„Ekki séns í helvíti, Björn Ingi Hrafnsson“ Jakob Bjarnar skrifar 27. júlí 2015 10:27 Björn Þorláksson telur nafna sinn Inga Hrafnsson ekki hafa almannahagsmuni að leiðarljósi, heldur hreina og klára sérhagsmuni. Björn Þorláksson, fyrrverandi ritstjóri Akureyri Vikublaðs, segir ekki koma til greina, fyrir sitt leyti, að starfa fyrir Björn Inga Hrafnsson útgefanda. Eins og Vísir hefur greint skilmerkilega frá urðu talsverðar vendingar í útgáfustarfsemi fjölmiðla um helgina. Ámundi Ámundason seldi VefPressunni útgáfu sína sem meðal annars hefur gefið út Reykjavík Vikublað og Akureyri Vikublað. Sjálfur réði Ámundi sig til starfa hjá VefPressunni og Birni Inga, útgefanda. Björn Þorláksson greinir sjálfur frá því sem hann sagði í viðtalinu við þá Frosta Logason og Mána Pétursson og birtir vinum sínum á Facebook. „Þá liggur það fyrir, kæru vinir. Var í viðtali á Harmageddon áðan og var spurður hvort ég mynd dansa við Binga ef hann byði mér ritstjórastöðu við það sem hann heldur að verði áfram hægt að kalla Akureyri vikublað en var blaðið okkar, okkur hefur verið sagt upp og hann er ekki með neina vöru lengur að selja.“ Svar Björns er afgerandi, en hann segist hafa hugsað málið í tvær nætur? „Svar mitt á Harmageddon eftir að hafa hugsað málið í tvær nætur: „Ekki séns í helvíti“ Björn Ingi Hrafnsson.“ Og Björn Þorláksson útskýrir hvers vegna ekki komi til greina að starfa fyrir nafna sinn Björn Inga: „Ég gæti aldrei átt trúnað við þig, því ég trúi ekki að þú hafir trúnað við almannahagsmuni að leiðarljósi með þinni útgáfustarfsemi. Held að þín áhersla sé á hreina sérhagsmuni. Sjálfstæðir og reyndir blaðamenn eru ekki skógarþrastarungar sem bíða með opinn gogginn eftir þínum peningum, sem enginn veit hvaðan koma. Lifi frelsið og gagnrýnin upplýsing. Netið færðu seint keypt upp!“ Það vekur svo athygli að fjölmargir fjölmiðlamenn hafa „lækað“ þessi afdráttarlausu ummæli Björns um útgefandann nafna sinn, sem má þá heita til marks um að Björn Ingi sé verulega umdeildur innan þess geira sem hann starfar. Björn Ingi Hrafnsson vill ekki veita Vísi viðtal sem stendur, vegna þessara væringa og sviptinga á fjölmiðlamarkaði. Hann segist pollrólegur í fríi í útlöndum og veiti ekki viðtöl sem stendur.Þá liggur það fyrir, kæru vinir. Var í viðtali á Harmageddon áðan og var spurður hvort ég myndi dansa við Binga ef hann...Posted by Björn Þorláksson on 27. júlí 2015 Tengdar fréttir Fréttir af yfirtöku Vefpressunnar komu ritstjóra mjög á óvart „Ég þakka lesendum kærlega fyrir samfylgdina að sinni. Við heyrumst síðar.“ 26. júlí 2015 17:29 Vefpressan tekur yfir Akureyri og Reykjavík vikublöð „Staðreyndin er sú að ég er 70 ára og verð að minnka við mig álag áður en ég missi allt úr höndunum,“ segir útgefandinn Ámundi Ámundason. 25. júlí 2015 19:55 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Björn Þorláksson, fyrrverandi ritstjóri Akureyri Vikublaðs, segir ekki koma til greina, fyrir sitt leyti, að starfa fyrir Björn Inga Hrafnsson útgefanda. Eins og Vísir hefur greint skilmerkilega frá urðu talsverðar vendingar í útgáfustarfsemi fjölmiðla um helgina. Ámundi Ámundason seldi VefPressunni útgáfu sína sem meðal annars hefur gefið út Reykjavík Vikublað og Akureyri Vikublað. Sjálfur réði Ámundi sig til starfa hjá VefPressunni og Birni Inga, útgefanda. Björn Þorláksson greinir sjálfur frá því sem hann sagði í viðtalinu við þá Frosta Logason og Mána Pétursson og birtir vinum sínum á Facebook. „Þá liggur það fyrir, kæru vinir. Var í viðtali á Harmageddon áðan og var spurður hvort ég mynd dansa við Binga ef hann byði mér ritstjórastöðu við það sem hann heldur að verði áfram hægt að kalla Akureyri vikublað en var blaðið okkar, okkur hefur verið sagt upp og hann er ekki með neina vöru lengur að selja.“ Svar Björns er afgerandi, en hann segist hafa hugsað málið í tvær nætur? „Svar mitt á Harmageddon eftir að hafa hugsað málið í tvær nætur: „Ekki séns í helvíti“ Björn Ingi Hrafnsson.“ Og Björn Þorláksson útskýrir hvers vegna ekki komi til greina að starfa fyrir nafna sinn Björn Inga: „Ég gæti aldrei átt trúnað við þig, því ég trúi ekki að þú hafir trúnað við almannahagsmuni að leiðarljósi með þinni útgáfustarfsemi. Held að þín áhersla sé á hreina sérhagsmuni. Sjálfstæðir og reyndir blaðamenn eru ekki skógarþrastarungar sem bíða með opinn gogginn eftir þínum peningum, sem enginn veit hvaðan koma. Lifi frelsið og gagnrýnin upplýsing. Netið færðu seint keypt upp!“ Það vekur svo athygli að fjölmargir fjölmiðlamenn hafa „lækað“ þessi afdráttarlausu ummæli Björns um útgefandann nafna sinn, sem má þá heita til marks um að Björn Ingi sé verulega umdeildur innan þess geira sem hann starfar. Björn Ingi Hrafnsson vill ekki veita Vísi viðtal sem stendur, vegna þessara væringa og sviptinga á fjölmiðlamarkaði. Hann segist pollrólegur í fríi í útlöndum og veiti ekki viðtöl sem stendur.Þá liggur það fyrir, kæru vinir. Var í viðtali á Harmageddon áðan og var spurður hvort ég myndi dansa við Binga ef hann...Posted by Björn Þorláksson on 27. júlí 2015
Tengdar fréttir Fréttir af yfirtöku Vefpressunnar komu ritstjóra mjög á óvart „Ég þakka lesendum kærlega fyrir samfylgdina að sinni. Við heyrumst síðar.“ 26. júlí 2015 17:29 Vefpressan tekur yfir Akureyri og Reykjavík vikublöð „Staðreyndin er sú að ég er 70 ára og verð að minnka við mig álag áður en ég missi allt úr höndunum,“ segir útgefandinn Ámundi Ámundason. 25. júlí 2015 19:55 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Fréttir af yfirtöku Vefpressunnar komu ritstjóra mjög á óvart „Ég þakka lesendum kærlega fyrir samfylgdina að sinni. Við heyrumst síðar.“ 26. júlí 2015 17:29
Vefpressan tekur yfir Akureyri og Reykjavík vikublöð „Staðreyndin er sú að ég er 70 ára og verð að minnka við mig álag áður en ég missi allt úr höndunum,“ segir útgefandinn Ámundi Ámundason. 25. júlí 2015 19:55