bara á fullu í því að græja nýtt tjald svo hátíðin geti hafist á morgun,“ segir Tryggvi að lokum.Bíll Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík mikið skemmdur eftir að Októberfesttjald HÍ fauk á hann. Vekur upp ýmsar spurningar, eins og t.d: Hver heldur Októberfest í september?Posted by Slysavarnafélagið Landsbjörg on Wednesday, 9 September 2015
Tengdar fréttir Um 50 tóku þátt í aðgerðum björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu í nótt Fjöldi trampólína fuku og fundu sér stað upp í trjám, á bílum, ljósastaurum og húsþökum. 9. september 2015 08:05 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Um 50 tóku þátt í aðgerðum björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu í nótt Fjöldi trampólína fuku og fundu sér stað upp í trjám, á bílum, ljósastaurum og húsþökum. 9. september 2015 08:05