Jáeindaskanni skipti sköpum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. ágúst 2015 19:53 Það skiptir sköpum fyrir marga krabbameinssjúklinga að fá jáeindaskanna til landsins. Þetta segir nærri áttræður karlmaður sem fór einn til Kaupmannahafnar í vetur til komast í slíkan skanna. Haukur Bergsteinsson er 79 ára og hefur síðustu mánuði gengist undir geisla- og lyfjameðferðir vegna lungnakrabba. Í mars á þessu ári þurfti hann að fljúga til Kaupmannahafnar til að komast í jáeindaskanna. Á hverju ári fara um eitt hundrað sjúklingar til Danmerkur til að fara í slíka rannsókn samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum og er Haukur einn þeirra. Hann segir það skipta miklu máli fyrir sjúklinga að geta komist í slíkan skanna hér á landi. „Það skiptir sköpum fyrir marga sem kannski treysta sér ekki í ferðalög. Að geta farið hérna heima.“Dýrt og mikil fyrirhöfn Haukur segir mikinn kostnað geta fylgt ferðunum. Eiginkona hans komst til að mynda ekki með honum út vegna þess hversu dýrt það var. Þá getur ferðin líka tekið á. „Þetta er heilmikil fyrirhöfn. Sjúkrahúsið er mjög langt frá flugvellinum.“ Haukur fagnar því að nú sé jáeindaskanni á leið til landsins en Íslensk erfðagreining tilkynnti í gær að fyrirtækið ætli að gefa íslensku þjóðinni rúmlega 700 milljónir króna til að kaupa slíkan skanna. Það gæti þó liðið að minnsta kosti eitt og hálft ár þar sem finna þarf húsnæði fyrir hann. Sérstakt húsnæði þarf fyrir skannann og þarf það að vera í kringum 250 fermetrar og uppfylla kröfur um geislavarnir þar sem um sérhæfð geislavirk efni er að ræða. Haukur vonar þó að fundin verði lausn á því sem fyrst svo krabbameinssjúklingar líkt og hann þurfi ekki að leita út fyrir landssteinana til að komast í jáeindaskanna. Hann segir rannsóknina sem gerð var á honum með skannanum hafa gert krabbameinsmeðferð sína árangursríkari. Skanninn veitir nákvæmari greiningar en aðrar rannsóknir. „Ég hrósa happi fyrir það og ég er búinn að fara í þessa meðferð núna. Í bæði geislameðferð og lyfjameðferð. Ég er nýbúinn að því og þeir segja að ég sé laus við þetta. Allavega í bili. Svo er bara að fylgjast vel með að þetta taki sig ekki upp aftur.“ Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Það skiptir sköpum fyrir marga krabbameinssjúklinga að fá jáeindaskanna til landsins. Þetta segir nærri áttræður karlmaður sem fór einn til Kaupmannahafnar í vetur til komast í slíkan skanna. Haukur Bergsteinsson er 79 ára og hefur síðustu mánuði gengist undir geisla- og lyfjameðferðir vegna lungnakrabba. Í mars á þessu ári þurfti hann að fljúga til Kaupmannahafnar til að komast í jáeindaskanna. Á hverju ári fara um eitt hundrað sjúklingar til Danmerkur til að fara í slíka rannsókn samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum og er Haukur einn þeirra. Hann segir það skipta miklu máli fyrir sjúklinga að geta komist í slíkan skanna hér á landi. „Það skiptir sköpum fyrir marga sem kannski treysta sér ekki í ferðalög. Að geta farið hérna heima.“Dýrt og mikil fyrirhöfn Haukur segir mikinn kostnað geta fylgt ferðunum. Eiginkona hans komst til að mynda ekki með honum út vegna þess hversu dýrt það var. Þá getur ferðin líka tekið á. „Þetta er heilmikil fyrirhöfn. Sjúkrahúsið er mjög langt frá flugvellinum.“ Haukur fagnar því að nú sé jáeindaskanni á leið til landsins en Íslensk erfðagreining tilkynnti í gær að fyrirtækið ætli að gefa íslensku þjóðinni rúmlega 700 milljónir króna til að kaupa slíkan skanna. Það gæti þó liðið að minnsta kosti eitt og hálft ár þar sem finna þarf húsnæði fyrir hann. Sérstakt húsnæði þarf fyrir skannann og þarf það að vera í kringum 250 fermetrar og uppfylla kröfur um geislavarnir þar sem um sérhæfð geislavirk efni er að ræða. Haukur vonar þó að fundin verði lausn á því sem fyrst svo krabbameinssjúklingar líkt og hann þurfi ekki að leita út fyrir landssteinana til að komast í jáeindaskanna. Hann segir rannsóknina sem gerð var á honum með skannanum hafa gert krabbameinsmeðferð sína árangursríkari. Skanninn veitir nákvæmari greiningar en aðrar rannsóknir. „Ég hrósa happi fyrir það og ég er búinn að fara í þessa meðferð núna. Í bæði geislameðferð og lyfjameðferð. Ég er nýbúinn að því og þeir segja að ég sé laus við þetta. Allavega í bili. Svo er bara að fylgjast vel með að þetta taki sig ekki upp aftur.“
Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira