Innlent

Arngrímur hlaut alvarleg brunasár á handlegg og báðum fótleggjum

Arngrímur Jóhansson er einn þekktasti ef ekki þekktasti flugmaður Íslands.
Arngrímur Jóhansson er einn þekktasti ef ekki þekktasti flugmaður Íslands.
Arngrímur Jóhannson, flugmaðurinn sem komst lífs af í flugslysi í Hörgárdal sl. helgi, hlaut alvarleg brunasár á öðrum handlegg og báðum fótleggjum í flugslysinu. Hann fór í aðgerð í gær vegna brunasáranna. Líðan hans er stöðug og hann dvelur á gjörgæsludeild Landspítalans.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá fjölskyldu Arngríms. Fjölskyldan vill jafnframt koma á þakklæti fyrir það næði sem Arngrímur hefur fengið undanfarna daga, það sé mikilvægt fyrir áframhaldandi bata hans.



Um 200 björgunarmenn tóku þátt í leitinni að flugvélinni ásamt þyrlum Landhelgisgæslu Íslands. Leit stóð yfir í um þrjá og hálfan tíma áður en flak vélarinnar fannst. Arngrímur komst sjálfur úr flaki vélarinnar. Flogið var með hann til Reykjavíkur með sjúkraflugi en kanadíski flugmaðurinn Arthur Grant Wagstaff lést í slysinu. Rannsókn á tildrögum slyssins er hafin og er búið að flytja flak vélarinnar til Reykjavíkur.


Tengdar fréttir

Með alvarlega áverka eftir flugslysið

Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×