Jáeindaskanni skipti sköpum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. ágúst 2015 19:53 Það skiptir sköpum fyrir marga krabbameinssjúklinga að fá jáeindaskanna til landsins. Þetta segir nærri áttræður karlmaður sem fór einn til Kaupmannahafnar í vetur til komast í slíkan skanna. Haukur Bergsteinsson er 79 ára og hefur síðustu mánuði gengist undir geisla- og lyfjameðferðir vegna lungnakrabba. Í mars á þessu ári þurfti hann að fljúga til Kaupmannahafnar til að komast í jáeindaskanna. Á hverju ári fara um eitt hundrað sjúklingar til Danmerkur til að fara í slíka rannsókn samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum og er Haukur einn þeirra. Hann segir það skipta miklu máli fyrir sjúklinga að geta komist í slíkan skanna hér á landi. „Það skiptir sköpum fyrir marga sem kannski treysta sér ekki í ferðalög. Að geta farið hérna heima.“Dýrt og mikil fyrirhöfn Haukur segir mikinn kostnað geta fylgt ferðunum. Eiginkona hans komst til að mynda ekki með honum út vegna þess hversu dýrt það var. Þá getur ferðin líka tekið á. „Þetta er heilmikil fyrirhöfn. Sjúkrahúsið er mjög langt frá flugvellinum.“ Haukur fagnar því að nú sé jáeindaskanni á leið til landsins en Íslensk erfðagreining tilkynnti í gær að fyrirtækið ætli að gefa íslensku þjóðinni rúmlega 700 milljónir króna til að kaupa slíkan skanna. Það gæti þó liðið að minnsta kosti eitt og hálft ár þar sem finna þarf húsnæði fyrir hann. Sérstakt húsnæði þarf fyrir skannann og þarf það að vera í kringum 250 fermetrar og uppfylla kröfur um geislavarnir þar sem um sérhæfð geislavirk efni er að ræða. Haukur vonar þó að fundin verði lausn á því sem fyrst svo krabbameinssjúklingar líkt og hann þurfi ekki að leita út fyrir landssteinana til að komast í jáeindaskanna. Hann segir rannsóknina sem gerð var á honum með skannanum hafa gert krabbameinsmeðferð sína árangursríkari. Skanninn veitir nákvæmari greiningar en aðrar rannsóknir. „Ég hrósa happi fyrir það og ég er búinn að fara í þessa meðferð núna. Í bæði geislameðferð og lyfjameðferð. Ég er nýbúinn að því og þeir segja að ég sé laus við þetta. Allavega í bili. Svo er bara að fylgjast vel með að þetta taki sig ekki upp aftur.“ Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
Það skiptir sköpum fyrir marga krabbameinssjúklinga að fá jáeindaskanna til landsins. Þetta segir nærri áttræður karlmaður sem fór einn til Kaupmannahafnar í vetur til komast í slíkan skanna. Haukur Bergsteinsson er 79 ára og hefur síðustu mánuði gengist undir geisla- og lyfjameðferðir vegna lungnakrabba. Í mars á þessu ári þurfti hann að fljúga til Kaupmannahafnar til að komast í jáeindaskanna. Á hverju ári fara um eitt hundrað sjúklingar til Danmerkur til að fara í slíka rannsókn samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum og er Haukur einn þeirra. Hann segir það skipta miklu máli fyrir sjúklinga að geta komist í slíkan skanna hér á landi. „Það skiptir sköpum fyrir marga sem kannski treysta sér ekki í ferðalög. Að geta farið hérna heima.“Dýrt og mikil fyrirhöfn Haukur segir mikinn kostnað geta fylgt ferðunum. Eiginkona hans komst til að mynda ekki með honum út vegna þess hversu dýrt það var. Þá getur ferðin líka tekið á. „Þetta er heilmikil fyrirhöfn. Sjúkrahúsið er mjög langt frá flugvellinum.“ Haukur fagnar því að nú sé jáeindaskanni á leið til landsins en Íslensk erfðagreining tilkynnti í gær að fyrirtækið ætli að gefa íslensku þjóðinni rúmlega 700 milljónir króna til að kaupa slíkan skanna. Það gæti þó liðið að minnsta kosti eitt og hálft ár þar sem finna þarf húsnæði fyrir hann. Sérstakt húsnæði þarf fyrir skannann og þarf það að vera í kringum 250 fermetrar og uppfylla kröfur um geislavarnir þar sem um sérhæfð geislavirk efni er að ræða. Haukur vonar þó að fundin verði lausn á því sem fyrst svo krabbameinssjúklingar líkt og hann þurfi ekki að leita út fyrir landssteinana til að komast í jáeindaskanna. Hann segir rannsóknina sem gerð var á honum með skannanum hafa gert krabbameinsmeðferð sína árangursríkari. Skanninn veitir nákvæmari greiningar en aðrar rannsóknir. „Ég hrósa happi fyrir það og ég er búinn að fara í þessa meðferð núna. Í bæði geislameðferð og lyfjameðferð. Ég er nýbúinn að því og þeir segja að ég sé laus við þetta. Allavega í bili. Svo er bara að fylgjast vel með að þetta taki sig ekki upp aftur.“
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira