Lífið

Cohen kaupir Hrúta

Stefán Árni Pálsson skrifar
Á leiðinni á frumsýningu á Cannes. Grímar, Sigurður, Theodór, Grímur og Sturla kvikmyndatökumaður.
Á leiðinni á frumsýningu á Cannes. Grímar, Sigurður, Theodór, Grímur og Sturla kvikmyndatökumaður. MYNDIR/BRYNJAR SNÆR
Bandaríska framleiðslufyrirtækið Cohen Media Group hefur tryggt sér sýningarréttinn á íslensku kvikmyndinni Hrútar eftir Grím Hákonarson. Þetta kemur fram á vefsíðu Variety.

Fyrir þremur mánuðum vann íslenska myndin Un Certain Regard verðlaunanna í samnefndum flokki á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Þetta er í fyrsta sinn í 68 ára sögu keppninnar sem íslensk kvikmynd í fullri lengd vinnur til verðlauna á hátíðinni.

Í Un Certain Regard flokknum eru veitt verðlaun í nokkrum flokkum og fékk Hrútar sjálf Un Certain Regard-verðlaunin (Prize of Un Certain Regard). Forseti dómnefndar var leik- og kvikmyndagerðarkonan Isabella Rossellini.

Hrútar verður sýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto á næsta mánuði. 


Tengdar fréttir

Kindurnar með hreinum ólíkindum

Hrútar, kvikmynd Gríms Hákonarsonar, umturnaði Bárðardal á meðan á tökum stóð en bændur og kvikmyndagerðarmenn lögðust á eitt til að gera myndina að veruleika.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×