Malbik sérlega hált í ár: „Þetta er stórhættulegt“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. ágúst 2015 20:05 Bifhjólamenn og -konur finna fyrir sleipu malbiki. Vísir/Vilhelm „Þetta er mjög slæmt. Það má lítið út af bregða ef þú þarft að nauðhemla,“ segir Hrönn Bjargar Harðardóttir, formaður Sniglanna bifhjólafélags lýðveldisins, en malbik hefur verið sérstaklega sleipt í sumar innanbæjar. „Þetta er stórhættulegt.“ Hrönn segir ástandið sérlega slæmt innanbæjar í ár og vandamálið útbreiddara en áður. „Það er eins og það sé búið að setja olíu eða matarolíu í malbikið, ég veit ekki hvort það er repjuolía eða hvað. Það er mun erfiðara að hjóla í þessu en olíuminna malbiki. Ef það rignir smá eða ef það er raki í lofti verður þetta ennþá hálla.“ Hrönn segir þetta sérstaklega hættulegt þegar litið er til þess að það er mikið af nýju hjólafólki úti í umferðinni. „Gripið okkar er svo rosalega lítið, við höfum auðvitað bara tvö dekk miðað við fjögur dekk á bílum. En bílar hljóta þó að finna fyrir þessu líka, þetta er svo mikið í ár.“Hrönn er formaður Sniglanna.Vísir/Úr einkasafniHrönn segir það hafa komið upp af og til að malbik sé sérlega sleipt á afmörkuðum stöðum innabæjar. Til að mynda hafi verið hættulegt svæði við Smáralind í fyrra og hafi hún haft samband við Vegagerðina vegna þess. Það sé þó lítið gert í raun og að hún fái að heyra að vega þurfi meiri hagsmuni við minni. „Ég myndi halda að heilsa og mannslíf væru mestu hagsmunirnir, það mikilvægasta. Það gleymist alltaf að taka með í reikninginn hvað það kostar þegar einhver slasar sig, þannig að ég veit ekki með þetta með meiri hagsmuni fram yfir minni. Vegagerðin verður svolítið að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum efnum.“ Með tímanum leysist olían upp og malbikið verður stamara. En það getur tekið marga mánuði að sögn Hrannar. „Það er rosalega óþægilegt að fara af venjulegu malbiki yfir á þetta. Þá verður maður að halda ró sinni og vona það besta. En það finna allir fyrir því að gripið verður verra og þá hefur maður minni stjórn á aðstæðum,“ útskýrir Hrönn. „Og að gefnu tilefni þá má kannski minnast á að bifhjólamenn keyra yfirleitt alltaf á löglegum hraða,“ segir Hrönn að lokum og hlær. Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
„Þetta er mjög slæmt. Það má lítið út af bregða ef þú þarft að nauðhemla,“ segir Hrönn Bjargar Harðardóttir, formaður Sniglanna bifhjólafélags lýðveldisins, en malbik hefur verið sérstaklega sleipt í sumar innanbæjar. „Þetta er stórhættulegt.“ Hrönn segir ástandið sérlega slæmt innanbæjar í ár og vandamálið útbreiddara en áður. „Það er eins og það sé búið að setja olíu eða matarolíu í malbikið, ég veit ekki hvort það er repjuolía eða hvað. Það er mun erfiðara að hjóla í þessu en olíuminna malbiki. Ef það rignir smá eða ef það er raki í lofti verður þetta ennþá hálla.“ Hrönn segir þetta sérstaklega hættulegt þegar litið er til þess að það er mikið af nýju hjólafólki úti í umferðinni. „Gripið okkar er svo rosalega lítið, við höfum auðvitað bara tvö dekk miðað við fjögur dekk á bílum. En bílar hljóta þó að finna fyrir þessu líka, þetta er svo mikið í ár.“Hrönn er formaður Sniglanna.Vísir/Úr einkasafniHrönn segir það hafa komið upp af og til að malbik sé sérlega sleipt á afmörkuðum stöðum innabæjar. Til að mynda hafi verið hættulegt svæði við Smáralind í fyrra og hafi hún haft samband við Vegagerðina vegna þess. Það sé þó lítið gert í raun og að hún fái að heyra að vega þurfi meiri hagsmuni við minni. „Ég myndi halda að heilsa og mannslíf væru mestu hagsmunirnir, það mikilvægasta. Það gleymist alltaf að taka með í reikninginn hvað það kostar þegar einhver slasar sig, þannig að ég veit ekki með þetta með meiri hagsmuni fram yfir minni. Vegagerðin verður svolítið að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum efnum.“ Með tímanum leysist olían upp og malbikið verður stamara. En það getur tekið marga mánuði að sögn Hrannar. „Það er rosalega óþægilegt að fara af venjulegu malbiki yfir á þetta. Þá verður maður að halda ró sinni og vona það besta. En það finna allir fyrir því að gripið verður verra og þá hefur maður minni stjórn á aðstæðum,“ útskýrir Hrönn. „Og að gefnu tilefni þá má kannski minnast á að bifhjólamenn keyra yfirleitt alltaf á löglegum hraða,“ segir Hrönn að lokum og hlær.
Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira