Vel tókst að losa hnúfubakinn úr netinu Viktoría Hermannsdóttir skrifar 16. ágúst 2015 19:02 Í morgun tókst að losa grásleppunet af hnúfubak í Faxaflóa en dýrið hafði verið fast í netunum í um tvo mánuði. Hópur á vegum Hvalaskoðunarsamtaka Íslands ásamt erlendum sérfræðingum fóru út eldsnemma í morgun til þess að halda áfram björgunaraðgerðum frá því í gær. „Við fórum út með erlendu aðilunum í fyrsta skipti í gærmorgun, vorum allan gærdaginn að svona meta hegðun dýrsins, komast að því og svoleiðis, svo í morgun komumst við í gott færi og gekk bara ótrúlega vel,“ segir María Björk Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Hvalaskoðunarsamtökum Íslands. Notuð var þekkt aðferð þar sem baujur voru festar á veiðarfærin til þess að hægja á ferð dýrsins til þess að halda því sem næst yfirborðinu. „Síðan skera þeir á rétta staði því þeir þurfa að passa sig að skera ekki bara einhvers staðar og missa ekki þá takið, þannig það í rauninni var lykillinn að þessu,“ segir María. Um var að ræða samstarfsverkefni hvalaskoðunarfyrirtækja og skipstjóri Eldingar var ánægður með hvernig til tókst en búist hafði verið við að það gæti tekið mun lengri tíma að ná netinu af dýrinu. „Í gær komum við bauju á þannig það var auðvelt að finna hvalinn í dag. Svo gekk þetta bara afskaplega vel,“ segir Vignir Sigursveinsson skipstjóri Eldingar. Hluti af veiðarfærunum er enn fast í dýrinu en búist er við að það vaxi úr því ef allt gengur eftir. Talið er að góðar líkur séu á því að dýrið nái sér að fullu. „Það hefði verið miklu betra ef það hefði verið hægt að sinna þessu miklu fyrr en við gáfum honum þau tækifæri sem við gátum og nú er þetta undir dýrinu komið. Svona sár geta verið lengi að gróa en við erum viss um að það nái sér,“ segir Allister Jack, frá samtökunum British Divers Marine Life Rescue. Myndina að ofan tók Guðlaugur Ottesen Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Sjá meira
Í morgun tókst að losa grásleppunet af hnúfubak í Faxaflóa en dýrið hafði verið fast í netunum í um tvo mánuði. Hópur á vegum Hvalaskoðunarsamtaka Íslands ásamt erlendum sérfræðingum fóru út eldsnemma í morgun til þess að halda áfram björgunaraðgerðum frá því í gær. „Við fórum út með erlendu aðilunum í fyrsta skipti í gærmorgun, vorum allan gærdaginn að svona meta hegðun dýrsins, komast að því og svoleiðis, svo í morgun komumst við í gott færi og gekk bara ótrúlega vel,“ segir María Björk Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Hvalaskoðunarsamtökum Íslands. Notuð var þekkt aðferð þar sem baujur voru festar á veiðarfærin til þess að hægja á ferð dýrsins til þess að halda því sem næst yfirborðinu. „Síðan skera þeir á rétta staði því þeir þurfa að passa sig að skera ekki bara einhvers staðar og missa ekki þá takið, þannig það í rauninni var lykillinn að þessu,“ segir María. Um var að ræða samstarfsverkefni hvalaskoðunarfyrirtækja og skipstjóri Eldingar var ánægður með hvernig til tókst en búist hafði verið við að það gæti tekið mun lengri tíma að ná netinu af dýrinu. „Í gær komum við bauju á þannig það var auðvelt að finna hvalinn í dag. Svo gekk þetta bara afskaplega vel,“ segir Vignir Sigursveinsson skipstjóri Eldingar. Hluti af veiðarfærunum er enn fast í dýrinu en búist er við að það vaxi úr því ef allt gengur eftir. Talið er að góðar líkur séu á því að dýrið nái sér að fullu. „Það hefði verið miklu betra ef það hefði verið hægt að sinna þessu miklu fyrr en við gáfum honum þau tækifæri sem við gátum og nú er þetta undir dýrinu komið. Svona sár geta verið lengi að gróa en við erum viss um að það nái sér,“ segir Allister Jack, frá samtökunum British Divers Marine Life Rescue. Myndina að ofan tók Guðlaugur Ottesen
Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent