Göngufólk fann lík unga mannsins við Sauðdrápsgil í Laxárdal Birgir Olgeirsson skrifar 20. ágúst 2015 10:35 Lík mannsins fannst við Sauðdrápsgil, við hlið Fálkagils, í Laxárdál í Nesjum norður af Höfn í Hornafirði. Vísir/Loftmyndir.is Það var göngufólk sem gekk fram á lík ungs karlmanns við Sauðdrápsgil í Laxárdal í Nesjum á þriðjudag. Réttarkrufning fór fram á líki mannsins í gær en engin niðurstaða er komin úr henni. Fyrir höndum er leit í gagnasöfnum hér heima og erlendis til að reyna að bera saman hvort finnast einhver fingraför eða sýni sem hægt er að bera saman. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurlandi, segir að ekki hafi enn verið borin kennsl á líkið af manninum. Hann segir kennslanefnd ríkislögreglustjóra nú vinna úr niðurstöðum krufningarinnar og því sem hún hefur fengið í hendurnar úr því. „Það er verið að fara yfir gagnasöfn hér heima og erlendis og reyna að bera saman hvort það finnast einhver fingraför eða sýni sem hægt er að bera saman,“ segir Sveinn.Útiloka ekki neitt Hann segir í raun ekkert vitað hvernig andlát mannsins bar að og því ekki hægt að útiloka neitt. „Þar til við vitum ekkert fast í hendi þá útilokum við ekki neitt. Hvort þetta geta verið veikindi eða sjálfsvíg eða borið að með einhverjum voveiflegum hætti.“Laxárdalur í Nesjum er norður af Höfn í Hornafirði.Vísir/Loftmyndir.isEkki í alfaraleið Líkt og fyrr segir fannst líkið við Sauðdrápsgil sem er fyrir miðju Laxárdals við hlið Fálkagils. Ekki er um alfaraleið að ræða en gönguslóði í Laxárdal liggur rétt við Sauðdrápsgil. Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning um líkfundinn á lögreglustöðina á Höfn í Hornafirði klukkan 16:11 í fyrradag. Lögreglumenn á Höfn fóru þegar á vettvang. Landhelgisgæslan lagði til þyrlu til að flytja rannsóknarlögreglumann frá rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi, lögreglumenn úr kennslanefnd ríkislögreglustjóra, rannsóknarlögreglumann frá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og réttarlækni á staðinn.Ungur maður með axlasítt hár Kennslanefnd hefur gefið út að líkið sé af ungum karlmanni, um það bil 186 sentimetrar á hæð, með ljóst axlasítt hár klætt í svarta strigaskó með hvítri stjörnu á hlið, dökkbláar íþróttabuxur og hettupeysu með áletrun að framan „QUICKSILVER“. Lögreglan segir að ætla megi að maðurinn hafi látist fyrir einhverjum mánuðum síðan. Hún óskaði eftir ábendingum um málið ef einhverjar væru en Sveinn Kristján segir ekki margar hafa borist lögreglu. Er biðlað til allra þeirra sem gætu veitt upplýsingar að hringja inn í síma 842 4250. Tengdar fréttir Líkfundur í Laxárdal í Nesjum Kennslanefnd hefur gefið út að líkið sé af ungum karlmanni. 19. ágúst 2015 14:12 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira
Það var göngufólk sem gekk fram á lík ungs karlmanns við Sauðdrápsgil í Laxárdal í Nesjum á þriðjudag. Réttarkrufning fór fram á líki mannsins í gær en engin niðurstaða er komin úr henni. Fyrir höndum er leit í gagnasöfnum hér heima og erlendis til að reyna að bera saman hvort finnast einhver fingraför eða sýni sem hægt er að bera saman. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurlandi, segir að ekki hafi enn verið borin kennsl á líkið af manninum. Hann segir kennslanefnd ríkislögreglustjóra nú vinna úr niðurstöðum krufningarinnar og því sem hún hefur fengið í hendurnar úr því. „Það er verið að fara yfir gagnasöfn hér heima og erlendis og reyna að bera saman hvort það finnast einhver fingraför eða sýni sem hægt er að bera saman,“ segir Sveinn.Útiloka ekki neitt Hann segir í raun ekkert vitað hvernig andlát mannsins bar að og því ekki hægt að útiloka neitt. „Þar til við vitum ekkert fast í hendi þá útilokum við ekki neitt. Hvort þetta geta verið veikindi eða sjálfsvíg eða borið að með einhverjum voveiflegum hætti.“Laxárdalur í Nesjum er norður af Höfn í Hornafirði.Vísir/Loftmyndir.isEkki í alfaraleið Líkt og fyrr segir fannst líkið við Sauðdrápsgil sem er fyrir miðju Laxárdals við hlið Fálkagils. Ekki er um alfaraleið að ræða en gönguslóði í Laxárdal liggur rétt við Sauðdrápsgil. Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning um líkfundinn á lögreglustöðina á Höfn í Hornafirði klukkan 16:11 í fyrradag. Lögreglumenn á Höfn fóru þegar á vettvang. Landhelgisgæslan lagði til þyrlu til að flytja rannsóknarlögreglumann frá rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi, lögreglumenn úr kennslanefnd ríkislögreglustjóra, rannsóknarlögreglumann frá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og réttarlækni á staðinn.Ungur maður með axlasítt hár Kennslanefnd hefur gefið út að líkið sé af ungum karlmanni, um það bil 186 sentimetrar á hæð, með ljóst axlasítt hár klætt í svarta strigaskó með hvítri stjörnu á hlið, dökkbláar íþróttabuxur og hettupeysu með áletrun að framan „QUICKSILVER“. Lögreglan segir að ætla megi að maðurinn hafi látist fyrir einhverjum mánuðum síðan. Hún óskaði eftir ábendingum um málið ef einhverjar væru en Sveinn Kristján segir ekki margar hafa borist lögreglu. Er biðlað til allra þeirra sem gætu veitt upplýsingar að hringja inn í síma 842 4250.
Tengdar fréttir Líkfundur í Laxárdal í Nesjum Kennslanefnd hefur gefið út að líkið sé af ungum karlmanni. 19. ágúst 2015 14:12 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira
Líkfundur í Laxárdal í Nesjum Kennslanefnd hefur gefið út að líkið sé af ungum karlmanni. 19. ágúst 2015 14:12