Lífið

Of Monsters and Men: Sprengdu þakið af Eldborgarsalnum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Of Monsters and Men.
Of Monsters and Men. Vísir/Anton
Gríðarleg stemning var í Eldborgarsal Hörpu þegar sveitin Of Monsters and Men spilaði fyrir fullum sal fyrr í kvöld.

Sveitin flutti öll sín vinsælustu lög og frumflutti meðal annars lagið Uprise Song eftir að hafa verið klöppuð upp.

Áhorfendur segja Nönnu Bryndísi, söngkonu sveitarinnar, gengið um salinn þegar lagið Lakehouse var flutt og og fengið alla áhorfendur til að „na-na“ með sér í viðlaginu.

Þá hafi Ragnar söngvari á einum tímapunkti sagt vera ljóst að mörgum væri illt í bakinu eftir að áhorfendur stóðu allir upp í einu laginu.

Langt er síðan uppselt var á tónleikana en önnur plata sveitarinnar, Beneath the Skin, kom út 8. júní síðastliðinn.

Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á staðnum og tók nokkrar myndir af sveitinni á sviðinu fyrr í kvöld.

Vísir/Anton
Vísir/Anton
Vísir/Anton
Vísir/Anton





Fleiri fréttir

Sjá meira


×