Jáeindaskanni skipti sköpum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. ágúst 2015 19:53 Það skiptir sköpum fyrir marga krabbameinssjúklinga að fá jáeindaskanna til landsins. Þetta segir nærri áttræður karlmaður sem fór einn til Kaupmannahafnar í vetur til komast í slíkan skanna. Haukur Bergsteinsson er 79 ára og hefur síðustu mánuði gengist undir geisla- og lyfjameðferðir vegna lungnakrabba. Í mars á þessu ári þurfti hann að fljúga til Kaupmannahafnar til að komast í jáeindaskanna. Á hverju ári fara um eitt hundrað sjúklingar til Danmerkur til að fara í slíka rannsókn samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum og er Haukur einn þeirra. Hann segir það skipta miklu máli fyrir sjúklinga að geta komist í slíkan skanna hér á landi. „Það skiptir sköpum fyrir marga sem kannski treysta sér ekki í ferðalög. Að geta farið hérna heima.“Dýrt og mikil fyrirhöfn Haukur segir mikinn kostnað geta fylgt ferðunum. Eiginkona hans komst til að mynda ekki með honum út vegna þess hversu dýrt það var. Þá getur ferðin líka tekið á. „Þetta er heilmikil fyrirhöfn. Sjúkrahúsið er mjög langt frá flugvellinum.“ Haukur fagnar því að nú sé jáeindaskanni á leið til landsins en Íslensk erfðagreining tilkynnti í gær að fyrirtækið ætli að gefa íslensku þjóðinni rúmlega 700 milljónir króna til að kaupa slíkan skanna. Það gæti þó liðið að minnsta kosti eitt og hálft ár þar sem finna þarf húsnæði fyrir hann. Sérstakt húsnæði þarf fyrir skannann og þarf það að vera í kringum 250 fermetrar og uppfylla kröfur um geislavarnir þar sem um sérhæfð geislavirk efni er að ræða. Haukur vonar þó að fundin verði lausn á því sem fyrst svo krabbameinssjúklingar líkt og hann þurfi ekki að leita út fyrir landssteinana til að komast í jáeindaskanna. Hann segir rannsóknina sem gerð var á honum með skannanum hafa gert krabbameinsmeðferð sína árangursríkari. Skanninn veitir nákvæmari greiningar en aðrar rannsóknir. „Ég hrósa happi fyrir það og ég er búinn að fara í þessa meðferð núna. Í bæði geislameðferð og lyfjameðferð. Ég er nýbúinn að því og þeir segja að ég sé laus við þetta. Allavega í bili. Svo er bara að fylgjast vel með að þetta taki sig ekki upp aftur.“ Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Það skiptir sköpum fyrir marga krabbameinssjúklinga að fá jáeindaskanna til landsins. Þetta segir nærri áttræður karlmaður sem fór einn til Kaupmannahafnar í vetur til komast í slíkan skanna. Haukur Bergsteinsson er 79 ára og hefur síðustu mánuði gengist undir geisla- og lyfjameðferðir vegna lungnakrabba. Í mars á þessu ári þurfti hann að fljúga til Kaupmannahafnar til að komast í jáeindaskanna. Á hverju ári fara um eitt hundrað sjúklingar til Danmerkur til að fara í slíka rannsókn samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum og er Haukur einn þeirra. Hann segir það skipta miklu máli fyrir sjúklinga að geta komist í slíkan skanna hér á landi. „Það skiptir sköpum fyrir marga sem kannski treysta sér ekki í ferðalög. Að geta farið hérna heima.“Dýrt og mikil fyrirhöfn Haukur segir mikinn kostnað geta fylgt ferðunum. Eiginkona hans komst til að mynda ekki með honum út vegna þess hversu dýrt það var. Þá getur ferðin líka tekið á. „Þetta er heilmikil fyrirhöfn. Sjúkrahúsið er mjög langt frá flugvellinum.“ Haukur fagnar því að nú sé jáeindaskanni á leið til landsins en Íslensk erfðagreining tilkynnti í gær að fyrirtækið ætli að gefa íslensku þjóðinni rúmlega 700 milljónir króna til að kaupa slíkan skanna. Það gæti þó liðið að minnsta kosti eitt og hálft ár þar sem finna þarf húsnæði fyrir hann. Sérstakt húsnæði þarf fyrir skannann og þarf það að vera í kringum 250 fermetrar og uppfylla kröfur um geislavarnir þar sem um sérhæfð geislavirk efni er að ræða. Haukur vonar þó að fundin verði lausn á því sem fyrst svo krabbameinssjúklingar líkt og hann þurfi ekki að leita út fyrir landssteinana til að komast í jáeindaskanna. Hann segir rannsóknina sem gerð var á honum með skannanum hafa gert krabbameinsmeðferð sína árangursríkari. Skanninn veitir nákvæmari greiningar en aðrar rannsóknir. „Ég hrósa happi fyrir það og ég er búinn að fara í þessa meðferð núna. Í bæði geislameðferð og lyfjameðferð. Ég er nýbúinn að því og þeir segja að ég sé laus við þetta. Allavega í bili. Svo er bara að fylgjast vel með að þetta taki sig ekki upp aftur.“
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels