Jáeindaskanni skipti sköpum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. ágúst 2015 19:53 Það skiptir sköpum fyrir marga krabbameinssjúklinga að fá jáeindaskanna til landsins. Þetta segir nærri áttræður karlmaður sem fór einn til Kaupmannahafnar í vetur til komast í slíkan skanna. Haukur Bergsteinsson er 79 ára og hefur síðustu mánuði gengist undir geisla- og lyfjameðferðir vegna lungnakrabba. Í mars á þessu ári þurfti hann að fljúga til Kaupmannahafnar til að komast í jáeindaskanna. Á hverju ári fara um eitt hundrað sjúklingar til Danmerkur til að fara í slíka rannsókn samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum og er Haukur einn þeirra. Hann segir það skipta miklu máli fyrir sjúklinga að geta komist í slíkan skanna hér á landi. „Það skiptir sköpum fyrir marga sem kannski treysta sér ekki í ferðalög. Að geta farið hérna heima.“Dýrt og mikil fyrirhöfn Haukur segir mikinn kostnað geta fylgt ferðunum. Eiginkona hans komst til að mynda ekki með honum út vegna þess hversu dýrt það var. Þá getur ferðin líka tekið á. „Þetta er heilmikil fyrirhöfn. Sjúkrahúsið er mjög langt frá flugvellinum.“ Haukur fagnar því að nú sé jáeindaskanni á leið til landsins en Íslensk erfðagreining tilkynnti í gær að fyrirtækið ætli að gefa íslensku þjóðinni rúmlega 700 milljónir króna til að kaupa slíkan skanna. Það gæti þó liðið að minnsta kosti eitt og hálft ár þar sem finna þarf húsnæði fyrir hann. Sérstakt húsnæði þarf fyrir skannann og þarf það að vera í kringum 250 fermetrar og uppfylla kröfur um geislavarnir þar sem um sérhæfð geislavirk efni er að ræða. Haukur vonar þó að fundin verði lausn á því sem fyrst svo krabbameinssjúklingar líkt og hann þurfi ekki að leita út fyrir landssteinana til að komast í jáeindaskanna. Hann segir rannsóknina sem gerð var á honum með skannanum hafa gert krabbameinsmeðferð sína árangursríkari. Skanninn veitir nákvæmari greiningar en aðrar rannsóknir. „Ég hrósa happi fyrir það og ég er búinn að fara í þessa meðferð núna. Í bæði geislameðferð og lyfjameðferð. Ég er nýbúinn að því og þeir segja að ég sé laus við þetta. Allavega í bili. Svo er bara að fylgjast vel með að þetta taki sig ekki upp aftur.“ Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Það skiptir sköpum fyrir marga krabbameinssjúklinga að fá jáeindaskanna til landsins. Þetta segir nærri áttræður karlmaður sem fór einn til Kaupmannahafnar í vetur til komast í slíkan skanna. Haukur Bergsteinsson er 79 ára og hefur síðustu mánuði gengist undir geisla- og lyfjameðferðir vegna lungnakrabba. Í mars á þessu ári þurfti hann að fljúga til Kaupmannahafnar til að komast í jáeindaskanna. Á hverju ári fara um eitt hundrað sjúklingar til Danmerkur til að fara í slíka rannsókn samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum og er Haukur einn þeirra. Hann segir það skipta miklu máli fyrir sjúklinga að geta komist í slíkan skanna hér á landi. „Það skiptir sköpum fyrir marga sem kannski treysta sér ekki í ferðalög. Að geta farið hérna heima.“Dýrt og mikil fyrirhöfn Haukur segir mikinn kostnað geta fylgt ferðunum. Eiginkona hans komst til að mynda ekki með honum út vegna þess hversu dýrt það var. Þá getur ferðin líka tekið á. „Þetta er heilmikil fyrirhöfn. Sjúkrahúsið er mjög langt frá flugvellinum.“ Haukur fagnar því að nú sé jáeindaskanni á leið til landsins en Íslensk erfðagreining tilkynnti í gær að fyrirtækið ætli að gefa íslensku þjóðinni rúmlega 700 milljónir króna til að kaupa slíkan skanna. Það gæti þó liðið að minnsta kosti eitt og hálft ár þar sem finna þarf húsnæði fyrir hann. Sérstakt húsnæði þarf fyrir skannann og þarf það að vera í kringum 250 fermetrar og uppfylla kröfur um geislavarnir þar sem um sérhæfð geislavirk efni er að ræða. Haukur vonar þó að fundin verði lausn á því sem fyrst svo krabbameinssjúklingar líkt og hann þurfi ekki að leita út fyrir landssteinana til að komast í jáeindaskanna. Hann segir rannsóknina sem gerð var á honum með skannanum hafa gert krabbameinsmeðferð sína árangursríkari. Skanninn veitir nákvæmari greiningar en aðrar rannsóknir. „Ég hrósa happi fyrir það og ég er búinn að fara í þessa meðferð núna. Í bæði geislameðferð og lyfjameðferð. Ég er nýbúinn að því og þeir segja að ég sé laus við þetta. Allavega í bili. Svo er bara að fylgjast vel með að þetta taki sig ekki upp aftur.“
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira