Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bernardo Silva hélt að hann hefði komið Manchester City yfir en markið var dæmt af.
Bernardo Silva hélt að hann hefði komið Manchester City yfir en markið var dæmt af. Getty/George Wood

Það var algjört markaleysi í tveimur seinni leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta og þar með hefur aðeins verið skorað í einum af fyrstu þremur leikjunum á nýju ári.

Sunderland náði 0-0 jafntefli við Manchester City og endaði þar með sex leikja sigurgöngu City-liðsins í ensku úrvalsdeildinni.

City mistókst þar með að minnka forskot Arsenal á toppnum í tvö stig en nú munar fjórum stigum á liðunum.

Þetta var skemmtilegur leikur þrátt fyrir markaleysið. Frábær stemning og Svörtu kettirnir hafa tekið stig af báðum liðunum sem berjast um titilinn á sínum heimavelli. Manchester City fann einfaldlega enga leið í gegnum vörn heimamanna.

Stigið þýðir að Sunderland er aðeins einu stigi á eftir Manchester United. Þetta voru risastór úrslit fyrir félagið og stuðningsmenn fögnuðu þessu eins og sigri.

Brentford og Tottenham gerðu líka markalaust jafntefli í Thomas Frank-slagnum þar sem stjóri Tottenham mætti sínu gamla félagi.  137 leikja hrinu Tottenham í ensku úrvalsdeildinni án markalauss jafnteflis er þar með lokið. Síðasta markalausa jafnteflið á undan þessu var einnig gegn Brentford í maí 2022.

Erling Haaland tók ekki að skora á Stadium of Light í kvöld og hefur þar með skorað á 22 af 24 leikvöngum sem hann hefur spilað á í ensku úrvalsdeildinni eða öllum nema Anfield og umræddum Leikvangi ljóssins.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira