Schmeichel: Markverðirnir sem komu til United á eftir mér voru ekki nógu góðir Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. júlí 2015 17:45 Peter Schmeichel vann ótal titla með Manchester United. vísir/getty Peter Schmeichel, fyrrerandi markvörður Manchester United og danska landsliðsins segir að Sergio Romero, argentínski markvörðurinn sem nýverið gekk í raðir United, þurfi að aðlagast úrvalsdeildinni fljótt verði hann markvörður númer eitt hjá liðinu. Peter Schmeichel er einn af bestu markvörðum sögunnar, en hann vann ensku úrvalsdeildina fimm sinnum með Manchester United, bikarinn þrívegis, Meistaradeildina einu sinni auk þess sem hann varð Evrópumeistari með Danmörku árið 1992.De Gea gæti verið á förum.vísir/gettyEnn er óvíst hvort Spánverjinn David De Gea verji mark United á næstu leiktíð, en hann þráir að komast til Real Madrid sem vill þó ekki borga uppsett verð fyrir hann. Það yrði vont fyrir United að missa De Gea loksins þegar hann er talinn einn af bestu markvörðum heims, en það tók félagið sex ár að finna arftaka Peter Schmeichel þegar hann yfirgaf United eftir þrennutímabilið 1999. „Markvarðastaðan hjá Manchester United hefur alltaf verið mikilvæg. Hún er það vegna leikstíls liðsins. Manchester United er mjög sókndjarft lið sem er alltaf að reyna að vinna leiki og skora mörk,“ segir Schmeichel í viðtali við Goal.com.Van der Sar kom hlutunum í lag á Old Trafford.vísir/getty„Þegar lið sækja á jafnmörgum mönnum og raun ber vitni þarf það að vera með sterka varnarmenn og góðan markvörð sem skilja hvað liðið er að gera og geta lesið það sem gerist næst. Ákveðnir markverðir sem voru fengnir til United á eftir mér höfðu það ekki.“ Það var ekki fyrr en Sir Alex Ferguson keypti Hollendinginn Edwin Van der Sar að markvarðastaðan komst almennilega í lag aftur. Hann vann fjóra Englandsmeistaratitla og Meistaradeildina einu sinni á sex árum með Manchester United. „Markverðirnir á undan honum höfðu ekki sjálfstraustið sem til þarf og þeir gerðu liðsfélaga sína ekki betri. Sem betur fer komst þetta í lag þegar Edwin kom. Þá voru gæðin í markvarðastöðunni hjá United eins og þau eiga að vera,“ segir Peter Schmeichel. Enski boltinn Mest lesið Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Sjá meira
Peter Schmeichel, fyrrerandi markvörður Manchester United og danska landsliðsins segir að Sergio Romero, argentínski markvörðurinn sem nýverið gekk í raðir United, þurfi að aðlagast úrvalsdeildinni fljótt verði hann markvörður númer eitt hjá liðinu. Peter Schmeichel er einn af bestu markvörðum sögunnar, en hann vann ensku úrvalsdeildina fimm sinnum með Manchester United, bikarinn þrívegis, Meistaradeildina einu sinni auk þess sem hann varð Evrópumeistari með Danmörku árið 1992.De Gea gæti verið á förum.vísir/gettyEnn er óvíst hvort Spánverjinn David De Gea verji mark United á næstu leiktíð, en hann þráir að komast til Real Madrid sem vill þó ekki borga uppsett verð fyrir hann. Það yrði vont fyrir United að missa De Gea loksins þegar hann er talinn einn af bestu markvörðum heims, en það tók félagið sex ár að finna arftaka Peter Schmeichel þegar hann yfirgaf United eftir þrennutímabilið 1999. „Markvarðastaðan hjá Manchester United hefur alltaf verið mikilvæg. Hún er það vegna leikstíls liðsins. Manchester United er mjög sókndjarft lið sem er alltaf að reyna að vinna leiki og skora mörk,“ segir Schmeichel í viðtali við Goal.com.Van der Sar kom hlutunum í lag á Old Trafford.vísir/getty„Þegar lið sækja á jafnmörgum mönnum og raun ber vitni þarf það að vera með sterka varnarmenn og góðan markvörð sem skilja hvað liðið er að gera og geta lesið það sem gerist næst. Ákveðnir markverðir sem voru fengnir til United á eftir mér höfðu það ekki.“ Það var ekki fyrr en Sir Alex Ferguson keypti Hollendinginn Edwin Van der Sar að markvarðastaðan komst almennilega í lag aftur. Hann vann fjóra Englandsmeistaratitla og Meistaradeildina einu sinni á sex árum með Manchester United. „Markverðirnir á undan honum höfðu ekki sjálfstraustið sem til þarf og þeir gerðu liðsfélaga sína ekki betri. Sem betur fer komst þetta í lag þegar Edwin kom. Þá voru gæðin í markvarðastöðunni hjá United eins og þau eiga að vera,“ segir Peter Schmeichel.
Enski boltinn Mest lesið Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Sjá meira