Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. janúar 2026 21:57 Bernardo Silva hélt að hann hefði komið Manchester City yfir en markið var dæmt af. Getty/George Wood Það var algjört markaleysi í tveimur seinni leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta og þar með hefur aðeins verið skorað í einum af fyrstu þremur leikjunum á nýju ári. Sunderland náði 0-0 jafntefli við Manchester City og endaði þar með sex leikja sigurgöngu City-liðsins í ensku úrvalsdeildinni. City mistókst þar með að minnka forskot Arsenal á toppnum í tvö stig en nú munar fjórum stigum á liðunum. Þetta var skemmtilegur leikur þrátt fyrir markaleysið. Frábær stemning og Svörtu kettirnir hafa tekið stig af báðum liðunum sem berjast um titilinn á sínum heimavelli. Manchester City fann einfaldlega enga leið í gegnum vörn heimamanna. Stigið þýðir að Sunderland er aðeins einu stigi á eftir Manchester United. Þetta voru risastór úrslit fyrir félagið og stuðningsmenn fögnuðu þessu eins og sigri. Brentford og Tottenham gerðu líka markalaust jafntefli í Thomas Frank-slagnum þar sem stjóri Tottenham mætti sínu gamla félagi. 137 leikja hrinu Tottenham í ensku úrvalsdeildinni án markalauss jafnteflis er þar með lokið. Síðasta markalausa jafnteflið á undan þessu var einnig gegn Brentford í maí 2022. Erling Haaland tók ekki að skora á Stadium of Light í kvöld og hefur þar með skorað á 22 af 24 leikvöngum sem hann hefur spilað á í ensku úrvalsdeildinni eða öllum nema Anfield og umræddum Leikvangi ljóssins. Enski boltinn Sunderland AFC Manchester City
Það var algjört markaleysi í tveimur seinni leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta og þar með hefur aðeins verið skorað í einum af fyrstu þremur leikjunum á nýju ári. Sunderland náði 0-0 jafntefli við Manchester City og endaði þar með sex leikja sigurgöngu City-liðsins í ensku úrvalsdeildinni. City mistókst þar með að minnka forskot Arsenal á toppnum í tvö stig en nú munar fjórum stigum á liðunum. Þetta var skemmtilegur leikur þrátt fyrir markaleysið. Frábær stemning og Svörtu kettirnir hafa tekið stig af báðum liðunum sem berjast um titilinn á sínum heimavelli. Manchester City fann einfaldlega enga leið í gegnum vörn heimamanna. Stigið þýðir að Sunderland er aðeins einu stigi á eftir Manchester United. Þetta voru risastór úrslit fyrir félagið og stuðningsmenn fögnuðu þessu eins og sigri. Brentford og Tottenham gerðu líka markalaust jafntefli í Thomas Frank-slagnum þar sem stjóri Tottenham mætti sínu gamla félagi. 137 leikja hrinu Tottenham í ensku úrvalsdeildinni án markalauss jafnteflis er þar með lokið. Síðasta markalausa jafnteflið á undan þessu var einnig gegn Brentford í maí 2022. Erling Haaland tók ekki að skora á Stadium of Light í kvöld og hefur þar með skorað á 22 af 24 leikvöngum sem hann hefur spilað á í ensku úrvalsdeildinni eða öllum nema Anfield og umræddum Leikvangi ljóssins.