De Gea verður uppi í stúku gegn Aston Villa á morgun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. ágúst 2015 14:42 De Gea sat uppi í stúku á Old Trafford á laugadaginn og mun gera að sama á Villa Park á morgun. vísir/getty David De Gea verður ekki í leikmannahópi Manchester United á morgun þegar liðið sækir Aston Villa heim í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Þetta staðfesti Louis van Gaal, knattspyrnustjóri United, á blaðamannfundi fyrir leikinn. Spænski markvörðurinn hefur verið sterklega orðaður við Real Madrid í sumar en nær daglega berast fréttir af mögulegum félagaskiptum hans til spænska stórveldisins. De Gea var einnig utan hóps þegar United vann Tottenham í 1. umferð úrvalsdeildarinnar á laugardaginn en van Gaal taldi hann ekki í rétta hugarástandinu til að spila leikinn. Sergio Romero stóð í marki United á laugardaginn og hélt hreinu í sínum fyrsta leik fyrir félagið. „Hann verður ekki í hóp á morgun. Það er sama staða uppi á teningnum og var fyrir síðasta leik,“ sagði van Gaal og bætti því við Marcos Rojo sé ekki enn kominn í nógu gott leikform til að spila og Phil Jones sé enn frá vegna blóðtappa sem hann fékk í síðustu viku. Á fundinum talaði Van Gaal einnig um að United þurfi að bæta árangur liðsins á útivelli ætli það sér að berjast um Englandsmeistaratitilinn. „Það er lykilatriði fyrir okkur,“ sagði Hollendingurinn en United vann aðeins sex af 19 útileikjum liðsins á síðasta tímabili. „Við verðum að bæta okkur í útileikjunum, því við erum með eitt besta lið landsins á heimavelli. Við viljum gera Old Trafford að gryfju en við verðum að spila betur á útivelli og þurfum að bæta okkur þar,“ sagði van Gaal að lokum. Enski boltinn Tengdar fréttir Van Gaal: Við erum í stöðu sem er hvorki góð fyrir De Gea né félagið Eltingaleikur Real Madrid við markvörð Manchester United fer í taugnar á knattspyrnustjóra enska liðsins. 30. júlí 2015 08:30 De Gea vonast til að spila næsta leik David De Gea skilur ekki ákvörðun Van Gaal að treysta á Romero í marki Manchester United á laugardaginn en spænski markvörðurinn segist vera tilbúinn til þess að spila þrátt fyrir að vera þrálátlega orðaður við Real Madrid. 10. ágúst 2015 16:15 Marca: Sergio Ramos búinn að samþykkja nýjan samning Spænski miðvörðurinn er búinn að samþykkja nýjan fimm ára samning hjá Real Madrid samkvæmt staðarblaðinu Marca. 30. júlí 2015 18:45 Schmeichel: Markverðirnir sem komu til United á eftir mér voru ekki nógu góðir Það tók Manchester United sex ár að finna arftaka Danans þegar hann yfirgaf Old Trafford. 31. júlí 2015 17:45 David De Gea verður ekki í marki Manchester United á morgun Spænski markvörðurinn David De Gea mun ekki taka þátt í fyrsta leik Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. 7. ágúst 2015 09:57 Ferdinand: Selji United De Gea geta þeir gleymt titlinum Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að sitt fyrrum félag geti gleymt því að berjast um enska meistaratitilinn selji liðið markvörðinn David de Gea til Real Madrid. 9. ágúst 2015 11:00 Forráðamenn Manchester United bjartsýnir á að halda De Gea Forráðamenn Manchester United gefa sig ekki í viðræðum við Real Madrid og telja að spænska stórveldið bíði eftir De Gea sem verður samningslaus næsta sumar. 11. ágúst 2015 17:30 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fleiri fréttir Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Sjá meira
David De Gea verður ekki í leikmannahópi Manchester United á morgun þegar liðið sækir Aston Villa heim í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Þetta staðfesti Louis van Gaal, knattspyrnustjóri United, á blaðamannfundi fyrir leikinn. Spænski markvörðurinn hefur verið sterklega orðaður við Real Madrid í sumar en nær daglega berast fréttir af mögulegum félagaskiptum hans til spænska stórveldisins. De Gea var einnig utan hóps þegar United vann Tottenham í 1. umferð úrvalsdeildarinnar á laugardaginn en van Gaal taldi hann ekki í rétta hugarástandinu til að spila leikinn. Sergio Romero stóð í marki United á laugardaginn og hélt hreinu í sínum fyrsta leik fyrir félagið. „Hann verður ekki í hóp á morgun. Það er sama staða uppi á teningnum og var fyrir síðasta leik,“ sagði van Gaal og bætti því við Marcos Rojo sé ekki enn kominn í nógu gott leikform til að spila og Phil Jones sé enn frá vegna blóðtappa sem hann fékk í síðustu viku. Á fundinum talaði Van Gaal einnig um að United þurfi að bæta árangur liðsins á útivelli ætli það sér að berjast um Englandsmeistaratitilinn. „Það er lykilatriði fyrir okkur,“ sagði Hollendingurinn en United vann aðeins sex af 19 útileikjum liðsins á síðasta tímabili. „Við verðum að bæta okkur í útileikjunum, því við erum með eitt besta lið landsins á heimavelli. Við viljum gera Old Trafford að gryfju en við verðum að spila betur á útivelli og þurfum að bæta okkur þar,“ sagði van Gaal að lokum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Van Gaal: Við erum í stöðu sem er hvorki góð fyrir De Gea né félagið Eltingaleikur Real Madrid við markvörð Manchester United fer í taugnar á knattspyrnustjóra enska liðsins. 30. júlí 2015 08:30 De Gea vonast til að spila næsta leik David De Gea skilur ekki ákvörðun Van Gaal að treysta á Romero í marki Manchester United á laugardaginn en spænski markvörðurinn segist vera tilbúinn til þess að spila þrátt fyrir að vera þrálátlega orðaður við Real Madrid. 10. ágúst 2015 16:15 Marca: Sergio Ramos búinn að samþykkja nýjan samning Spænski miðvörðurinn er búinn að samþykkja nýjan fimm ára samning hjá Real Madrid samkvæmt staðarblaðinu Marca. 30. júlí 2015 18:45 Schmeichel: Markverðirnir sem komu til United á eftir mér voru ekki nógu góðir Það tók Manchester United sex ár að finna arftaka Danans þegar hann yfirgaf Old Trafford. 31. júlí 2015 17:45 David De Gea verður ekki í marki Manchester United á morgun Spænski markvörðurinn David De Gea mun ekki taka þátt í fyrsta leik Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. 7. ágúst 2015 09:57 Ferdinand: Selji United De Gea geta þeir gleymt titlinum Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að sitt fyrrum félag geti gleymt því að berjast um enska meistaratitilinn selji liðið markvörðinn David de Gea til Real Madrid. 9. ágúst 2015 11:00 Forráðamenn Manchester United bjartsýnir á að halda De Gea Forráðamenn Manchester United gefa sig ekki í viðræðum við Real Madrid og telja að spænska stórveldið bíði eftir De Gea sem verður samningslaus næsta sumar. 11. ágúst 2015 17:30 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fleiri fréttir Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Sjá meira
Van Gaal: Við erum í stöðu sem er hvorki góð fyrir De Gea né félagið Eltingaleikur Real Madrid við markvörð Manchester United fer í taugnar á knattspyrnustjóra enska liðsins. 30. júlí 2015 08:30
De Gea vonast til að spila næsta leik David De Gea skilur ekki ákvörðun Van Gaal að treysta á Romero í marki Manchester United á laugardaginn en spænski markvörðurinn segist vera tilbúinn til þess að spila þrátt fyrir að vera þrálátlega orðaður við Real Madrid. 10. ágúst 2015 16:15
Marca: Sergio Ramos búinn að samþykkja nýjan samning Spænski miðvörðurinn er búinn að samþykkja nýjan fimm ára samning hjá Real Madrid samkvæmt staðarblaðinu Marca. 30. júlí 2015 18:45
Schmeichel: Markverðirnir sem komu til United á eftir mér voru ekki nógu góðir Það tók Manchester United sex ár að finna arftaka Danans þegar hann yfirgaf Old Trafford. 31. júlí 2015 17:45
David De Gea verður ekki í marki Manchester United á morgun Spænski markvörðurinn David De Gea mun ekki taka þátt í fyrsta leik Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. 7. ágúst 2015 09:57
Ferdinand: Selji United De Gea geta þeir gleymt titlinum Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að sitt fyrrum félag geti gleymt því að berjast um enska meistaratitilinn selji liðið markvörðinn David de Gea til Real Madrid. 9. ágúst 2015 11:00
Forráðamenn Manchester United bjartsýnir á að halda De Gea Forráðamenn Manchester United gefa sig ekki í viðræðum við Real Madrid og telja að spænska stórveldið bíði eftir De Gea sem verður samningslaus næsta sumar. 11. ágúst 2015 17:30