Vel tókst að losa hnúfubakinn úr netinu Viktoría Hermannsdóttir skrifar 16. ágúst 2015 19:02 Í morgun tókst að losa grásleppunet af hnúfubak í Faxaflóa en dýrið hafði verið fast í netunum í um tvo mánuði. Hópur á vegum Hvalaskoðunarsamtaka Íslands ásamt erlendum sérfræðingum fóru út eldsnemma í morgun til þess að halda áfram björgunaraðgerðum frá því í gær. „Við fórum út með erlendu aðilunum í fyrsta skipti í gærmorgun, vorum allan gærdaginn að svona meta hegðun dýrsins, komast að því og svoleiðis, svo í morgun komumst við í gott færi og gekk bara ótrúlega vel,“ segir María Björk Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Hvalaskoðunarsamtökum Íslands. Notuð var þekkt aðferð þar sem baujur voru festar á veiðarfærin til þess að hægja á ferð dýrsins til þess að halda því sem næst yfirborðinu. „Síðan skera þeir á rétta staði því þeir þurfa að passa sig að skera ekki bara einhvers staðar og missa ekki þá takið, þannig það í rauninni var lykillinn að þessu,“ segir María. Um var að ræða samstarfsverkefni hvalaskoðunarfyrirtækja og skipstjóri Eldingar var ánægður með hvernig til tókst en búist hafði verið við að það gæti tekið mun lengri tíma að ná netinu af dýrinu. „Í gær komum við bauju á þannig það var auðvelt að finna hvalinn í dag. Svo gekk þetta bara afskaplega vel,“ segir Vignir Sigursveinsson skipstjóri Eldingar. Hluti af veiðarfærunum er enn fast í dýrinu en búist er við að það vaxi úr því ef allt gengur eftir. Talið er að góðar líkur séu á því að dýrið nái sér að fullu. „Það hefði verið miklu betra ef það hefði verið hægt að sinna þessu miklu fyrr en við gáfum honum þau tækifæri sem við gátum og nú er þetta undir dýrinu komið. Svona sár geta verið lengi að gróa en við erum viss um að það nái sér,“ segir Allister Jack, frá samtökunum British Divers Marine Life Rescue. Myndina að ofan tók Guðlaugur Ottesen Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Sjá meira
Í morgun tókst að losa grásleppunet af hnúfubak í Faxaflóa en dýrið hafði verið fast í netunum í um tvo mánuði. Hópur á vegum Hvalaskoðunarsamtaka Íslands ásamt erlendum sérfræðingum fóru út eldsnemma í morgun til þess að halda áfram björgunaraðgerðum frá því í gær. „Við fórum út með erlendu aðilunum í fyrsta skipti í gærmorgun, vorum allan gærdaginn að svona meta hegðun dýrsins, komast að því og svoleiðis, svo í morgun komumst við í gott færi og gekk bara ótrúlega vel,“ segir María Björk Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Hvalaskoðunarsamtökum Íslands. Notuð var þekkt aðferð þar sem baujur voru festar á veiðarfærin til þess að hægja á ferð dýrsins til þess að halda því sem næst yfirborðinu. „Síðan skera þeir á rétta staði því þeir þurfa að passa sig að skera ekki bara einhvers staðar og missa ekki þá takið, þannig það í rauninni var lykillinn að þessu,“ segir María. Um var að ræða samstarfsverkefni hvalaskoðunarfyrirtækja og skipstjóri Eldingar var ánægður með hvernig til tókst en búist hafði verið við að það gæti tekið mun lengri tíma að ná netinu af dýrinu. „Í gær komum við bauju á þannig það var auðvelt að finna hvalinn í dag. Svo gekk þetta bara afskaplega vel,“ segir Vignir Sigursveinsson skipstjóri Eldingar. Hluti af veiðarfærunum er enn fast í dýrinu en búist er við að það vaxi úr því ef allt gengur eftir. Talið er að góðar líkur séu á því að dýrið nái sér að fullu. „Það hefði verið miklu betra ef það hefði verið hægt að sinna þessu miklu fyrr en við gáfum honum þau tækifæri sem við gátum og nú er þetta undir dýrinu komið. Svona sár geta verið lengi að gróa en við erum viss um að það nái sér,“ segir Allister Jack, frá samtökunum British Divers Marine Life Rescue. Myndina að ofan tók Guðlaugur Ottesen
Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Sjá meira