Enski boltinn

United vann opnunarleikinn á sjálfsmarki | Sjáðu markið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag. vísir/getty
Manchester United vann Tottenham með einu marki gegn engu í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2015/16. Sigurmarkið reyndist sjálfsmark.

Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað. Christian Eriksen fékk mjög gott færi í upphafi leiks, en lyfti boltanum yfir markið. Færið má sjá neðst í fréttinni.

Fyrsta og eina mark leiksins kom á 22. mínútu. Eftir laglegt spil United fékk Wayne Rooney boltann í teignum, Kyle Walker ætlaði að pota boltanum í horn, en potaði boltanum í sitt eigið mark.

1-0 staðan í hálfleik, en markið má sjá neðst í fréttinni. Fleiri urðu mörkin ekki í síðari hálfleik og United vann því fyrsta leikinn á nýju tímabili, 1-0.

Eriksen í góðu færi: Walker kemur United yfir með sjálfsmarki:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×