„Ekki séns í helvíti, Björn Ingi Hrafnsson“ Jakob Bjarnar skrifar 27. júlí 2015 10:27 Björn Þorláksson telur nafna sinn Inga Hrafnsson ekki hafa almannahagsmuni að leiðarljósi, heldur hreina og klára sérhagsmuni. Björn Þorláksson, fyrrverandi ritstjóri Akureyri Vikublaðs, segir ekki koma til greina, fyrir sitt leyti, að starfa fyrir Björn Inga Hrafnsson útgefanda. Eins og Vísir hefur greint skilmerkilega frá urðu talsverðar vendingar í útgáfustarfsemi fjölmiðla um helgina. Ámundi Ámundason seldi VefPressunni útgáfu sína sem meðal annars hefur gefið út Reykjavík Vikublað og Akureyri Vikublað. Sjálfur réði Ámundi sig til starfa hjá VefPressunni og Birni Inga, útgefanda. Björn Þorláksson greinir sjálfur frá því sem hann sagði í viðtalinu við þá Frosta Logason og Mána Pétursson og birtir vinum sínum á Facebook. „Þá liggur það fyrir, kæru vinir. Var í viðtali á Harmageddon áðan og var spurður hvort ég mynd dansa við Binga ef hann byði mér ritstjórastöðu við það sem hann heldur að verði áfram hægt að kalla Akureyri vikublað en var blaðið okkar, okkur hefur verið sagt upp og hann er ekki með neina vöru lengur að selja.“ Svar Björns er afgerandi, en hann segist hafa hugsað málið í tvær nætur? „Svar mitt á Harmageddon eftir að hafa hugsað málið í tvær nætur: „Ekki séns í helvíti“ Björn Ingi Hrafnsson.“ Og Björn Þorláksson útskýrir hvers vegna ekki komi til greina að starfa fyrir nafna sinn Björn Inga: „Ég gæti aldrei átt trúnað við þig, því ég trúi ekki að þú hafir trúnað við almannahagsmuni að leiðarljósi með þinni útgáfustarfsemi. Held að þín áhersla sé á hreina sérhagsmuni. Sjálfstæðir og reyndir blaðamenn eru ekki skógarþrastarungar sem bíða með opinn gogginn eftir þínum peningum, sem enginn veit hvaðan koma. Lifi frelsið og gagnrýnin upplýsing. Netið færðu seint keypt upp!“ Það vekur svo athygli að fjölmargir fjölmiðlamenn hafa „lækað“ þessi afdráttarlausu ummæli Björns um útgefandann nafna sinn, sem má þá heita til marks um að Björn Ingi sé verulega umdeildur innan þess geira sem hann starfar. Björn Ingi Hrafnsson vill ekki veita Vísi viðtal sem stendur, vegna þessara væringa og sviptinga á fjölmiðlamarkaði. Hann segist pollrólegur í fríi í útlöndum og veiti ekki viðtöl sem stendur.Þá liggur það fyrir, kæru vinir. Var í viðtali á Harmageddon áðan og var spurður hvort ég myndi dansa við Binga ef hann...Posted by Björn Þorláksson on 27. júlí 2015 Tengdar fréttir Fréttir af yfirtöku Vefpressunnar komu ritstjóra mjög á óvart „Ég þakka lesendum kærlega fyrir samfylgdina að sinni. Við heyrumst síðar.“ 26. júlí 2015 17:29 Vefpressan tekur yfir Akureyri og Reykjavík vikublöð „Staðreyndin er sú að ég er 70 ára og verð að minnka við mig álag áður en ég missi allt úr höndunum,“ segir útgefandinn Ámundi Ámundason. 25. júlí 2015 19:55 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Sjá meira
Björn Þorláksson, fyrrverandi ritstjóri Akureyri Vikublaðs, segir ekki koma til greina, fyrir sitt leyti, að starfa fyrir Björn Inga Hrafnsson útgefanda. Eins og Vísir hefur greint skilmerkilega frá urðu talsverðar vendingar í útgáfustarfsemi fjölmiðla um helgina. Ámundi Ámundason seldi VefPressunni útgáfu sína sem meðal annars hefur gefið út Reykjavík Vikublað og Akureyri Vikublað. Sjálfur réði Ámundi sig til starfa hjá VefPressunni og Birni Inga, útgefanda. Björn Þorláksson greinir sjálfur frá því sem hann sagði í viðtalinu við þá Frosta Logason og Mána Pétursson og birtir vinum sínum á Facebook. „Þá liggur það fyrir, kæru vinir. Var í viðtali á Harmageddon áðan og var spurður hvort ég mynd dansa við Binga ef hann byði mér ritstjórastöðu við það sem hann heldur að verði áfram hægt að kalla Akureyri vikublað en var blaðið okkar, okkur hefur verið sagt upp og hann er ekki með neina vöru lengur að selja.“ Svar Björns er afgerandi, en hann segist hafa hugsað málið í tvær nætur? „Svar mitt á Harmageddon eftir að hafa hugsað málið í tvær nætur: „Ekki séns í helvíti“ Björn Ingi Hrafnsson.“ Og Björn Þorláksson útskýrir hvers vegna ekki komi til greina að starfa fyrir nafna sinn Björn Inga: „Ég gæti aldrei átt trúnað við þig, því ég trúi ekki að þú hafir trúnað við almannahagsmuni að leiðarljósi með þinni útgáfustarfsemi. Held að þín áhersla sé á hreina sérhagsmuni. Sjálfstæðir og reyndir blaðamenn eru ekki skógarþrastarungar sem bíða með opinn gogginn eftir þínum peningum, sem enginn veit hvaðan koma. Lifi frelsið og gagnrýnin upplýsing. Netið færðu seint keypt upp!“ Það vekur svo athygli að fjölmargir fjölmiðlamenn hafa „lækað“ þessi afdráttarlausu ummæli Björns um útgefandann nafna sinn, sem má þá heita til marks um að Björn Ingi sé verulega umdeildur innan þess geira sem hann starfar. Björn Ingi Hrafnsson vill ekki veita Vísi viðtal sem stendur, vegna þessara væringa og sviptinga á fjölmiðlamarkaði. Hann segist pollrólegur í fríi í útlöndum og veiti ekki viðtöl sem stendur.Þá liggur það fyrir, kæru vinir. Var í viðtali á Harmageddon áðan og var spurður hvort ég myndi dansa við Binga ef hann...Posted by Björn Þorláksson on 27. júlí 2015
Tengdar fréttir Fréttir af yfirtöku Vefpressunnar komu ritstjóra mjög á óvart „Ég þakka lesendum kærlega fyrir samfylgdina að sinni. Við heyrumst síðar.“ 26. júlí 2015 17:29 Vefpressan tekur yfir Akureyri og Reykjavík vikublöð „Staðreyndin er sú að ég er 70 ára og verð að minnka við mig álag áður en ég missi allt úr höndunum,“ segir útgefandinn Ámundi Ámundason. 25. júlí 2015 19:55 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Sjá meira
Fréttir af yfirtöku Vefpressunnar komu ritstjóra mjög á óvart „Ég þakka lesendum kærlega fyrir samfylgdina að sinni. Við heyrumst síðar.“ 26. júlí 2015 17:29
Vefpressan tekur yfir Akureyri og Reykjavík vikublöð „Staðreyndin er sú að ég er 70 ára og verð að minnka við mig álag áður en ég missi allt úr höndunum,“ segir útgefandinn Ámundi Ámundason. 25. júlí 2015 19:55