Gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á samráði Heimir Már Pétursson skrifar 14. ágúst 2015 13:40 Forstjóri Samherja gagnrýnir utanríkisráðuneytið fyrir samráðsleysi áður en ákvörðun um þátttöku í refsiaðgerðum gegn Rússlandi voru teknar. Áhyggjur útflutningsaðila hafi verið kallaðar stormur í vatnsgalsi. Innflutningsbann Rússa muni hafa mikil áhrif á sjómenn, fiskverkafólk og milljónir manna í Rússlandi. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja segir innflutnngsbannið hafa mikil áhrif á rekstur fyrirtækisins en hlutdeild þeirra afurða sem fara á rússlandsmarkað sé svipað og hjá HB Granda sem tilkynnti Kauphöllinni í gær að hlutfallið væri um 17 prósent af tekjum þess fyrirtækis. „En í hverju fyrirtæki eru starfsmenn. Þetta hefur mikil áhrif á okkar möguleika á að koma uppsjávarafurðum á markað. Það að sjálfsögðu bitnar annars vegar á sjómönnum og hins vegar fiskverkafólki hér á Íslandi. Í Rússlandi höfum við átt samskipti við mikið af fólki sem hefur unnið hörðum höndum að því að byggja upp fyrirtæki og markaðssetja íslenskan fisk. Það stendur að sjálfsögðu án vöru,“ segir Þorsteinn Már. Þá væru milljónir neytenda á íslenskum fiski í Rússlandi. Það væri mikill munur á refsiaðgerðum sem fælust í banni við sölu hergagna eins og refsiaðgerðir Evrópusambandsins, Bandaríkjanna og NATO gengju út á og banni á innflutningi á matvöru. „Þannig að þetta hittir mjög marga og þetta högg er miklu þyngra sem við lendum í Íslendingar og viðskiptavinir okkar í Rússlandi hledur en gerist hjá öðrum þjóðum,“ segir Þorsteinn Már. Forstjóri Samherja gagnrýnir utanríkisráðuneytið fyrir samráðsleysi við hagsmunaaðila þegar ákveðið var í upphafi að Íslendingar styddu refsiaðgerðirnar gagnvart Rússum. „Það fór ekkert samtal fram á milli utanríkisráðuneytisins og þeirra sem að í þessu starfa áður en þessi ákvörðun var tekin. Þegar við fórum að benda á það eða reyna að hafa samband við utanríkisráðuneytið og segja frá hvað við óttuðumst var svar utanríkisráðuneytisins að það væri ekkert að óttast í þessu máli. Okkar áhyggjur væru stormur í vatnsglasi,“ segir Þorsteinn Már Þetta sýni að menn verði að vinna heimavinnuna sína áður en svona ákvarðanir séu teknar. „Ég held að það hefði verið hægt að gera þetta á annan hátt vegna þess að ég held að þetta bitni á fólki sem kannski síst skyldi,“ segir Þorsteinn Már. Finnst þér þá að íslensk stjórnvöld ættu að endurskoða afstöðu sína til þessara þátttöku í refsiaðgerðunum og jafnvel láta af stuðningi við þær? „Ég veit ekki hvaða þýðingu það hefur. En ég held að þetta sé fyrst og fremst áminning um það að menn þurfi að vinna heimavinnuna sína betur áður en þeir taka slíkar ákvarðanir og búið er að taka,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson. Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira
Forstjóri Samherja gagnrýnir utanríkisráðuneytið fyrir samráðsleysi áður en ákvörðun um þátttöku í refsiaðgerðum gegn Rússlandi voru teknar. Áhyggjur útflutningsaðila hafi verið kallaðar stormur í vatnsgalsi. Innflutningsbann Rússa muni hafa mikil áhrif á sjómenn, fiskverkafólk og milljónir manna í Rússlandi. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja segir innflutnngsbannið hafa mikil áhrif á rekstur fyrirtækisins en hlutdeild þeirra afurða sem fara á rússlandsmarkað sé svipað og hjá HB Granda sem tilkynnti Kauphöllinni í gær að hlutfallið væri um 17 prósent af tekjum þess fyrirtækis. „En í hverju fyrirtæki eru starfsmenn. Þetta hefur mikil áhrif á okkar möguleika á að koma uppsjávarafurðum á markað. Það að sjálfsögðu bitnar annars vegar á sjómönnum og hins vegar fiskverkafólki hér á Íslandi. Í Rússlandi höfum við átt samskipti við mikið af fólki sem hefur unnið hörðum höndum að því að byggja upp fyrirtæki og markaðssetja íslenskan fisk. Það stendur að sjálfsögðu án vöru,“ segir Þorsteinn Már. Þá væru milljónir neytenda á íslenskum fiski í Rússlandi. Það væri mikill munur á refsiaðgerðum sem fælust í banni við sölu hergagna eins og refsiaðgerðir Evrópusambandsins, Bandaríkjanna og NATO gengju út á og banni á innflutningi á matvöru. „Þannig að þetta hittir mjög marga og þetta högg er miklu þyngra sem við lendum í Íslendingar og viðskiptavinir okkar í Rússlandi hledur en gerist hjá öðrum þjóðum,“ segir Þorsteinn Már. Forstjóri Samherja gagnrýnir utanríkisráðuneytið fyrir samráðsleysi við hagsmunaaðila þegar ákveðið var í upphafi að Íslendingar styddu refsiaðgerðirnar gagnvart Rússum. „Það fór ekkert samtal fram á milli utanríkisráðuneytisins og þeirra sem að í þessu starfa áður en þessi ákvörðun var tekin. Þegar við fórum að benda á það eða reyna að hafa samband við utanríkisráðuneytið og segja frá hvað við óttuðumst var svar utanríkisráðuneytisins að það væri ekkert að óttast í þessu máli. Okkar áhyggjur væru stormur í vatnsglasi,“ segir Þorsteinn Már Þetta sýni að menn verði að vinna heimavinnuna sína áður en svona ákvarðanir séu teknar. „Ég held að það hefði verið hægt að gera þetta á annan hátt vegna þess að ég held að þetta bitni á fólki sem kannski síst skyldi,“ segir Þorsteinn Már. Finnst þér þá að íslensk stjórnvöld ættu að endurskoða afstöðu sína til þessara þátttöku í refsiaðgerðunum og jafnvel láta af stuðningi við þær? „Ég veit ekki hvaða þýðingu það hefur. En ég held að þetta sé fyrst og fremst áminning um það að menn þurfi að vinna heimavinnuna sína betur áður en þeir taka slíkar ákvarðanir og búið er að taka,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson.
Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira