Enski boltinn

Ferdinand: Selji United De Gea geta þeir gleymt titlinum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ferdinand í eldlínunni.
Ferdinand í eldlínunni. vísir/getty
Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að sitt fyrrum félag geti gleymt því að berjast um enska meistaratitilinn selji liðið markvörðinn David de Gea til Real Madrid.

De Gea hefur þrálátlega verið orðaður við Real Madrid í sumar og valdi Louis van Gaal, stjóri Manchester United, Spánverjann ekki í leikmannahóp United fyrir leikinn gegn Tottenham í gær.

„Ef Manchester United selur David de Gea geta þeir gleymt sér að dreyma um titilinn,” sagði fyrrum varnarmaður liðsins, Rio Ferdinand, í samtali við dagblaðið The Sun.

„Félag eins og United getur ekki leyft eins góðum markmanni og De Gea að fara vegna þess að peningaupphæðin frá Real Madrid mun ekki koma í veg fyrir missirinn að missa af titli.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×