Braut lög á myndbandi: Bíl ráðherra ekið á gangstéttinni á móti rauðu ljósi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 16. ágúst 2015 10:48 Eftir ríkisstjórnarfund á föstudag ók bílstjóri Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra ráðherrabílnum eftir gangstétt Lækjargötunnar og beygði upp Hverfisgötuna án þess að virða logandi rautt ljós. Tökumaður Stöðvar 2 var á staðnum og náði myndbandi af atvikinu. Myndbandið má sjá hér fyrir ofan. Í því sést hvar Kristján Þór hleypur í rigningunni að bílnum, sest í farþegasæti bifreiðarinnar og því næst beygir bíllinn til hægri upp á gangstéttina án sjáanlegrar ástæðu. Í myndbandinu má sjá að sex bílar eru kyrrstæðir og bíða farþega. Auk þeirra er hvítur fólksbíll á rauðu ljósi við gatnamótin. Enginn þessara bíla hindrar för bíls heilbrigðisráðherra að nokkru leyti.Bílstjóri Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra virti umferðarreglur að vettugi eftir ríkisstjórnarfund á föstudag.vísir/pjeturÞrátt fyrir að svo hefði verið er ólöglegt að aka upp á gangstétt og við því liggur fimm þúsund króna sekt; stofni bílstjóri engum í hættu. Þetta segir lögregluþjónn hjá Umferðardeild lögreglu. „Valdi menn hættu liggur við brotinu fimmtán þúsund króna sekt. Síðan er matsatriði hvað sé hætta; voru vegfarendur, ók hann glannalega og þess háttar.“ Lögregluþjónninn segist ekki viss um hvort bíllinn teljist brotlegur gagnvart rauða ljósinu til viðbótar við fyrra brot þar sem hann ekur hægra megin við umferðarljósin. „Það er spurning hvort hægt sé að túlka þetta sem akstur á móti rauðu ljósi. Það er atriði sem lögfræðingarnir okkar myndu skoða.“ Sektin við því broti nemur fimmtán þúsund krónum. Auk fjársektar fá ökumenn punkt í ökuferilskrá. „Nei,“ svarar lögregluþjónninn spurður hvort um ráðherrabíla eða -bílstjóra gildi aðrar umferðarreglur en um aðra í umferðinni. „Ráðherrabílum ber að fara eftir umferðarlögum sem eru í gildi. En í opinberum fylgdum, ef ráðherrar eru í lögreglufylgd, gilda aðrar reglur. Þá eru þeir undir stjórn lögreglu.“ Ekki hefur náðst í aðstoðarmann heilbrigðisráðherra um helgina. Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Eftir ríkisstjórnarfund á föstudag ók bílstjóri Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra ráðherrabílnum eftir gangstétt Lækjargötunnar og beygði upp Hverfisgötuna án þess að virða logandi rautt ljós. Tökumaður Stöðvar 2 var á staðnum og náði myndbandi af atvikinu. Myndbandið má sjá hér fyrir ofan. Í því sést hvar Kristján Þór hleypur í rigningunni að bílnum, sest í farþegasæti bifreiðarinnar og því næst beygir bíllinn til hægri upp á gangstéttina án sjáanlegrar ástæðu. Í myndbandinu má sjá að sex bílar eru kyrrstæðir og bíða farþega. Auk þeirra er hvítur fólksbíll á rauðu ljósi við gatnamótin. Enginn þessara bíla hindrar för bíls heilbrigðisráðherra að nokkru leyti.Bílstjóri Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra virti umferðarreglur að vettugi eftir ríkisstjórnarfund á föstudag.vísir/pjeturÞrátt fyrir að svo hefði verið er ólöglegt að aka upp á gangstétt og við því liggur fimm þúsund króna sekt; stofni bílstjóri engum í hættu. Þetta segir lögregluþjónn hjá Umferðardeild lögreglu. „Valdi menn hættu liggur við brotinu fimmtán þúsund króna sekt. Síðan er matsatriði hvað sé hætta; voru vegfarendur, ók hann glannalega og þess háttar.“ Lögregluþjónninn segist ekki viss um hvort bíllinn teljist brotlegur gagnvart rauða ljósinu til viðbótar við fyrra brot þar sem hann ekur hægra megin við umferðarljósin. „Það er spurning hvort hægt sé að túlka þetta sem akstur á móti rauðu ljósi. Það er atriði sem lögfræðingarnir okkar myndu skoða.“ Sektin við því broti nemur fimmtán þúsund krónum. Auk fjársektar fá ökumenn punkt í ökuferilskrá. „Nei,“ svarar lögregluþjónninn spurður hvort um ráðherrabíla eða -bílstjóra gildi aðrar umferðarreglur en um aðra í umferðinni. „Ráðherrabílum ber að fara eftir umferðarlögum sem eru í gildi. En í opinberum fylgdum, ef ráðherrar eru í lögreglufylgd, gilda aðrar reglur. Þá eru þeir undir stjórn lögreglu.“ Ekki hefur náðst í aðstoðarmann heilbrigðisráðherra um helgina.
Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent