Vel tókst að losa hnúfubakinn úr netinu Viktoría Hermannsdóttir skrifar 16. ágúst 2015 19:02 Í morgun tókst að losa grásleppunet af hnúfubak í Faxaflóa en dýrið hafði verið fast í netunum í um tvo mánuði. Hópur á vegum Hvalaskoðunarsamtaka Íslands ásamt erlendum sérfræðingum fóru út eldsnemma í morgun til þess að halda áfram björgunaraðgerðum frá því í gær. „Við fórum út með erlendu aðilunum í fyrsta skipti í gærmorgun, vorum allan gærdaginn að svona meta hegðun dýrsins, komast að því og svoleiðis, svo í morgun komumst við í gott færi og gekk bara ótrúlega vel,“ segir María Björk Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Hvalaskoðunarsamtökum Íslands. Notuð var þekkt aðferð þar sem baujur voru festar á veiðarfærin til þess að hægja á ferð dýrsins til þess að halda því sem næst yfirborðinu. „Síðan skera þeir á rétta staði því þeir þurfa að passa sig að skera ekki bara einhvers staðar og missa ekki þá takið, þannig það í rauninni var lykillinn að þessu,“ segir María. Um var að ræða samstarfsverkefni hvalaskoðunarfyrirtækja og skipstjóri Eldingar var ánægður með hvernig til tókst en búist hafði verið við að það gæti tekið mun lengri tíma að ná netinu af dýrinu. „Í gær komum við bauju á þannig það var auðvelt að finna hvalinn í dag. Svo gekk þetta bara afskaplega vel,“ segir Vignir Sigursveinsson skipstjóri Eldingar. Hluti af veiðarfærunum er enn fast í dýrinu en búist er við að það vaxi úr því ef allt gengur eftir. Talið er að góðar líkur séu á því að dýrið nái sér að fullu. „Það hefði verið miklu betra ef það hefði verið hægt að sinna þessu miklu fyrr en við gáfum honum þau tækifæri sem við gátum og nú er þetta undir dýrinu komið. Svona sár geta verið lengi að gróa en við erum viss um að það nái sér,“ segir Allister Jack, frá samtökunum British Divers Marine Life Rescue. Myndina að ofan tók Guðlaugur Ottesen Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Í morgun tókst að losa grásleppunet af hnúfubak í Faxaflóa en dýrið hafði verið fast í netunum í um tvo mánuði. Hópur á vegum Hvalaskoðunarsamtaka Íslands ásamt erlendum sérfræðingum fóru út eldsnemma í morgun til þess að halda áfram björgunaraðgerðum frá því í gær. „Við fórum út með erlendu aðilunum í fyrsta skipti í gærmorgun, vorum allan gærdaginn að svona meta hegðun dýrsins, komast að því og svoleiðis, svo í morgun komumst við í gott færi og gekk bara ótrúlega vel,“ segir María Björk Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Hvalaskoðunarsamtökum Íslands. Notuð var þekkt aðferð þar sem baujur voru festar á veiðarfærin til þess að hægja á ferð dýrsins til þess að halda því sem næst yfirborðinu. „Síðan skera þeir á rétta staði því þeir þurfa að passa sig að skera ekki bara einhvers staðar og missa ekki þá takið, þannig það í rauninni var lykillinn að þessu,“ segir María. Um var að ræða samstarfsverkefni hvalaskoðunarfyrirtækja og skipstjóri Eldingar var ánægður með hvernig til tókst en búist hafði verið við að það gæti tekið mun lengri tíma að ná netinu af dýrinu. „Í gær komum við bauju á þannig það var auðvelt að finna hvalinn í dag. Svo gekk þetta bara afskaplega vel,“ segir Vignir Sigursveinsson skipstjóri Eldingar. Hluti af veiðarfærunum er enn fast í dýrinu en búist er við að það vaxi úr því ef allt gengur eftir. Talið er að góðar líkur séu á því að dýrið nái sér að fullu. „Það hefði verið miklu betra ef það hefði verið hægt að sinna þessu miklu fyrr en við gáfum honum þau tækifæri sem við gátum og nú er þetta undir dýrinu komið. Svona sár geta verið lengi að gróa en við erum viss um að það nái sér,“ segir Allister Jack, frá samtökunum British Divers Marine Life Rescue. Myndina að ofan tók Guðlaugur Ottesen
Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira