Reka dómsmál til að fá að sækja milljónaeignir inn í fyrra húsnæði Caruso ingvar haraldsson skrifar 27. ágúst 2015 10:24 Eigendur og starfsmenn Caruso fengu að sækja persónulega muni, vín og mat nokkrum dögum eftir að hafa verið læstir úti. vísir/vilhelm Marella ehf., rekstrarfélag sem sá um rekstur veitingastaðarins Caruso, höfðar nú dómsmál til að fá að sækja eigur sem voru inni á veitingastaðnum Caruso við Þingholtsstræti 1 þegar leigusamningur rann út í desember síðastliðnum. Þá var fasteignin yfirtekin af eiganda húsnæðisins, skipt var um lása svo eigendur Caruso komust ekki inn til að sækja þá muni sem þar voru. Unnur Vilhjálmsdóttir, lögmaður Marella, segir eigurnar milljónavirði. Um sé að ræða m.a. tvo stóra ofna, skrautmuni og ýmsar innréttingar. Allir munirnir séu nú í notkun í húsnæðinu á veitingastaðnum Primo sem eigandi húsnæðisins rekur. „Það er skýrt ákvæði í 8. grein leigusamningsins sem segir að við lok leigusamnings þá beri að skila húsinu í umsömdu ástandi og með öllu því lausafé sem nauðsynlegt sé til að reka þar veitingahús,“ segir Sveinn Jónatansson, lögmaður Hótels Valhallar ehf. sem á húsnæðið og er í eigu Jóns Ragnarssonar sem áður rak Hótel Valhöll og Hótel Örk. Deilan snýst helst um hvort Marella, sem er í eigu Þrúðar Sjafnar Sigurðardóttur, hafi verið aðili leigusamnings sem José Garcia, einn eigenda Caruso, hafi gert við húseigendur. Unnur segir það skilning hennar umbjóðanda að Marella hafi ekki verið aðili að leigusamningnum. „Það vill minn umbjóðandi ekki samþykkja og að hinn raunverulegi leigutaki sé þessi aðili enda hafi enginn annar aðili haft rekstur í húsinu frá því að leigusamningur var gerður og þessi aðili hafi alltaf greitt leiguna til húseiganda og fengið reikninga fyrir henni, skilað virðisaukaskatti og verið með starfsfólk í vinnu,“ segir Sveinn. Unnur segir José ekki hafa fengið tækifæri til að skila fasteigninni með umsömdum lausafjármunum áður en skellt var í lás. „José og hans fólk komst ekki inn í eignina, ekki einu sinni til að sækja sína allra persónulegustu muni eins og fartölvur og annað,“ segir Unnur. Nokkrum dögum síðar hafi lögregla hleypt starfsfólki inn á staðinn og leyft því að sækja sínar persónulegu eigur en ekkert af þeim munum sem um er deilt. Sveinn segir að hans umbjóðandi hafi talið nauðsynlegt að læsa eigendur Caruso úti til að koma í veg fyrir að húsnæðið yrði skemmt. „Húseigandi og lögmenn, sem unnu fyrir hann þá, fullyrða að þeir hafi ekki ætlað út nema með illu. Það myndi taka 12 til 18 mánuði að koma þeim út og á meðan gætu þeir þvælt málinu í dómskerfinu og þegar þeir yrðu að fara út þá myndu þeir strauja húsið,“ segir Sveinn. Aðalmeðferð málsins fór fram í gær og dómur verður kveðinn upp þann 6. september. Tengdar fréttir Báðir aðilar gera tilkall til eigna í fyrrum húsnæði Caruso „Samkvæmt leigusamningi eru lausamunir allir í eigu leigusala,“ segir lögmaður húseigenda. 21. janúar 2015 14:30 Fyrrum leigusala Caruso gert að greiða 750 þúsund Eigandi húsnæðisins þar sem Caruso var áður til húsa þarf að greiða málskostnað í máli hans gegn eiganda staðarins. 20. mars 2015 13:00 Neitaði að yfirgefa Caruso og því vísað út af lögreglu Starfsmenn Caruso fengu loks í gær að sækja eigur sínar. Veitingamaðurinn endurheimti þó ekki nema hluta af eigum sínum þar sem lögregla skilgreindi nákvæmlega hvaða eigur mætti fjarlægja. Lögmaðurinn forviða. 20. desember 2014 00:01 Caruso opnar á nýjum stað "Þetta er búið að vera hrikalega löng vika,“ segir Þrúður Sjöfn Sigurðardóttir. 23. desember 2014 09:50 Feðgarnir búnir að opna í gamla húsnæði Caruso: „Gengið vonum framar“ Feðgarnir Jón Ragnarsson og Valdimar Jónsson komust í kastljósið eftir að þeir tóku yfir húsnæði Caruso í desember. 19. janúar 2015 12:17 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira
Marella ehf., rekstrarfélag sem sá um rekstur veitingastaðarins Caruso, höfðar nú dómsmál til að fá að sækja eigur sem voru inni á veitingastaðnum Caruso við Þingholtsstræti 1 þegar leigusamningur rann út í desember síðastliðnum. Þá var fasteignin yfirtekin af eiganda húsnæðisins, skipt var um lása svo eigendur Caruso komust ekki inn til að sækja þá muni sem þar voru. Unnur Vilhjálmsdóttir, lögmaður Marella, segir eigurnar milljónavirði. Um sé að ræða m.a. tvo stóra ofna, skrautmuni og ýmsar innréttingar. Allir munirnir séu nú í notkun í húsnæðinu á veitingastaðnum Primo sem eigandi húsnæðisins rekur. „Það er skýrt ákvæði í 8. grein leigusamningsins sem segir að við lok leigusamnings þá beri að skila húsinu í umsömdu ástandi og með öllu því lausafé sem nauðsynlegt sé til að reka þar veitingahús,“ segir Sveinn Jónatansson, lögmaður Hótels Valhallar ehf. sem á húsnæðið og er í eigu Jóns Ragnarssonar sem áður rak Hótel Valhöll og Hótel Örk. Deilan snýst helst um hvort Marella, sem er í eigu Þrúðar Sjafnar Sigurðardóttur, hafi verið aðili leigusamnings sem José Garcia, einn eigenda Caruso, hafi gert við húseigendur. Unnur segir það skilning hennar umbjóðanda að Marella hafi ekki verið aðili að leigusamningnum. „Það vill minn umbjóðandi ekki samþykkja og að hinn raunverulegi leigutaki sé þessi aðili enda hafi enginn annar aðili haft rekstur í húsinu frá því að leigusamningur var gerður og þessi aðili hafi alltaf greitt leiguna til húseiganda og fengið reikninga fyrir henni, skilað virðisaukaskatti og verið með starfsfólk í vinnu,“ segir Sveinn. Unnur segir José ekki hafa fengið tækifæri til að skila fasteigninni með umsömdum lausafjármunum áður en skellt var í lás. „José og hans fólk komst ekki inn í eignina, ekki einu sinni til að sækja sína allra persónulegustu muni eins og fartölvur og annað,“ segir Unnur. Nokkrum dögum síðar hafi lögregla hleypt starfsfólki inn á staðinn og leyft því að sækja sínar persónulegu eigur en ekkert af þeim munum sem um er deilt. Sveinn segir að hans umbjóðandi hafi talið nauðsynlegt að læsa eigendur Caruso úti til að koma í veg fyrir að húsnæðið yrði skemmt. „Húseigandi og lögmenn, sem unnu fyrir hann þá, fullyrða að þeir hafi ekki ætlað út nema með illu. Það myndi taka 12 til 18 mánuði að koma þeim út og á meðan gætu þeir þvælt málinu í dómskerfinu og þegar þeir yrðu að fara út þá myndu þeir strauja húsið,“ segir Sveinn. Aðalmeðferð málsins fór fram í gær og dómur verður kveðinn upp þann 6. september.
Tengdar fréttir Báðir aðilar gera tilkall til eigna í fyrrum húsnæði Caruso „Samkvæmt leigusamningi eru lausamunir allir í eigu leigusala,“ segir lögmaður húseigenda. 21. janúar 2015 14:30 Fyrrum leigusala Caruso gert að greiða 750 þúsund Eigandi húsnæðisins þar sem Caruso var áður til húsa þarf að greiða málskostnað í máli hans gegn eiganda staðarins. 20. mars 2015 13:00 Neitaði að yfirgefa Caruso og því vísað út af lögreglu Starfsmenn Caruso fengu loks í gær að sækja eigur sínar. Veitingamaðurinn endurheimti þó ekki nema hluta af eigum sínum þar sem lögregla skilgreindi nákvæmlega hvaða eigur mætti fjarlægja. Lögmaðurinn forviða. 20. desember 2014 00:01 Caruso opnar á nýjum stað "Þetta er búið að vera hrikalega löng vika,“ segir Þrúður Sjöfn Sigurðardóttir. 23. desember 2014 09:50 Feðgarnir búnir að opna í gamla húsnæði Caruso: „Gengið vonum framar“ Feðgarnir Jón Ragnarsson og Valdimar Jónsson komust í kastljósið eftir að þeir tóku yfir húsnæði Caruso í desember. 19. janúar 2015 12:17 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira
Báðir aðilar gera tilkall til eigna í fyrrum húsnæði Caruso „Samkvæmt leigusamningi eru lausamunir allir í eigu leigusala,“ segir lögmaður húseigenda. 21. janúar 2015 14:30
Fyrrum leigusala Caruso gert að greiða 750 þúsund Eigandi húsnæðisins þar sem Caruso var áður til húsa þarf að greiða málskostnað í máli hans gegn eiganda staðarins. 20. mars 2015 13:00
Neitaði að yfirgefa Caruso og því vísað út af lögreglu Starfsmenn Caruso fengu loks í gær að sækja eigur sínar. Veitingamaðurinn endurheimti þó ekki nema hluta af eigum sínum þar sem lögregla skilgreindi nákvæmlega hvaða eigur mætti fjarlægja. Lögmaðurinn forviða. 20. desember 2014 00:01
Caruso opnar á nýjum stað "Þetta er búið að vera hrikalega löng vika,“ segir Þrúður Sjöfn Sigurðardóttir. 23. desember 2014 09:50
Feðgarnir búnir að opna í gamla húsnæði Caruso: „Gengið vonum framar“ Feðgarnir Jón Ragnarsson og Valdimar Jónsson komust í kastljósið eftir að þeir tóku yfir húsnæði Caruso í desember. 19. janúar 2015 12:17