Reka dómsmál til að fá að sækja milljónaeignir inn í fyrra húsnæði Caruso ingvar haraldsson skrifar 27. ágúst 2015 10:24 Eigendur og starfsmenn Caruso fengu að sækja persónulega muni, vín og mat nokkrum dögum eftir að hafa verið læstir úti. vísir/vilhelm Marella ehf., rekstrarfélag sem sá um rekstur veitingastaðarins Caruso, höfðar nú dómsmál til að fá að sækja eigur sem voru inni á veitingastaðnum Caruso við Þingholtsstræti 1 þegar leigusamningur rann út í desember síðastliðnum. Þá var fasteignin yfirtekin af eiganda húsnæðisins, skipt var um lása svo eigendur Caruso komust ekki inn til að sækja þá muni sem þar voru. Unnur Vilhjálmsdóttir, lögmaður Marella, segir eigurnar milljónavirði. Um sé að ræða m.a. tvo stóra ofna, skrautmuni og ýmsar innréttingar. Allir munirnir séu nú í notkun í húsnæðinu á veitingastaðnum Primo sem eigandi húsnæðisins rekur. „Það er skýrt ákvæði í 8. grein leigusamningsins sem segir að við lok leigusamnings þá beri að skila húsinu í umsömdu ástandi og með öllu því lausafé sem nauðsynlegt sé til að reka þar veitingahús,“ segir Sveinn Jónatansson, lögmaður Hótels Valhallar ehf. sem á húsnæðið og er í eigu Jóns Ragnarssonar sem áður rak Hótel Valhöll og Hótel Örk. Deilan snýst helst um hvort Marella, sem er í eigu Þrúðar Sjafnar Sigurðardóttur, hafi verið aðili leigusamnings sem José Garcia, einn eigenda Caruso, hafi gert við húseigendur. Unnur segir það skilning hennar umbjóðanda að Marella hafi ekki verið aðili að leigusamningnum. „Það vill minn umbjóðandi ekki samþykkja og að hinn raunverulegi leigutaki sé þessi aðili enda hafi enginn annar aðili haft rekstur í húsinu frá því að leigusamningur var gerður og þessi aðili hafi alltaf greitt leiguna til húseiganda og fengið reikninga fyrir henni, skilað virðisaukaskatti og verið með starfsfólk í vinnu,“ segir Sveinn. Unnur segir José ekki hafa fengið tækifæri til að skila fasteigninni með umsömdum lausafjármunum áður en skellt var í lás. „José og hans fólk komst ekki inn í eignina, ekki einu sinni til að sækja sína allra persónulegustu muni eins og fartölvur og annað,“ segir Unnur. Nokkrum dögum síðar hafi lögregla hleypt starfsfólki inn á staðinn og leyft því að sækja sínar persónulegu eigur en ekkert af þeim munum sem um er deilt. Sveinn segir að hans umbjóðandi hafi talið nauðsynlegt að læsa eigendur Caruso úti til að koma í veg fyrir að húsnæðið yrði skemmt. „Húseigandi og lögmenn, sem unnu fyrir hann þá, fullyrða að þeir hafi ekki ætlað út nema með illu. Það myndi taka 12 til 18 mánuði að koma þeim út og á meðan gætu þeir þvælt málinu í dómskerfinu og þegar þeir yrðu að fara út þá myndu þeir strauja húsið,“ segir Sveinn. Aðalmeðferð málsins fór fram í gær og dómur verður kveðinn upp þann 6. september. Tengdar fréttir Báðir aðilar gera tilkall til eigna í fyrrum húsnæði Caruso „Samkvæmt leigusamningi eru lausamunir allir í eigu leigusala,“ segir lögmaður húseigenda. 21. janúar 2015 14:30 Fyrrum leigusala Caruso gert að greiða 750 þúsund Eigandi húsnæðisins þar sem Caruso var áður til húsa þarf að greiða málskostnað í máli hans gegn eiganda staðarins. 20. mars 2015 13:00 Neitaði að yfirgefa Caruso og því vísað út af lögreglu Starfsmenn Caruso fengu loks í gær að sækja eigur sínar. Veitingamaðurinn endurheimti þó ekki nema hluta af eigum sínum þar sem lögregla skilgreindi nákvæmlega hvaða eigur mætti fjarlægja. Lögmaðurinn forviða. 20. desember 2014 00:01 Caruso opnar á nýjum stað "Þetta er búið að vera hrikalega löng vika,“ segir Þrúður Sjöfn Sigurðardóttir. 23. desember 2014 09:50 Feðgarnir búnir að opna í gamla húsnæði Caruso: „Gengið vonum framar“ Feðgarnir Jón Ragnarsson og Valdimar Jónsson komust í kastljósið eftir að þeir tóku yfir húsnæði Caruso í desember. 19. janúar 2015 12:17 Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Sjá meira
Marella ehf., rekstrarfélag sem sá um rekstur veitingastaðarins Caruso, höfðar nú dómsmál til að fá að sækja eigur sem voru inni á veitingastaðnum Caruso við Þingholtsstræti 1 þegar leigusamningur rann út í desember síðastliðnum. Þá var fasteignin yfirtekin af eiganda húsnæðisins, skipt var um lása svo eigendur Caruso komust ekki inn til að sækja þá muni sem þar voru. Unnur Vilhjálmsdóttir, lögmaður Marella, segir eigurnar milljónavirði. Um sé að ræða m.a. tvo stóra ofna, skrautmuni og ýmsar innréttingar. Allir munirnir séu nú í notkun í húsnæðinu á veitingastaðnum Primo sem eigandi húsnæðisins rekur. „Það er skýrt ákvæði í 8. grein leigusamningsins sem segir að við lok leigusamnings þá beri að skila húsinu í umsömdu ástandi og með öllu því lausafé sem nauðsynlegt sé til að reka þar veitingahús,“ segir Sveinn Jónatansson, lögmaður Hótels Valhallar ehf. sem á húsnæðið og er í eigu Jóns Ragnarssonar sem áður rak Hótel Valhöll og Hótel Örk. Deilan snýst helst um hvort Marella, sem er í eigu Þrúðar Sjafnar Sigurðardóttur, hafi verið aðili leigusamnings sem José Garcia, einn eigenda Caruso, hafi gert við húseigendur. Unnur segir það skilning hennar umbjóðanda að Marella hafi ekki verið aðili að leigusamningnum. „Það vill minn umbjóðandi ekki samþykkja og að hinn raunverulegi leigutaki sé þessi aðili enda hafi enginn annar aðili haft rekstur í húsinu frá því að leigusamningur var gerður og þessi aðili hafi alltaf greitt leiguna til húseiganda og fengið reikninga fyrir henni, skilað virðisaukaskatti og verið með starfsfólk í vinnu,“ segir Sveinn. Unnur segir José ekki hafa fengið tækifæri til að skila fasteigninni með umsömdum lausafjármunum áður en skellt var í lás. „José og hans fólk komst ekki inn í eignina, ekki einu sinni til að sækja sína allra persónulegustu muni eins og fartölvur og annað,“ segir Unnur. Nokkrum dögum síðar hafi lögregla hleypt starfsfólki inn á staðinn og leyft því að sækja sínar persónulegu eigur en ekkert af þeim munum sem um er deilt. Sveinn segir að hans umbjóðandi hafi talið nauðsynlegt að læsa eigendur Caruso úti til að koma í veg fyrir að húsnæðið yrði skemmt. „Húseigandi og lögmenn, sem unnu fyrir hann þá, fullyrða að þeir hafi ekki ætlað út nema með illu. Það myndi taka 12 til 18 mánuði að koma þeim út og á meðan gætu þeir þvælt málinu í dómskerfinu og þegar þeir yrðu að fara út þá myndu þeir strauja húsið,“ segir Sveinn. Aðalmeðferð málsins fór fram í gær og dómur verður kveðinn upp þann 6. september.
Tengdar fréttir Báðir aðilar gera tilkall til eigna í fyrrum húsnæði Caruso „Samkvæmt leigusamningi eru lausamunir allir í eigu leigusala,“ segir lögmaður húseigenda. 21. janúar 2015 14:30 Fyrrum leigusala Caruso gert að greiða 750 þúsund Eigandi húsnæðisins þar sem Caruso var áður til húsa þarf að greiða málskostnað í máli hans gegn eiganda staðarins. 20. mars 2015 13:00 Neitaði að yfirgefa Caruso og því vísað út af lögreglu Starfsmenn Caruso fengu loks í gær að sækja eigur sínar. Veitingamaðurinn endurheimti þó ekki nema hluta af eigum sínum þar sem lögregla skilgreindi nákvæmlega hvaða eigur mætti fjarlægja. Lögmaðurinn forviða. 20. desember 2014 00:01 Caruso opnar á nýjum stað "Þetta er búið að vera hrikalega löng vika,“ segir Þrúður Sjöfn Sigurðardóttir. 23. desember 2014 09:50 Feðgarnir búnir að opna í gamla húsnæði Caruso: „Gengið vonum framar“ Feðgarnir Jón Ragnarsson og Valdimar Jónsson komust í kastljósið eftir að þeir tóku yfir húsnæði Caruso í desember. 19. janúar 2015 12:17 Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Sjá meira
Báðir aðilar gera tilkall til eigna í fyrrum húsnæði Caruso „Samkvæmt leigusamningi eru lausamunir allir í eigu leigusala,“ segir lögmaður húseigenda. 21. janúar 2015 14:30
Fyrrum leigusala Caruso gert að greiða 750 þúsund Eigandi húsnæðisins þar sem Caruso var áður til húsa þarf að greiða málskostnað í máli hans gegn eiganda staðarins. 20. mars 2015 13:00
Neitaði að yfirgefa Caruso og því vísað út af lögreglu Starfsmenn Caruso fengu loks í gær að sækja eigur sínar. Veitingamaðurinn endurheimti þó ekki nema hluta af eigum sínum þar sem lögregla skilgreindi nákvæmlega hvaða eigur mætti fjarlægja. Lögmaðurinn forviða. 20. desember 2014 00:01
Caruso opnar á nýjum stað "Þetta er búið að vera hrikalega löng vika,“ segir Þrúður Sjöfn Sigurðardóttir. 23. desember 2014 09:50
Feðgarnir búnir að opna í gamla húsnæði Caruso: „Gengið vonum framar“ Feðgarnir Jón Ragnarsson og Valdimar Jónsson komust í kastljósið eftir að þeir tóku yfir húsnæði Caruso í desember. 19. janúar 2015 12:17