Neyðarástand í Þjóðleikhúsinu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 25. ágúst 2015 08:00 Leikarar Þjóðleikhússins hafa hafið æfingar fyrir leikhúsveturinn en myndin er frá æfingum á verkinu Heimkoman eftir Harold Pinter. Þeir hafa ekki möguleika á að fá vinnu í öðru leikhúsi fyrr en á næsta leikári. vísir/vilhelm Leikarar Þjóðleikhússins fá um 20 prósent minni tekjur en leikarar í Borgarleikhúsinu og hjá Leikfélagi Akureyrar. Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara, segir að hvorki samninganefnd ríkisins né gerðardómur hafi tekið tillit til sérþarfa leikara við Þjóðleikhúsið. „Ég bað ítrekað um fundi með samninganefnd ríkisins til að fara yfir málefni Þjóðleikhússins sérstaklega. Það eru alls konar vandamál sem þarf að leysa þar og svo er uppi þessa sérstaka staða að Þjóðleikhúsið hefur dregist svo langt aftur úr. En ég fékk ekki fund með þeim,“ segir hún. Gerðardómi hafi síðan verið skylt að hafa aðra kjarasamninga sambærilegra stétta til hliðsjónar.„Þetta eru nákvæmlega sömu störf“ Það var sterk krafa frá BHM að gerðardómur myndi hitta félögin og fara vel yfir þær sérkröfur sem félögin höfðu sent gerðardómi. „Til grundvallar eru til tveir aðrir samningar við leikara í landinu. Það er annars vegar við Borgarleikhúsið og hins vegar Leikfélag Akureyrar,“ segir Birna.Sjá einnig:Menn hlæja að mér fyrir að fara í Þjóðleikhúsið „[Samningarnir] gætu ekki verið sambærilegri. Þetta eru nákvæmlega sömu störf. En það var bara ekki gert.“ Birna segir að nú séu hendur leikara bundnar og ef ekkert gerist búist hún við hópuppsögnum. „Mér finnst ótrúlegt að búa í nútímaþjóðfélagi þar sem yfirvöld geta gengið fram með þeim hætti að setja lög á verkföll. Næstu tvö og hálft árið þá mega þjóðleikhúsleikarar ekki fara í verkföll. Það er búið að afnema frelsi fólks til að leggja niður vinnu og frelsi fólks til að geta unnið sér fyrir mannsæmandi launum.“ Hún horfir til fjármögnunar stofnanasamnings Þjóðleikhússins sem mögulegrar lausnar til að rétta af kjör leikara Þjóðleikhússins.Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri„Þetta er neyðarástand,“ segir Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. „Og maður verður að bregðast við því eins hratt og eins vel og hægt er. Þetta er ekki spurning hvort ég vilji bregðast við heldur verð ég að bregðast við.“ Ari segir að enn sem komið er hafi enginn sagt upp en ef fjármögnun leikhússins breytist ekki geri hann ráð fyrir uppsögnum. „Það er ljóst að leikarar sætta sig ekki við að vera á tuttugu prósent lægri launum en aðrir leikarar í landinu. Það hefur enginn formlega sagt upp en fólk hefur velt fyrir sér hvaða úrræði eru í boði.“Alveg fráleitt Ari segir að lítið svigrúm sé innan stofnanasamningsins til að laga ástandið en með viðunandi fjármögnun eru þeir eina verkfærið til að bæta launakjör leikara Þjóðleikhússins. „Ég hef óskað eftir atbeina fjármálaráðuneytisins og biðlað til þess um að liðsinna okkur í þessu. Þjóðleikhúsið hefur orðið fyrir þriðjungs niðurskurði á síðustu árum og fær mörg hundruð milljónum króna lægra fjármagn heldur en Borgarleikhúsið.“ Hann vonast til að ráðuneytið og fjárlaganefnd aðstoði við að lagfæra launakjör leikara Þjóðleikhússins. „Þetta er alveg fráleitt, að einhverjir bestu leikarar þjóðarinnar sem margir vinna í Þjóðleikhúsinu vinni fyrir tuttugu prósent lægri launum en leikarar í öðrum leikhúsum. Það er réttlætis- og sanngirnismál að laga þetta.“ Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Leikarar Þjóðleikhússins fá um 20 prósent minni tekjur en leikarar í Borgarleikhúsinu og hjá Leikfélagi Akureyrar. Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara, segir að hvorki samninganefnd ríkisins né gerðardómur hafi tekið tillit til sérþarfa leikara við Þjóðleikhúsið. „Ég bað ítrekað um fundi með samninganefnd ríkisins til að fara yfir málefni Þjóðleikhússins sérstaklega. Það eru alls konar vandamál sem þarf að leysa þar og svo er uppi þessa sérstaka staða að Þjóðleikhúsið hefur dregist svo langt aftur úr. En ég fékk ekki fund með þeim,“ segir hún. Gerðardómi hafi síðan verið skylt að hafa aðra kjarasamninga sambærilegra stétta til hliðsjónar.„Þetta eru nákvæmlega sömu störf“ Það var sterk krafa frá BHM að gerðardómur myndi hitta félögin og fara vel yfir þær sérkröfur sem félögin höfðu sent gerðardómi. „Til grundvallar eru til tveir aðrir samningar við leikara í landinu. Það er annars vegar við Borgarleikhúsið og hins vegar Leikfélag Akureyrar,“ segir Birna.Sjá einnig:Menn hlæja að mér fyrir að fara í Þjóðleikhúsið „[Samningarnir] gætu ekki verið sambærilegri. Þetta eru nákvæmlega sömu störf. En það var bara ekki gert.“ Birna segir að nú séu hendur leikara bundnar og ef ekkert gerist búist hún við hópuppsögnum. „Mér finnst ótrúlegt að búa í nútímaþjóðfélagi þar sem yfirvöld geta gengið fram með þeim hætti að setja lög á verkföll. Næstu tvö og hálft árið þá mega þjóðleikhúsleikarar ekki fara í verkföll. Það er búið að afnema frelsi fólks til að leggja niður vinnu og frelsi fólks til að geta unnið sér fyrir mannsæmandi launum.“ Hún horfir til fjármögnunar stofnanasamnings Þjóðleikhússins sem mögulegrar lausnar til að rétta af kjör leikara Þjóðleikhússins.Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri„Þetta er neyðarástand,“ segir Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. „Og maður verður að bregðast við því eins hratt og eins vel og hægt er. Þetta er ekki spurning hvort ég vilji bregðast við heldur verð ég að bregðast við.“ Ari segir að enn sem komið er hafi enginn sagt upp en ef fjármögnun leikhússins breytist ekki geri hann ráð fyrir uppsögnum. „Það er ljóst að leikarar sætta sig ekki við að vera á tuttugu prósent lægri launum en aðrir leikarar í landinu. Það hefur enginn formlega sagt upp en fólk hefur velt fyrir sér hvaða úrræði eru í boði.“Alveg fráleitt Ari segir að lítið svigrúm sé innan stofnanasamningsins til að laga ástandið en með viðunandi fjármögnun eru þeir eina verkfærið til að bæta launakjör leikara Þjóðleikhússins. „Ég hef óskað eftir atbeina fjármálaráðuneytisins og biðlað til þess um að liðsinna okkur í þessu. Þjóðleikhúsið hefur orðið fyrir þriðjungs niðurskurði á síðustu árum og fær mörg hundruð milljónum króna lægra fjármagn heldur en Borgarleikhúsið.“ Hann vonast til að ráðuneytið og fjárlaganefnd aðstoði við að lagfæra launakjör leikara Þjóðleikhússins. „Þetta er alveg fráleitt, að einhverjir bestu leikarar þjóðarinnar sem margir vinna í Þjóðleikhúsinu vinni fyrir tuttugu prósent lægri launum en leikarar í öðrum leikhúsum. Það er réttlætis- og sanngirnismál að laga þetta.“
Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira